Krónur eða dollarar

 

 

Um daginn kom vinur minn einn til mín og bað mig um að lána sér reiðhjólið, sér stutta stund. Og ég jánkaði því enda sjálfsagt að mér fannst. Mér brá því í brún þegar ég heyrði bílinn minn ræstan og vinurinn keyrði í burtu á honum. Hugsaði um hvernig ég átti að bregðast við en ákvað að vera slakur og treysta vininum því það hlaut að vera skýring.

Þegar vinurinn kom til baka nokkrum tímum síðar spurði ég hvers vegna hann hafði tekið bílinn þegar ég hafði lánað honum hjólið svaraði hann. Mér fannst það ekki skipta máli bíllinn hreyfist líka. Ég varð orðlaus.

 

Ég varð líka hálfhvumsa þegar ég í gær sá eftirfarandi frétt á vef Víkurfrétta http://www.vf.is/Frettir/38343/default.aspx, þar sem fjallað er um að lán sem bærinn hafði tekið hafði hækkað um 300 milljónir króna þrátt fyrir að greitt hefði verið ríflega af því frá því að það var tekið. Forvitnin vaknaði.

 

Við nánari eftirgrennslan kom náttúrulega ýmislegt í ljós sem mér fannst furðulegt við fréttina, enda ekki við öðru að búast þegar jafn tortryggin maður og ég kíki á málefni bæjarins. Fyrir það fyrsta hafði lánið hreint ekki hækkað um 300 milljónir eins og sagt var heldur um rúmlega 500 milljónir sé notað gengi gærdagsins á dollar sem var 135kr.

 

Annað sem mér fannst skrýtið, og minnti mig á vininn sem fékk lánað hjólið var að hvorki í bæjarráði né bæjarstjórn hafði verið sótt um leyfi til að taka lán í dollurum, heldur í krónum, og það hjá Lánasjóði Sveitarfélaga. Hvort lánið hafi verið tekið í dollurum vegna þess að það voru líka peningar verða aðrir að svara fyrir.

 

En maður verður nú að vera jákvæður líka og hrósa núverandi meirihluta fyrir þa´stefnubreytingu sem orðið hefur hvað varðar húsnæðismál bæjarins þar sem þeir virðast nú skyndilega hafa snúist í 180 gráður hvað það varðar.

 

Á bæjarráðsfundi þann 13.11.2008 er samþykkt af meirihluta bæjarráð að kaupa hluta af eigninni Seylubraut 1 fyrir tæpar 75.milljónir króna. Nú hafa miklar umræður verið undanfarið um innkaupastefnu bæjarins og bæjastjórinn segir að allir fái að bjóða í innkaup bæjarins.

 

Í fyrsta lagi hefur hvergi mér vitanlega komið fram að bærinn sem ekki hefur einu sinni efni á að styrkja Kvennathvarfið lengur, hafi yfirleitt verið í einhverri sérstakri húsnæðisþörf, enda ekki gefið upp í fundargerð til hvers á að nota hina nýju eign. Vitað er að engum öðrum aðila var boðið að útvega bænum sambærilega eign þrátt fyrir útboðsstefnu bæjarins. Hvað veldur?Og hvað ætlar bærinn að nota þetta húsnæði undir?

 

En það sem mér finnst eiginlega þó mest spennandi núna er hvort bærinn borgi eigandanaum í krónum, eða dollurum það skiptir máli miðað við þróun krónu þessa dagana.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.