Sólin blindar.

 

 

 

Hlutirnir heita sitthvað hugsaði ég í morgun þegar ég las þessa frétt á vef Víkurfrétta.Nú hefur verið ákveðið að endurskoða álagningarhlutfall útsvars bæjarins sökum þess að annars gæti tapast framlög úr Jöfnunarsjóð.

Það er ekki það að bærinn sé í einhverjum sérstökum vandræðum að áliti meirihlutans, þótt ljóst sé að nú þurfi að hækka ýmis gjöld  á bæjarbúa eins og  fram kom á síðasta bæjarstjórnarfundi, þegar ljóst varð að veislunni er lokið og lítið annað fyrir bæinn að gera enn að reyna halda í við þær húsaleiguskuldbindingr sem meirihlutinn hefur komið sér í. Annars virðist bara allt í fína lagi, nema ef vera skyldi að framlög úr Jöfnunarsjóði gætu skerst verði útsvarsprósentan ekki hækkuð.

Einhvern veginn finnst mér þó miðað við þær upplýsingar sem komnar eru fram, að þessi  grein sem í gær birtist eftir Eysteinn Jónsson bæjarfulltrúa A-listans sé talsvert raunveruleikatengdari og í anda þeirrar stöðu sem sem nú er uppi. Bærinn er kominn í vandræði og fyrirséð að næsta ár verður erfitt verði ekkert að gert að þá verður erfitt að halda uppi þeirri lágmarks þjónustu sem bænum er ætlað. Það þarf að hækka útsvarið.

Það er ekki að ástæðulausu að ríkistjórnin tekur ákvörðun um að leggja til að sveitarfélögum verði heimilað að hækka útsvarsprósentuna. Það er gert að ósk sveitarfélaganna sjálfra sem sjá fram á að geta ekki haldið uppi sinni lögbundnu þjónustu sem þeim er ætlað að veita. Og því miður er Reykjanesbær eitt þeirra sveitarfélaga sem þannig er ástatt um og það nægir ekki að fá það framlag sem nú kemur úr Jöfnunarsjóðnum heldur þurfum við því miður þrátt fyrir bullandi góðæri undanfarið og sölu eigna bæjarins undanfarin ár  að hækka útsvarið. Það þýðir lítið að bera því við að hækkun útsvarsins sé vegna þess að annars skerðist tekjumöguleikar Reykjanesbæjar úr jöfnunarsjóðnum.

Því fyrr sem þeir meirihlutamenn taka niður sólgleraugun í augnablik þó sólin sé lágt á lofti nú í svartasta skammdeginu og átti sig raunveruleikanum, að ég tali nu ekki um að þora að tala um hann því betra fyrir þá, og enn betra fyrir bæjarbúa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

   Þannig er málið , að ef sveitarfélag nýtir ekki þá hæstu álagningarheimild sem ákveði hefur verið , þá lítur Jöfnunarsjóður svo á , að sveitarfélagið hafi nægt fjármagn og þarf þar af leiðandi ekki fé frá Jöfnunarsjóði. Einfalt.

V.J. (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 15:13

2 Smámynd: Hannes Friðriksson

Þetta er einfalt en hingað til hefur álagningarheimild Reykjanesbæjar ekki verið full nýtt, og allt útlit  að skerðingarákvæðinu verði ekki beitt þótt menn fullnýti ekki heimildina í ljósi stöðunnar. Burtséð frá því þá finnst mér bara heiðarlegra að gefa út að nauðsynlegt sé að hækka útsvarið vegna þess að tekjur þær sem nú koma inn nægja ekki í stað þess að koma með einhverjar svona ástæður fyrir hækkuninnni.

Hannes Friðriksson , 18.12.2008 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband