Á að hengja bakara fyrir smið?

 

Utanríkisráðherra og jafnframt formaður Samfylkingarinnar hefur boðað að breytingar standi fyrir dyrum á núverandi ríkistjórn. Breytingar sem að hennar mati yrðu til að gera þessa stjórn starfhæfari og að þær breytingar þyrfti að gera fyrir áramót. Nú skal hengja bakara fyrir smið. Það á að gera til að þóknast þeim röddum sem kallað hafa aftir því.

Verkalýðshreyfingin hefur kallað eftir breytingum, og telja að með mannabreytingum í ríkisstjórn öðlist sú stjórn sem nú situr það traust sem nauðsynlegt er til að unnt verði að halda þeirri vinnu áfram sem hafin er. Verkalýðshreyfingin hefur líka kallað eftri nýjum seðlabankastjórnendum til að traust skapaðist einnig á þeim vettvangi.

Ljóst má vera af þeim ummmælum sem viðhöfð hafa verið að hvað Samfylkinguna varðar þá er það Björgvin G Sigurðsson sem helst  virðist vera á leið undir höggstokk hinnar sameiginlegu samvisku Ingibjargar og Geirs, og sú ráðstöfun studd af forkólfum verkalýðshreyfingarinnar án þess þó að séð verði hverju slík ákvörðun breyti hvað varðar traust fólks á ríkisstjórninni.

Auðvitað er það rétt að einhver verður að axla ábyrgð á þeirri stöðu sem upp er kominn, og sjálfum finnst mér það fáránlegt að það skuli eiga að vera sá sem hvað best hefur staðið sig í þeim björgunarstörfum sem unninn hafa verið undanfarna mánuði, og að það sé hans sök að svona sé komið er út í hött. Sú sök liggur annarsstaðar, og mest hjá samstarsflokki Samfykingar sem fer með yfirstjórn fjár og bankamála landsins og hefur gert það undanfarin sautján ár.

Eðlilegasta skrefið og í anda þeirrar umræðu sem á sér stað á milli fólksins í landinu er ekki hrókeringar á núverandi stjórn heldur að gengið verði til kosninga um nýja stjórn og það sem fyrst. Hitt er kattaþvottur sem enginn áhrif hefur hvað varðar traust þessarar stjórnar. Nú er kominn tími til að formaður Samfylkingarinnar hlusti á þær raddir fólksins í landinu sem hljómað hafa og átti sig á raunverulegri stöðu, svo hægt verði að hefja endurreisn þjóðfélagsins á réttum forsendum og með þá flokka í framvarðasveitinni sem þjóðin vill þar sjá. Því geta einungis kosningar gefið svar við.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Þú veist að bankamál heyra undir viðskiptaráðherra er það ekki ?

G. Valdimar Valdemarsson, 15.12.2008 kl. 14:45

2 Smámynd: Hannes Friðriksson

Blessaður Valdimar

Jú Valdimar það veit ég vel, og það versta er að þú veist líka að ég veit það. En ég veit líka það sem þú virðist ekki vilja vita þegar að umræðum um viðskiptaráðherran kemur og ábyrgð á þeirri stöðu sem uppi er að Seðlabanki Íslands er á ábyrgð forsætisráðherra sem að sögn seðlabankastjóra hefur verið aðvarður ítrekað um þessi mál. Forsætisráðherra hafði þó ekki dug í sér til að láta viðkiptaráðherra vita um stöðu mála, sé þetta rétt eftir seðlabankastjóra. Ég veit það er notalegt hjá ykkur Framsóknarmönnum sem þó fóruð með viðkiptaráðuneytið á tímum einkavæðingarinnar að reyna að koma ábyrgðinni á fallinu yfir á Björgvin og láta eins og Framsókn  og Sjálfstæðismenn hafi hvergi þar komið nærri.

Hannes Friðriksson , 15.12.2008 kl. 15:19

3 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Sæll Hannes   Ég ætla að ekki að bera blak af Sjálfstæðisflokknum.   Það er ljóst og var öllum ljóst sem voru með augun opin að eitthvað var að í Íslensku efnahagslífi allt síðasta ár.   Það að forsætisráðherra hélt bankamálaráðherra ekki upplýstum um ástandið segir mér að eitthvað er að í stjórnarsamstarfinu og það verður ekki skrifað á Framsókn. 

Það er heldur ekki trúverðugt að bankamálaráðherra tali ekki við Seðlabankastjóra í heilt ár, að maður tali nú ekki um í því árferði sem hér hefur verið.  Að sjálfsögðu átti bankamálaráðherra að hafa frumkvæði að því að tala við Seðlabankann og kanna stöðuna en ekki að sitja í heilt ár við símann og bíða eftir símtali.

G. Valdimar Valdemarsson, 15.12.2008 kl. 15:49

4 Smámynd: Hannes Friðriksson

Sæll Valdimar

Erum við ekki svolítið að elta rófuna á okkur með þessu orðskaki. Ef ég vissi að eitthvað væri að fara lóðbeint til andsk eins og Seðlabankastjóri virðist hafa vitað og aðvarað forsætisráðherra um sem svo virðist hafa setið á þeim upplýsingum, myndi ég ekki bíða eftir að þeir aðilar sem hjálpað gætu við lausn málsins myndu uppgvötva að ég vissi eitthvað sem þeir vissu ekki. Ég myndi hringja í þá aðila beint.

Ég hélt að kerfið virkaði þannig, en greinilegrt að þeir sem í framtíðinni verða að að ráða sér helst spæjara til að vita hvað aðrir vita, svo mögulegt sé að hringja í þá sé það eitthvað sem skiptir máli.

Hannes Friðriksson , 15.12.2008 kl. 16:22

5 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Nei ráðherrar eiga að kynna sér lög um ráðherraábyrgð og vinna eftir þeim.  Um það snýst málið.

G. Valdimar Valdemarsson, 15.12.2008 kl. 16:28

6 Smámynd: Hannes Friðriksson

Og þá er það spurningin Hvar brást Björgvin ábyrgð?

Hannes Friðriksson , 15.12.2008 kl. 16:33

7 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Hann fylgdist ekki með því sem var að gerast í þeim málaflokki sem heyrir undir hann.  Hann hafði ekkert samband við Seðlabanka og hann vissi ekki af athugasemdum Breta og Hollendinga við ISAVE sem fjármálaeftirlitið var að sinna og hann kom ekkert að ákvörðun um yfirtöku Glitnis.  

G. Valdimar Valdemarsson, 15.12.2008 kl. 16:41

8 Smámynd: Hannes Friðriksson

Þannig að þeir sem vissu en létu ekki vita eru saklausir?

Hannes Friðriksson , 15.12.2008 kl. 18:07

9 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Þeir voru ekki til þess skipaðir af forseta Íslands að standa vaktina.  Svo strangt tiltekið eru þeir saklausir.  Björgvin svaf á vaktinni og kemst ekki frá því hvernig sem menn reyna að  benda á einhvern annan.

G. Valdimar Valdemarsson, 15.12.2008 kl. 20:07

10 Smámynd: Hannes Friðriksson

Er þetta nú ekki að verða svolítill skógarferð ?

Hannes Friðriksson , 15.12.2008 kl. 23:10

11 identicon

Það versta sem ég hef heyrt um mannabreytingarnar er það að Þórunn umhverfisráðherra gæti verið á leið út. Talandi um að hengja bakara fyrir smið. Það má gjarnan benda mér á ef ég fer með rangt mál, en er hún ekki ásamt Jóhönnu þeir ráðherrar sem hafa hvað mest traust í núverandi ríkisstjórn?

Anna (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 08:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband