Hver pissar hæst upp á vegginn?

 

Nú eru þingmenn að komast í góðan ham, og hin nýji stjórnarandstöðuflokkur þeirra sjálfstæðismanna reynir að fóta sig í nýju hlutverki eftir maður veit ekki hvað mörg ár.

Einhvern veginn finnst manni eins og þeir séu nú komnir í einhverja pissukeppni eins og strákar í kringum fimm ára aldurinn stunda af miklu kappi, þar sem sá sigrar er pissar hæst upp á vegginn.

Ljóst er að mörg þau frumvörp þau sem þeir leggja nú fram eru í öllum meginatriðum þau sömu eða svipuð þeim er hin nýja ríkistjórn hyggst leggja fram, sem þó munu ganga örlítið lengra hvað varðar hagsmuni fjölskyldna í landinu ef marka má orð forsætisráðherrans nú í kvöld í Kastljósi.

Sú staða sem nú er kominn upp í þinginu kallar ekki á pissukeppni af þessari sort sem sjálftæðismenn eru nú að leggja upp með, að þeir komi í hvert skipti með samhljóða eða svipað frumvarp og ríkisstjórnin.Vitað er að mörg þeirra frumvarpa sem nú koma til með að líta dagsins ljós byggja á vinnu fyrri ríkistjórnar, en ef til vill útfærð eilítið í ljósi áherslubreytinga. Nú er ekki tími til að finna upp hjólið.  Til slíkra æfinga sem nú virðast vera í uppsiglingu  er því miður ekki tími núna.

Vilji þeir Sjálfstæðismenn láta taka sig alvarlega væri þeim nær að taka umræðu um þau lagafrumvörp sem nauðsynlegt er að nái fram að ganga, í stað þess að beita málfundaræfingum Heimdallar inni á þingi. Að átta sig á að slikar æfingar kosta bæði tíma og peninga, sem af hvorugu er nóg til núna eins og þeir sjálfstæðismenn ættu allra manna best að vita. Nú þurfa þeir að halla sér aftur í stólnum og vera pollrólegir, en umfram allt málefnalegir. Það virðast þeir ekki geta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ár & síð

Og stundum pissa menn svo hátt að þeir fá það í hausinn sjálfir.
Matthías

Ár & síð, 2.2.2009 kl. 22:59

2 identicon

Það er skammgóður vermir að missa piss í skóna segir máltækið og á það vel við hér. Samfylkingin reyndi að slá ryki í augu landsmanna þegar þeir sögðu að sjálfstæðisflokkurinn væri að tefja málin.

Það sjá allir að frumvörpin sem Sjálfstæðisflokkurinn lagði fyrir þingið í gær voru löngu tilbúinn og sönnun þess að Samfylkingin var að tefja, því veikindi Ingibjargar komu í veg fyrir að einhverjar ákvarðanir væru teknar hjá þingflokki Samfylkingar.

Simmi.

Sigmar (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 02:45

3 Smámynd: Hannes Friðriksson

Blessaðir

Það vita allir sem vita vildu að þessi frumvörp voru í vinnslu, en einhvern veginn finnst mér að ónauðsynlegt að leggja nánast tvö samhljóða frumvörp fyrir þingið bara til að staðfesta að Björn Bjarnasson hafi unnið það sem honum bar. Hafi verkið verið svo langt komið sem sjálfstæðismenn segja, var það verkstjórans að keyra það í gegn. En það gerði hann bara ekki, frekar en með svo mörg önnur mál. Og þessvegna naut fyrrverandi stjórn ekki lengur trausts.

Ég skil ekki hvað menn ætla sér með þetta frumvarp. Eiga stjórnarflokkarnir að samþykkja það, þó ljóst sé að það gangi ekki nógu langt efnislega eftir því sem Forsætisráðherrann sagði. Eða eru sjálfstæðismenn bara að eyða tímanum til að fá það skjalfest sem allir vissu og viðurkenna að þetta var í vinnslu. Hafa menn ekki eitthvað skynsamlegra við timann að gera?

Hannes Friðriksson , 3.2.2009 kl. 09:03

4 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Kom það ekki úr röðum sjálfstæðismanna eftir bankahrun að "nú þarf að snúa bökunum saman"? Þeir muna vonandi eftir þessu og tefja ekki ákallandi aðgerðir vegna þess að menn eru tapsárir.

Úrsúla Jünemann, 3.2.2009 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband