Sunnudagur, 25. janúar 2009
Nú er það þeirra að sýna ábyrgð.
Björgvin G.Sigurðsson var hetja dagsins. Hann hjó á hnút sem sem stöðugt strekkstist, og hefði í öllum sæmilega siðuðum þjóðfélögum löngu verið leystur. Hann hafði svo sem mörgum sinnum áður bent á að þessi hnútur væri stöðugt að strekkjast að hálsi þeirra er með völdin færu, og á sinn hátt voru ábyrgir fyrir stöðu mála. En talað fyrir daufum eyrum.
Talsmenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa talað mikið undanfarið, haft hátt og sagst vera tilbúnir til að taka ábyrgð. Það fer fer lítið fyrir því tali nú þegar að þeim er komið að taka þátt. Svo virðist vera að þeir einir manna hafi slegið falskan tón á trumburnar á Austurvelli.
Steingrímur J. Sigfússon hefur talað mikið um samstjórn Vinstri Grænna og Samfylkingar og talið það vera sú leið sem farin skyldi fram að kosningum. Nú að nokkrum dögum liðnum frá stóryrtum yfirlýsingum hans er nú allt orðið lítið og allt of seint. Nú hallast hann helst að þjóðstjórn.
Framsóknarmenn hafa þrátt fyrir nýja forystu ekkert breyst. Er enn flokkur vinsældarlistans og neita nú þegar komið er að því að taka ábyrgð enn á ný. Þurfa að sækja umboð sitt á ný áður en þeir geta tekið ábyrgð. "Hverskonar helvítis lydduskapur þetta" segir maður þegar að því er komið að þeir sem töldu sig eftir síðustu kosningar töldu sig í stöðu til að viðhalda því stjórnarmynstri sem orsakaði fallið.
Hvað frjálslynda varðar er erfitt að átta sig. Þeir eins og svo oft áður hafa ekki hugmynd um í hvorn fótinn þeir eiga að stíga nú þegar komið er að því að þeir taki ábyrgð sem þeir hafa kallað eftir.
Um þátt Sjálfstæðisflokksins verður lítið sagt, enda efst í huga þeirra að vernda fyrrverandi formann sinn frá því á enda hans ferils að vera rekinn fyrir þá einkavæðingar og frjálshyggustefnu sem hér hefur keyrt heilt þjóðfélag lóðbeint á hausinn á sautján árum í þéttu samstarfi við þann Framsóknarflokk, sem nú þykist saklaus af fortíðinni með kosningu einkaerfingja Kögunarauðævanna sem formanns.
Nei Björgvin G, Sigurðsson var ekki að höggva á þann hnút sem var að því komin að kyrkja íslenskt samfélag til að leyfa mönnum að leika áfram hráskinnsleik stjórnmálanna hvað varðar pólitíska vinsældarkosningu. Hann var að kalla eftir ábyrgð þeirra er hæst létu og að sögðust vilja taka þátt í því að leiða þjóðina út úr þeim vanda er við blasti.
Nú er það þeirra í samvinnu við forystu Samfylkingarinnar að finna leið til að stjórna landinu í tólf vikur fram að kosningum án þess að á verri veg fari. Nú er það á ábyrgð þeirra er hæst hafa öskrað að sýna þann dug sem þjóðin vænti af þeim. Nú er það þeirra að sýna ábyrgð.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll félagi Hannes
Ég finn oft þörf fyrir að tjá mig um málefni líðandi stundar en tekst oftast að bíða þangað til tilfinningin dofnar og verður að "tökum tillit til allra sjónarhorna" umræðu yfir kaffibolla. Nú læt ég mig hafa það að koma mínum tilfinningum yfir á þig.
Ég tel að raunverulegar hetjur breytinga á stjórnarháttum (og ríkisstjórn) séu þeir mótmælendur sem á ögurstundu skipuðu sér á milli lögreglumanna og þeirra mótmælenda sem gripið höfðu til ofbeldis. Á þeirri stundu breyttust "stigmagnandi ofbeldisfull mótmæli múgsins" í heiðursvörð um æru Íslands og ráðamönnum varð ljóst að þeir gátu ekki lengur bent á mótmælendur og sagt að þau væru lýður, óraunhæfir og óalandi byltingarsinnar eða "góðkunningjar lögreglunnar". Þeir sem þarna voru að verki eru hinar raunverulegu hetjur breytinganna.
Jóhannes A. Kristbjörnsson (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 17:39
Blessaður Jói
Þarna er ég þér algerlega sammála, og held að flestir séu sér meðvitaðir um að þær breytingar sem nú hafa orðið hefðu ekki orðið nema fyrir þau mótmæli sem voru á Austurvelli.Þar kom hið sanna friðareðli í ljós eftir að nokkrar bullur höfðu stefnt mótmælunum í voða. þeir sem stigu fram fyrir mótmælendur við Stjórnarráðið eiga allan heiður skilinn fyrir þann heiðursvörð um lýðræðið sem þeir stóðu þar.
Hannes Friðriksson , 26.1.2009 kl. 21:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.