Lokað vegna viðhalds !!!!!!!

 

Já. Þær ríða ekki við einteyming skýringarnar sem þjóðinni eru gefnar þessa dagana , nú eða mánuðina ef því er að skipta. Fyrir rúmlega hundrað dögum síðan útskýrði forsætisráðherra skyndilegan yfirvinnuáhuga sinn um helgi með því að hann væri að setja sig inn í ýmis mál sem hann hefði ekki yfirsýn yfir sökum stuttrar veru í útlöndum. Bankarnir og allt fjármálakerfi landsins féll í kjölfarið.

Sturla Böðvarsson forseti Alþingis gerir mann þó hálf kjaftstopp þegar nú í hádeginu hann hóstar upp ástæðunni fyrir að fresta þurfi þingfundi í dag. Það sé gert vegna viðhalds utanhúss, auk þess sem þingmönnum hafi ekki gefist tóm til að búa sig undir fundalþingis í dag sökum mótmæla í gær.

Getur að virkilega verið að alþingismenn okkar séu svo aumir að þótt verið sé að vinna úti fyrir geti þeir ekki unnið sína vinnu innandyra. Jafnvel smá ónæði hljótist af. Nei því trúi ég nú ekki að þeir séu að óska eftir að pakkað inn í bómull á þennan hátt.

Getur það verið að alþingismenn okkar séu svo illa undirbúnir undir þau þingmál sem taka átti fyrir í dag að nauðsynlegt hafi verið að fresta fundi þessvegna. Því á ég bágt með að trúa miðað við að þeir hafa haft frí frá þingstörfum í tæpan mánuð..

Vinur minn einn hafði skýringuna á reiððum höndum nú í hádeginu, og sagði þetta vera leið þingsins til að senda skilaboð til mótmælendanna utandyra að á þá hefði verið hlustað, og þeir gætu hætt mótmælunum. Svo heimska tel ég nú ekki alþingismenn okkar heldur ekki vera, og þar sem ég er maður samsæriskenninganna leyfi ég mér nánast að fullyrða að hér liggur eitthvað meira að baki.

Ég leyfi mér nánast að fullyrða að þau mótmæli sem undafarnar vikur hafa hljómað í þjóðfélaginu hafi nú loks náð eyrum þeirra sem á áttu að hlusta. Að almenn samstaða sé að nást meðal þingmanna að svona geti þetta ekki gengið lengur og boða þurfi til kosninga og fá nýtt umboð þjóðarinnar. Ég held að á meðan forseti þingsins hugsar um viðhald hinna veraldlegu hluta , sé stór hluti þingmanna kominn á þá skoðun að vert sé að huga að viðhaldi lýðræðisins hér í landinu.Að þeir séu komnir á þá skoðun að hlýða beri á þá er kusu þá. Að þeir sú sammála um að nú sé fullreynt og horfa fram á veg í stað þess að verja eitthvað sem óverjandi er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.