Afsakið ráðherra

 

Afsakið ráðherra.

 

Eitt þeirra gilda sem mér voru kennd í æsku, var að gerði maður á annars hlut ætti maður að biðjast afsökunar. Þau gildi hef ég reynt að halda í þó auðvitað hafi mér orðið þar á inn á milli eins og öðrum.  Í gær skrifaði ég hér á síðuna skoðun mína á þeirri skoðana og þöggunarstefnu sem nú virðist grassera í íslenskri pólitík, og fór yfir hvernig hún hafði áður birst mér Sjálfstæðisflokknum. En í einfeldni minni hafði ég ekki ástæðu til að svipuð vinnubrögð væru viðhöfð í öðrum flokkum .

Í bloggi mínu í gær leyfði ég mér hlut sem maður á auðvitað ekki að leyfa sér, að dæma menn áður en sekt er sönnuð. Á því biðst ég afsökunar. Sá seki er fundinn og gaf sig sjálfur fram. Það var minn eigin flokksformaður, sem skv yfirlýsingu frá í gær benti vinkonu sinni á sem vinarbragð að gæta sín á hvað hún myndi segja á borgarafundi kvöldið áður.

Nú er það svo að í mínum huga hafa stjórnmál hingað til ekki snúist um hvað má segja, eða hver leyfir hverjum að segja hvað. Heldur átt að snúast um hugsjónir og framtíðarstefnur þar sem hverjum og einum er frjálst að segja sínar skoðanir án þess að það hafi komi á nokkurn hátt starfsheiðri eða framtíðarmöguleikum við. Það kallast mannréttindi.

Menn hafi rétt til að setja sín mál fram og berjast fyrir þeim af öllum þeim eldmóði sem þeim er gefin, og allir hafi að minnsta kosti það siðferðilega þreka að  virða þær skoðanir sem viðkomandi hafi, og reyni ekki að hafa þar áhrif  á nema með þá rökum. Að menn virði þau grundvallar mannréttindi hver maður setji sitt mál út fra eigin sannfæringu og af heiðarleika.

Nú er ég svo heppinn að eiga fullt af ágætisvinum, og allir eiga þeir það sameiginlegt að virða þær skoðanir sem ég hef, og reyna ekki þrátt fyrir vinskapinn að segja mér hvað ég á að segja eða á hverju ég skuli gæta mín, nema ég biðji þá um ráðleggingar þar að varðandi. Þeir vita sem er að ég er hugsandi manneskja með rétt til eigin ákvarðana og skoðana, þó þeim líki það ekki alltaf sem ég segi eða geri. Þeir taka mér eins og ég er. Og þeir ætlast til þess sama af mér. Það kalla ég heilbrigðan vinskap. Og þannig held ég að flestir líti á það.

Auðvitað get ég ekki afsakað á nokkurn hátt nema eigin heimsku að taka ekki  þau ummæli sem viðhöfð voru á borgarafundinum í Háskólabíó sem hreinar dylgjur og rógburð af verstu sort. Því þannig voru þau sett fram þegar sannleikurinn er kominn í ljós. Ég biðst því afsökunar á því við yður háttvirtur ráðherra að hafa dregið þig inn í umfjöllum mína um þöggun og spillingu í íslenskum stjórnmálum.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Það er gott að kunna að biðjast fyrirgefningar. Það er eitthvað sem margir eiga eftir að læra, sérstaklega í röðum ráðamanna.

Úrsúla Jünemann, 14.1.2009 kl. 12:44

2 identicon

Þér er fyrirgefið þetta félagi.

En mundu að dæma ekki allan hópinn af gjörðun einstakra manna/kvenna og að í öllum flokkum er til fólk sem er gott og slæmt !!

einar (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 13:09

3 identicon

Ertu að segja að þetta líti bara allt öðruvísi út af því að þetta var Ingibjörg en ekki ráherra úr sjálfstæðisflokknum?

Menn verða nú að vera trúir sjálfum sér og halda sig við skoðun sína en ekki breyta um skoðun eftir því hvaða persóna á í hlut. Þetta var nefnilega ósmekklega sett fram hjá henni í háskólabíói alveg sama hvaða ráðherra átti í hlut. Þetta er ekki vinskapur sem maður vill viðhafa, allavegana ekki ég.

Félagi!!! (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 13:51

4 Smámynd: Jóhann S Kristbergsson

Sæll.

Það er altaf gott að kunna sín takmörk og það þyrftu fleirri að skoða í sínum ranna.  Ekki veit ég hvað þessarri konu gekk til að setja þetta svona fram eins og hún gerði á fundinum sérstaklega ef þær stöllur eru vinkonum og aðvörunin er vinarþel, en það á að leyfa fólki að tjá sig án þess að það eigi á hættu að missa eitthvað hvort það sé starf eða önnur sjálfsögð mannréttindi.

Jóhann S Kristbergsson, 14.1.2009 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.