Þriðjudagur, 16. desember 2008
Og þeir standa þar stoltir með stjarfa hönd á pung
Staksteinar Morgunblaðsins í dag fjalla um hve auðvelt það sé að vera í stjórnarandstöðu "raka að sér óánægjufylgi og gagnrýna allar gjörðir þeirra er sitja uppi með ábyrgðina"eins og það er orðað.
Þetta má til sanns vegar færa, þó í þessu eins og svo mörgu öðru sé nú betra að gæta meðalhófsins í orðavali, sem Staksteinar eru þó ekki frægir fyrir.Auðvitað er það nú ekki svo að allt sem kemur frá þeim sem ábyrgðina bera kolómögulegt , og kannski sést það nú best á lægri stigum stjórnsýslunnar eins og í bæjar og sveitarstjórnum þar sem mikill meirihluti mála er afgreiddur í sátt og samlyndi án teljandi vandkvæða.
Það er hins vegar bæði hlutverk og réttur minnihluta á hverjum tíma að hafa skoðanir á ýmsum .þeim málum sem til afgreiðslu koma og til litils fyrir þá er í meirihluta eru að rjúka í einhverja feita fýlu, þó minnihluti leggi eitthvað það til, nú eða bóki um það sem þeim ekki líkar.
Í umfjöllun Staksteina sem hér er gerð að umtalsefni tillaga Vinstri Grænna hvað varðar lækkun ríkisútgjalda og þá tillögu þeirra að gengið sé út frá því að nú um stundir sé óhjákvæmilegt að reka ríkissjóð og sveitarsjóði með halla meðan á kreppunni stendur, sjónarmið út af fyrir sig en ekki skv þeim reglum er nú gilda.
Einar K Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra hefur ýmislegt út á þessar tillögur VG að setja og kallar þetta "Skítt og laggóstefnu" sem beri vott um ábyrgaðrleysi, og kvartar sáran yfir yfir því að VG skammist yfir bæði tekjuöflun og útgjaldasamdrætti. Það má til sanns vegar færa.
Í höfðuðbóli frjálshyggjunnar Reykjanesbæ þar sem aðstoðarmaður fjármálaráðherrans fer fyrir bæjarráði heitir sú stefna sem sjávarútvegsráðherra kallar Skítt og laggostefnuna þó ábyrg fjármálastefna og verið tíðkuð undanfarinn 7.ár af miklum móð og um hver áramót standa þeir þar stoltir með stjarfa hönd á pung fulltrúar meirihlutans og lofa hver annan fyrir snilld sína. Þar hafa áætlanirnar þó aldrei staðist.
Nú hafa þeir tekið upp hugmyndir Vinstri Grænna og skila fjárhagsáætlun þar sem rekstrahalliinn er áætlaður 370 milljónir fyrir næsta ár, en kalla það aðrar tekjur svo það hljómi betur. Hverjar þessar aðrar er verður spennandi að sjá,sumir segja að auðvelt verði að ná þeim inn með sölu barmmerkja bæjarins og enn aðrir vilja meina að gefið verði út greinasafn meirihlutans sem innihaldi ræður og greinar fluttar af almennum bæjarfulltrúum meirihlutans um bæjarmálefnin. Ódyrt í framleiðslu en margir vildu sjá.
Já það erfitt að átta sig á málflutningi þeirra sjálfstæðismann hvað varðar fjármálastefnuna það sem er ábyrgðarleysi í ríkisfjármálunum virðist vera í fínu lagi á sveitarstjórnarstiginu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þeir sem gerðu Ísland gjaldþrota hafa dæmt sig úr leik í umræðu um fjármál þjóðarinnar.
Sigurður Þórðarson, 17.12.2008 kl. 09:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.