Það væri freistandi!!

 

Það væri freistandi að eyða þessu bloggi í að halda áfram að ræða viðbrögð Sjálfstæðismanna við endalokum ríkistjórnarinnar í gær, en ég held að það þjóni ekki tilgangi. Þeir hafa ákveðið að ekkert af því sem hér hefur yfir landið dunið sé þeim að kenna, að þeir einir flokka séu hvítþvegnir. Þannig var  samþykkt að bregðast við slíkri stöðu  á landsfundi hver svo sem raunveruleikinn yrði þegar slík staða sem nú er kæmi upp.

En það það væri gaman að eyða þessu bloggi í að velta því nú fyrir sér sárindalaust hversvegna þeir sjálfstæðismenn völdu að fresta landsfundinum. Hvað mörg þau mál voru sem gerðu það að verkum að ekki var hægt að halda þann fund á fyrirfram ákveðnum tíma?

Ljóst var og er að myndast höfðu fylkingar manna sem ekki voru ánægðir með störf þeirrar forystu sem nú er, og höfðu á Facbook síðum og í flokksfélögum sameinast um að forystunni yrði komið frá. Þetta mátti meðal annars sjá á vef Vikurfrétta í Reykjanesbæ í síðustu viku þar sem kynnt var undir að ný forysta yrði valin á næsta landsfundi, og að sögn eins byltingarsinnanas höfðu  átta af þrettán formönnum félaga í höfuðborginni samþykkt að taka þátt í þeirri aðför að formanninum. Gæti þetta verið ein ástæða þess að landsfundi var frestað?

Getur það verið að mönnum hafi verið orðið það ljóst að til klofnings flokksins gæti komið ef tekinn yrði umræða um Evrópumálin, sem þó var forsenda þess að landsfundinum hafði áður  verið flýtt.

Getur það verið að stóra ástæðan fyrir frestun landsfundar hafi verið að flokkurinn var ekki tilbúinn til að koma saman og horfast í augu við hvað raunveruleikann sem einkavina og einkavæðingarstefna flokksins hafði leitt yfir þjóðina. Að forystan hafi ekki verið tilbúinn til að standa á sviðinu í Laugardalshöll með allt niðrum sig og viðurkenna fyrir flokksmönnum sínum að þeir hefðu gert svo rækilega í buxurnar að ekki væri hægt að þrífa það upp eftir sig?

Getur það verið að flokkurinn hafi ekki getað tekist á við þá staðreynd að sú forysta sem félagarnir töldu sig hafa valið réði engu um stefnu flokksins.Að það væri þrátt fyrir allt ekkert breytt og ennþá réði sú náhirð sem safnast hefur saman í kringum landsföðurinn í Svörtuloftum.

Og svo tala menn um að ósamvinnuþýtt lið úr öðrum flokkum hafi stuðlað að falli ríkistjórnar Geirs Hilmars Haarde.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

´Tekur ekki að velta sér lengur upp úr sjálfstæðisflokknum hann er búin að ganga sér til húðar og ekki trúverðulegur lengur enda orðin eitt stórt ættarveldi og vina enn var bara ekki svo stór hópur að að hægt var að sópa útaf borðinu ,núna virkar netbloggið hjá mér eins og smurð vél var búið að vera leiðinlegt í mánuð lagaðist við fall ríkistjórnarinnar var tilviljun eða var verið að trufla mig ?

bpm (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband