Sólin skín skært, en hún brennur.

 

Þeir okkar sem þunnhærðir erum vitum að þegar sólin skín er hætta á að sólbrenna á skallanum.  Við sem erum  þessu marki brenndir  vitum að þegar manni byrjar að hitna á enninu er tími til kominn að bregða sér í skuggann, og leyfa þeim er telja að liturinn skipti öllu máli að njóta sín.

Helgi Pétursson  skrifar í dag grein á vef  Samfylkingarinnar sem mörgum okkar sem  þar eru innan dyra þykja orð í tíma töluð og í takt þeirrar umræðu sem nú á sér stað í samfélaginu. Á þær raddir ber að hlusta.

Mér finnst tillögur Helga um neyðarstjórn  skynsamlegar í ljósi þeirra aðstæðna sem nú eru uppi  og ljóst er að þau verkefni sem framundan eru snúast lítið um pólitík eða stefnumörkun til framtíðar, heldur er hér fyrst og fremst um kreppustjórn að ræða sem fjallar um viðbrögð við vandamálum líðandi stundar. Vandamál sem miklu frekar kalla á aðkomu sérfræðinga heldur en stjórnmálamanna með mislagðar hendur.

Þegar til þess stjórnarsamstarfs var stofnað sem nú er,  var glampandi sólskin  og framtíðarhorfur bjartar að flestum fannst, og því í raun eðlilegt að þeir tveir flokkar sem ríkistjórnina sitja skuli hafa valið að vinna saman. Samfylkingarmönnum hugnaðaðist vel að koma inn í samstarfið og koma þar að áherslum sínum um jafnaðarsamfélagið og þeirra gilda sem það stendur fyrir. Þeir vissu sem var að sú hlið hafði verið vanrækt um langt árabil. Já sólin skein skært , en sú sól hvarf fljótt á bak við ský sem veðurfræðingar litla leynifélagsins í  Svörtuloftum  sögðu að væri þarna  sökum villu í tölvukerfi veðurfræðingsins. Og sendir voru menn til að útlanda að skamma hugbúnaðarsérfræðinginn. Við höfum séð hvert það hefur leitt okkur.

Sú staða sem upp kom hefur heldur betur kennt okkur ýmislegt, þar á meðal að nú reynist nauðsynlegt að íhuga hvort það lýðræði sem við töldum okkur hafa búið við hafi án þess að við tækjum eftir snúist upp í andhverfu sína og sé orðið flokksræði sem stýrist meira af hagsmunum svonefndra flokkseigenda en fólksins sem flokkana kýs.  Og stór hluti þeirra er með völdin fara hugsi meira um hvernig þeir komi út úr þeim ákvörðunum sem skal taka, frekar en að almennir hagsmunir ráði þar ferð. Sé svo er endurskoðunar þörf.

Þrátt fyrir að stoltið hafi fleytt okkur langt og við höfum talið okkur vera "stóórustu þjóð" í heimi verður því miður ekki litið fram hjá þeim staðreyndum sem fyrir liggja. Því tel ég og tek undir með Helga Pétussyni að við eigum að leita aðstoðar hvað úrvinnslu kreppunnar varðar og beita kröftum stjórnmálanna að því að marka þær sýnir sem fleytt geta okkur áfram.

Skipa neyðarstjórn skipaða færustu sérfræðingum, sem sér um úrvinnslu þeirra vandamála sem við blasa. Slíðra sverðin tímabundið og leyfa stjórnmálaflokkunum og fólkinu í landinu að íhuga stöðuna í ljósi breyttra aðstæðna, hvað hefur breyst og hvert skuli stefna. Ákveða hvernig Ísland við viljum, og kjósa sem allra fyrst.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Ég get ekki meira en að vera sammála þér.

Úrsúla Jünemann, 17.1.2009 kl. 18:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband