Ef það er tjald þá verður að borga.

 

Nú þegar rætt er um hvernig framkvæmdavaldið hefur dregið til sín völdin og  ákvarðanaréttinn datt mér enn einu sini í hug sagan fjallamanninum vini mínum sem gerðist skálavorður í Þórsmörk eitt sumarið. Þetta er góður maður, en sást ekki alltaf fyrir þegar hann ákvað að gera góðverk, og seint verður sagt að hann sé góður tungumálamaður.

Þetta sumar átti ég þess oft kost að fá að heimsækja hann þarna inn eftir og þar sem ég átti ekki góðan fjallabíl sótti hann mig oftast út að Stóru Mörk, og fannst það nú lítill greiði að gera vini sínum. Hann hafði unun af að gera fólki sem varð á vegi hans ýmsa svona smágreiða og aldrei vildi hann þiggja neitt fyrir.

Í einni slikri ferðinni á leið inn í Þórsmörk sér hann hvar Land Rover jeppi  er stopp við eina ána og telur það nú skyldu sína að stoppa og kanna hvort eitthvað sé að. Vindur sér út úr jeppanum og sér þá strax  að þar eru útlendingar á ferð. Ekki feiminn minn maður og byrjar að blaðra á sinni fjallamannaensku eitthvað bull um dásemd náttúrunar á svæðinu, og kemst að því nánast án þess að viðmælendurnir hefðu nokkru svarað að þeir þyrðu ekki að keyra yfir ána.

Kallar til mín að ég skuli keyra hans bíl og hanna  muni keyra viðkomandi inn í Bása og finna þeim þar tjaldstæði. Allt gekk þetta nú eftir en etthvað fannst mér nú samt svipurinn á útlendingunum skrýtinn en ákvað þó að segja ekkert. Þegar inn eftir var komið var skálavörðurinn vinur minn í svo miklum ham góðmennsku að þegar  hann sá að þeir ættu líka í erfiðleikum með að tjalda tjaldaði hann fyrir þá, og kvaddi svo með sínu goodbæi sem hann hafði lært í barnaskóla,

Daginn eftir sendi hann svo mig til að rukka inn tjaldgjöldin þar sem mikið var að gera hjá honum þann dag. Það gekk ágætlega þar til kom að frökkunum vinum hans. Og þá loks kom hið sanna í ljós. Þeir höfðu hreint ekki verið á leið inn í Þórsmörk heldur einungis keyrt þarna að ánni til að taka myndir. Áttu reyndar pantað herbergi í Reykjavík þá um nóttina. En vinur minn hafði ekki skilið þann hluta umræðunnar. Hann heyrði bara það sem hann vildi heyra.

Hann hafði nánast rænt bæði fólki og bíl og vildi nú fá greitt fyrir tjaldvæðið líka. Það fannst þeim yfirdrifið og það fannst mér líka.

Ég fór nú upp í skála og hafði ákveðið að vera ekki að segja honum þetta vegna þess að ég vissi að hann myndi taka þetta nærri sér. En svo var þó heldur betur ekki  þegar hann hafði talið hvað komið hafði inn fyrir tjaldsvæðin segir hann að sér sýnist sem gleymst hefði að rukka eitt tjald. Svo ég neyddist til að segja honum að ég hefði ekki rukkað vini hans frakkana vegna þes að þau hefðu alls ekkert ætlað að tjalda þarna og útskýri málið. Þá kom vinur minn mér í  fyrsta sinn á óvart. :Þá verður þú að borga fyrir þá því ef það er tjald þá verður að borga.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.