Sendibréf

Það er fátt skrautlegra en bæjarmálapólitík sú er meirihluti Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ stendur fyrir. Hér má alls ekki spyrja spurninga um þá hluti er meirihlutinn leggur á borðið, enda hvorki íbúa né heldur minnihlutans að spyrja um þá hluti er ákveðnir eru. Leyfði mér þó að senda bæjarstjóranum nokkrar spurningar um það mál er fæstir skilja þessa dagana, og nú bíður maður bara eftir svörunum

 

 

Sæll Árni

Í ljósi fyrri tölvupóstsamskipta okkar er mér ljóst að þú hefur valið að elta ekki ólar við þær spurningar sem ég set fram á bloggsíðu minni , og sný mér því beint til þín í formi tölvupósts eins og þú bauðst mér  svo vinsamlega í tölvupósti þann 22 maí síðastliðinn.

Undanfarið hafa birst fréttir af kaupum bæjarins á hluta húseignarinnar Seylubraut 1. (Rammahúsið)og er það gert á tímum þegar ljóst er að fjárhagsstaða bæjarins er slæm, svo ekki sé meira sagt. Hvers vegna það er vitum við báðir.

Þau svör sem gefin hafa verið fyrir kaupum á hluta húseignar þessar  finnst mönnum ekki rista djúpt, og rökin sem á bak við virðast léttvæg, þegar tekið er tillit til stöðu landsmála í dag. Mig langar því að leggja nokkrar fylgispurningar við þau svör sem þegar hafa verið gefin hvað mál þetta varðar. Og eins og þú í fyrri pósti okkar til að fyrirbyggja allan misskilning mun ég  áframsenda þennan póst á þá aðila er gagn gætu haft af þeim upplýsingum og svörum sem þú gefur .

1.       Hefur verið tekinn um það ákvörðun í til að mynda í bæjarráði að framtíðarstefna bæjarins hvað varðar innheimtu fasteignaskatts sé að kaupa upp hluti í húseignum þar sem sá skattur er í vanskilum? Eða er hér um einstakt tilfelli að ræða?

2.       Finnst mönnum það réttlætanlegt á sama tíma og þeir vinna að niðurskurði í fjármálum bæjarins að kaupa hlut í húseign sem þessari  fyrir lánsfé, og hefur farið fram úttekt  á þörfinni fyrir leikjagarð þann er rætt er um í viðtali við Böðvar Jónsson formann bæjarráðs í Vikurfréttum  nú í dag?  Hvernig hafa menn hugsað sér opnunartíma, og hver verður rekstrarkostnaður slíks leikjagarðs? Hvernig hafa menn hugsað sér samgöngur og pössun þeirra barna er þarna koma til með að dvelja. Hvað kosta þær breytingar sem ráðast þarf í til þess að húsnæði þetta uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til slíkra staða? Og er það að hugsa um börnin í bænum að þyngja skuldabyrði foreldrana, sem jú koma til með að borga þennan pakka?

3.       Er ekki skv. heilbrigðislöggjöf  bæjarins einfaldara og kostnaðarminna fyrir bæjarfélagið að senda bréf til viðkomandi húseiganda tilmæli um að fjarlægja þann tank sem fyrir utan húsið og öllum er þyrnir í augum . Hver verður kostnaður bæjarins af niðurrifinu  fyrir utan kaupverð hússins?Frímerkjakostnaður hefur ekki hækkað að undanförnu að því er ég best veit.

4.        Húsið er skilgreint sem iðnaðarhúsnæði, og til iðnaðarstafsemi þarf starfsleyfi sem gefin eru    út af viðkomandi stofnunum. Er það stefna núverandi meirihluta að stýra því í gegnum bæjarstjórn og bæjarráð hvað starfsemi fari fram í hverju húsi?

5.       Hver eru þau góðu mál sem formaður bæjarráðs talar um í frétt á Víkurfréttum , að A-listinn hafi verið á móti? Vinsamlegast listaðu upp svarið við því.

 

Meira var það nú ekki, Gaman væri að fá svör við þessu eins fljótt og þér gefst kostur á svo ljóst sé hver stefna og hugsun  meirihlutans sé ljós í þessu máli.

 

                                                                                  Með bestu kveðju

                                                                                 Hannes Friðriksson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er margt skrítið í pólitíkinni í Reykjanesbæ.

Jóhann (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 09:10

2 identicon

Fínt hjá þér að leggja þessar spurningar fram, Hannes.  Við vitum hinsvegar báðir að það koma engin svör, því miður. 

Atkvæði. (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 14:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.