Miðvikudagur, 21. janúar 2009
Menn vita hvar bálið brennur.
Þrátt fyrir það sem kalla mætti megna andstöðu mína við sjónarmið forætisráðherrans og flokks hans, finn ég þó einhverra hluta til samúðar með þeim manni, Þá stöðu sem forsætisráðherran var settur í dag á enginn maður að þurfa að lenda í, jafnvel þó honum hafi orðið á í messunni. Að sitja lokaður og umkringdur ínn í bíl svipað og íbúar á Gasasvæðinu og geta enga björg sér veitt. Það er sama hversu reiður maður verður einhverjum, þá er þó mikilvægt að maður virði rétt viðkomandi sem manneskju.
Þau mótmæli sem fram hafa farið að undanförnu, hafa að mestu verið innan ramma þess velsæmis sem við sem siðuð þjóð höfum sett okkur, og að því er virðist vera að bera þann árangur sem eftir var sóst. Ráðamaenn virðast að einhverju marki vera byrjaðir að hlusta, og sumir jafnvel að hugsa líka. Það tel ég vita á gott. Nú þurfa þeir slaka til að ráða sínum ráðum og finna leið sem allir geta verið sammála um að leiði okkur að minnsta kosti áleiðis að lausn vandans.
Þær skoðanir Geirs H. Haarde að óhugsandi sé að ganga til kosninga nú í vor eða sumar, í ljósi þess að landið verði stjórnlaust á meðan finnst mér vera í ósanngjörn gagnvart þeim öðrum er á Alþingi sitja, og raunar meginnþorra fólks í landinu. Fólk virðist almennt gera sér ljósa grein fyrir stöðunni og þeirri ábyrgð sem því fylgir að ganga til kosninga svo fljótt sem auðið er.
Menn vita hvar bálið brennur. Og hve mikilvægt það er að fá hjól atvinnulífsins til að snúast á nýjan leik. En málið er hvort sem Geir Hilmari Haarde líkar það betur eða verr þá eru það fáir ef nokkrir sem treysta honum til að fá þau snúast á nýjan leik.
Auðvitað væri það óskastaða að menn létu nú af þrjósku sinni og sameinuðst um það sem máli skiptir. Að setjast allir að borðinu, með það yfirlýsta markmið að hér fari fram kosningar á vormánuðum og öllum flokkum bæði gömlum og nýjum gefin tími og tækifæri til mynda og móta sér skoðanir sínar upp á nýtt í ljósi þeirra breytinga sem orðið hafa , því sama hvar menn standa í flokki er þörf á því. Sameinast um samstjórn allra flokka og aðilum vinnumarkaðarins til að vinna á þeim praktísku hlutum sem fyrir liggja fram að kosningum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:00 | Facebook
Athugasemdir
Alveg get ég haft samúð með Geir þegar eggjum var kastað í ráðherrabílinn hans. Það hefur eflaust verið ferlega leiðinlegt fyrir hann.
Hef þó heldur meiri samúð með fólkinu sem er að missa heimilin sín og störfin.
Hildur Helga Sigurðardóttir, 22.1.2009 kl. 05:52
Já það er ekki nema von að þú finnir til með honum, hann er að reyna að stjórna ríkisstjórn sem samanstendur af hans flokki og samfylkingunni sem er höfuðlaus her sem talar út og suður. Varaformaðurinn er ekki í neinu samræmi við forustu flokksins á þingi og er með orðum sínum að gagnrína sinn flokk á fullu. Ef honum finnst hlutirnir ekki ganga vel þá ætti hann og aðrir í "forustu" flokksins að beyta sér fyrir að betur sé gert, það ætti að vera hæg heimatökin "þið" eruð jú líka í stjórn (síðast þegar ég vissi). Mér finnst hann (og fleiri) minna mig hellst á vindhana sem hugsar bara um að veiða atkvæði eftir því sem "þjóðin" kvartar. Já menn geta ekki verið í stjórn og tekið ákvarðanir sem þjóðinni líkar, það þarf stundum að taka óvinsælar ákvarðanir.
Ég ætla nú samt að segja það að ég er ekki nógu ánægður með minn flokk, hann á að gera betur og það er hægt. Ríkisstjórnin þarf upplýsingarfulltrúa og fleiri en einn!!
Að lokum: Kjósum í lok árs eða eftir nákvæmlega eitt ár, jan 2010.
einar (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 09:31
Ég hafði ekki minnsta sammúð með Geir. Það er gott að vekja hann.
Úrsúla Jünemann, 22.1.2009 kl. 12:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.