Mánudagur, 8. desember 2008
Eru menn að misnota aðstöðu sína?
Ég varð svolítið hissa þegar ég las frétt á vef Víkurfrétta nú í morgun um átök í bæjaráði Reykjanesbæjar um auðlindamál, ekki síst í ljósi þess að ekki eru liðnir margir dagar síðan að formaður bæjarráðs kvartaði undan tillögum og samstarfsvila A-listans í bæjarstjórn. Hér hefði nú verið tækifæri til að ná skynsamlegri og sameiginlegri niðurstöðu.
Böðvar Jónsson sem kvartaði svo sáran nú í síðustu viku undan svonefndu tillöguleysi, hefði þó ekki hefði verið nema starfs síns vegna sem aðstoðarmaður ráðherra, og starfandi í einu af ráðuneytum þeirrar ríkistjórnar sem undanfarið hefur verið í rústabjörgunum sökum stefnuleysis þeirra sjálfstæðismanna í efnahagsmálum átt að vita manna best, að sú tillaga sem A-listinn lagði fram var var bæði skynsöm og málaefnaleg, ef litið er til almannahagsmuna.
Aðstoðarmaðurinn sem daglega er í sambandi við hin ýmsu ráðuneyti, veit vel að ráðuneytin kalla eftir samráði við lausn ýmissa þeirra mála sem nú eru upp á borðinu, og eitt þeirra sem ekki hefur náðst tími til að kafa ofan í kjölinn með er einmitt málefni HS og aðkomu Geysis Green Energy þar að. Aðstoðarmaðurinn og bankaráðsmaðurinn Böðvar Jónsson veit fullvel að fjöldi svipaðra mál þar sem ríkið hefur eignast meirihluta í hinum ýmsu fyrirtækjum bíða úrlausnar, og þar þarf að vinna hlutina í réttri röð svo hagsmunir almennings verði tryggðir.
Nú er það ljóst að á tímum sem þessum að allar þær ákvarðanir sem teknar eru, verða að vera hafnar yfir alla gagnrýni, og menn séu ekki að vaða áfram til að ná fram einhverjum þeim markmiðum sem ef til vill eru ekki í almenningsþágu. Í þessu máli er ekkert það sem kallar á þau viðbrögð meirihlutans að vilja hvorki ræða við ríki eða önnur sveitarfélög á svæðinu um sameiginlega lausn sem allir væru sáttir við. Nema eitthvað annað búi undir eins og marga grunar miðað við meðferð þessa máls.
Nú er ekki tíminn til að vera með einhverjar bókahaldslegar æfingar í anda FL- group, og nýfrjálshyggjunnar til að rétta af stöðu bæjarins fyrir áramót, heldur réttara að horfa á hvert vandamál meirihlutans, sem er náttúrulega mikil eyðsla undanfarinna ára, eyðsla sem fjármögnuð hefur verið með sölu nánast allra eigna bæjarins, og mikilli skuldsetningu. En á meðan menn eru ekki tilbúnir til að taka slíka tillögur til athugunar sem þarna voru felldar, verður meirihlutinn sjálfur að bera ábyrgð á útkomunni, og vera ekki að væla vegna tillögufæðar A-listans.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.12.2008 kl. 08:42 | Facebook
Athugasemdir
Ljóst er að Reykjanesbær hefur líkt og önnur bæjarfélög, fyrirtæki og einstaklingar - þar á meðan undirritaður - fjárfest meira en góðu hófu gegnir.
Þannig 12 földuðust skuldir Reykjavíkurborgar í tíð fyrrverandi R-lista (vinstri flokkanna, sem þú nú tilheyri Hannes minn). Að auki má benda á gífurlega skuldsetningar í Hafnarfirði, þar sem þínir menn ráða einnig ríkjum.
Auðvitað eru það örlög Sjálfstæðisflokksins að "hafa verið ?" stærsti flokkur landsins um árabil og af þeim sökum er þessi flokkur í meirihluta í stórum hluta sveitarfélaga á Íslandi í dag.
Ljóst er hins vegar að "Vinstri menn" hafa skuldsett sín sveitarfélög meira en sjálfstæðismenn, þegar litið er til allra sveitarfélaga landsins. Það orðspor, sem af okkur sjálfstæðismönnum fer, sem góðir rekstrarmenn, verður ekki hrakið svo fljótt, sem þú heldur.
Tölulegar upplýsingar þessu til staðfestingar mun ég færa á næstu dögum!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 8.12.2008 kl. 20:53
Nú má Guðbjörn ekki fara að réttlæta slæmt ástand Reykjanesbæjar, með því að tala um ástand annara bæjarfélaga. Við erum að glíma við slæma fjárhagsstöðu okkar bæjarfélags, ekki annara.
Merkilegt hvað stjórnmálamenn eru duglegir að þakka sér þegar að vel gengur, en þegar að á mót blæs, þá er það vegna óviðráðanlegra orsaka!
Nú er bæjarstjórinn að setja sig í stellingar með að fórna Hitaveitunni til að rétta af slæman fjárhag bæjarins. Hann gefst ekki upp fyrr en hann er búinn að selja hana!
Atkvæði. (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 08:49
Blessaður Guðbjörn
Það hefur okkur báðum verið ljóst og það lengi að Reykjanesbær hefur fjárfest meira en góðu hófi gegnir, og hægt væri að skrifa langan lista þar um. Það kemur sennilega fram í tölulegu upplýsingunum frá þér.
Hvort skuldir Reykjavíkur hafi 12.faldast eða jafnvel hundraðfaldast kemur fjármálum Reykjanesbæjar ekkert við, og ekki hægt að nota sem afsökun hjá núverandi meirihluta fyrir dapri fjármálastjórn sinni.
Það orðspor sem þú talar um þar ekki að eyða tíma í að hrekja, það féll sjálft svo rækilega að nú ríkir kreppa á Íslandi. Og þú hefur nú skrifað svolítið um það sjálfur.
Hannes Friðriksson , 9.12.2008 kl. 10:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.