Og nú vellur gröfturinn.

 

Eiríkur Tómasson stakk á kýli nú vikunni, kýli sem sem gröfturinn var byrjaður að leka úr en þurfti að opna betur svo það næði að hreinsast. Það er eiginleiki svona kýla að á meðan þau myndast er hægt að sjá þau. Og margir höfðu séð það myndast, spurt spurninga og jafnvel aðvarað þá er verkfærin höfðu. En á var ekki hlustað.

En þeir sem stinga áttu á kílinu, og hleypa greftrinum út völdu frekar að láta svo sem um ekkert kíli væri að ræða og réðust frekar gegn þeim er bentu á kílið. Þeir hefðu ekki fyrir það fyrsta ekki kunnáttu eða eða leyfi til að ræða það. Og væri fagþekkingin til staðar þyrftu viðkomandi í það minnsta kosti á endurmenntun að halda.

Maður veltir nú fyrir sér því siðferði eiganda bankanna og bankastjóranna sem stjórnuðu og hvöttu eigendur fyrirtækjanna til að taka sér stöðu með krónunni , en völdu svo sjálfir að taka stöðu gegn henni í ljosi vonarinnar um skjótfenginn gróða ýmist sjálfum sér eða bönkunum til handa. Þetta eru þeir menn sem reglulega komu í sjónvarp og útvarp þegar komið var að ársfjórðungsuppjörum bankanna og sögðust standa með sínum viðskiptavinum. Það væri hagur þeirra. Nú er komið í ljós hvar þeirra hagsmunir lágu.

Flestir hefðu haldið að viðkomandi létu nú að þeirri ósvifni sem þeir hafa sýnt í viðskiptum sínum, en það virðist þurfa meira til. Nú vilja menn ekki fá munin greiddan út á því gengi sem hér ríkir og sett er til að verja land og þjóð að svo miklu leyti sem það er hægt heldur vilja þeir fá yfirverð á gengið.

Margir hafa velt fyrir sér hversvegna eigur og eignahlutir þessara manna eru ekki fryst á meðan farið er yfir ástæður fallsins, og gefinn hefur verið sú skýring að það stangist á eignaréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Hvað með þær þúsundir heimila sem á sama tíma þurfa að horfa upp á sparifé sitt í húseignum étið upp í krafti verðtryggingar lána?  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann S Kristbergsson

Heyr heyr góðir punktar.

Jóhann S Kristbergsson, 11.1.2009 kl. 13:53

2 Smámynd: Diesel

Góðir punktar. En það var samt enginn tilneyddur að taka stöðu með eða gegn krónunni. Það var græðgin sem hafði tökin.

Verkalýðsfélögin og útgerðirnar eru ekki fórnarlömb misyndis bankamanna, heldur fórnarlömb eiginn græðgi.

Diesel, 11.1.2009 kl. 14:40

3 identicon

Orð í tímatöluð. haltu áfram í sama dúr.

Konráð Andrésson (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 21:42

4 identicon

svo heyrir maður af íslendingum sem vinna erlendis á evrum skipti evrum í íslenskar úti og fái 300 kr fyrir evruna komi heim og versli hér fari aftur út versli áður evrur hér á seðlabanka gengi skamtin sinn sem er 500000þ borgar flugið heim og gott betur  spillingin lifir enn .

bpm (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband