Miðvikudagur, 19. nóvember 2008
Rakalaus rök
Í fyrradag skrifaði ég lítið blogg hér á síðuna í tilefni af kaupum bæjarins á hluta í húseigninni Seylubraut 1 hér í Reykjanesbæ og átti frekar erfitt með að skilja þau kaup, og á það raunar enn þrátt fyrir þau rök sem meirihluti D-listans hefur lagt fram fyrir þeim.
Í fyrsta lagi á ég erfitt með að skilja að bærinn skuli fara í lántöku á þessum tímum til að kaupa hluta í húseign sem þessari á sama tíma og ljóst skv því 9.mánaða uppgjöri sem kynnt hefur verið að halli á bæjarsjóð komi til með að vera vel yfir 2.milljaraðar á árinu.
Í öðru lagi skil ég ekki hversvegna þarf að kaupa þennan hlut sem hreint ekki er né verður auðseljanlegur í framtíðinni til þess að innheimta fasteignagjöld.
Í þriðja lagi skil ég ekki að hægt skuli að kaupa slíka húseign án þess að bærinn hafi yfirleitt nokkur not fyrir hana nema þá hugsanlega sem sláttuvélageymslu fyrir bæjarstjórann.
Í fjórða lagi skil ég ekki að hægt skuli að kaupa svona hús á sama tíma og ekki er hægt að styrkja ýmis góðgerðarsamtök eins og til að mynda Kvennaathvarfið um smáupphæðir í þessum samanburði.
Nei það er margt sem hvorki ég né aðrir skilja ekki í þessu máli, og ljóst að fnykurinn lyktar langar leiðir, á meðan ekki eru gefnar betri skýringar en gefnar voru á bæajrstjórnarfundi í gærkvöldi þar sem hluti rakanna voru að nauðsynlegt væri að bærinn hefði áhrif á hverskonar starfsemi færi fram í húsnæði sem þessu hvort þar væru saumavélar eða reiðhjólaverkstæði, jafnframt því sem nauðsynlegt hefði verið að kaupa það til að unnt yrði að fjarlægja tank þann sem utan á húsinu sökum útlitsmengunar. Nei hér liggur eitthvað annað að baki.Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Follow the money trail?
hver átti hvað og hver fékk hvað?
KJ (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 21:27
já ég skil
Hannes Friðriksson , 20.11.2008 kl. 22:39
Þú skilur en ekki ég??
Hverjum var verið að bjarga? Hver átti húsið, eða hverjum skuldaði eigandinn?
Látið það koma fram, það er bara Davíð sem má kveða hálfkveðnar vísur!
eg (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 12:31
Blessaður eg
Það sem ég skildi var að það á að fylgja "the money trail", en tel það ekki vera í mínum verkahring að fara að fylgja henni. Það hýtur að vera annarra að fylgja því eftir, enda hef ég ekki hugmynd um hver á þetta hús, eða hvort einhver hafi skuldað honum eitthvað. En hugmyndin er góð
Með bestu kveðju
Hannes Friðriksson , 21.11.2008 kl. 15:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.