Fimmtudagur, 5. febrúar 2009
Hlýir vindsveipir
Mitt í kuldakasti Þorrans finnur maður fyrir hlýjum vindsveip annað slagið. Undanfarna daga eftir stjórnarkiptin hafa þessir vindsveipir komið úr mörgum áttum án þess þó að feykja manni um koll. Þeir hafa yljað manni stutta stund í einu og verið eins og fyrirboði þess er koma skal. Maður fær á tilfinninguna að sumarið muni koma þrátt fyrir allt.
Einn þessara vindsveipa er hinn nýi menntamálaráðherra sem virðist hreint ekki vera haldinn neinni ákvörðunarfælni, og hræðist ekki að ráðast á veggina þar sem þeir eru hæstir eða breiðastir. Hún óttast ekki digurbarkalegt öskur ljónsins. Hún hefur áttað sig á að hún treystir sér ekki til að vinna með stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna, að þeim breytingum sem henni finnst hún þurfa að gera, svo hún ákvað að skipta þar út. Finna einhverja þá sem bæði hefðu skilning á högum námsmanna og skuldum þóðarbúsins. Það virkar skynsamlegt.
Það var hreinlega frískandi að sjá ráðherrann í tíufréttum sjónvarps í gær, og sjá og heyra á hvern hátt hún hafði á skömmum tíma náð að setja sig inn í hin ýmsu mál er tengdust óperuhúsinu tilvonandi, hún gerði sér grein fyrir að þar var ein mannaflsfrekasta framkvæmdin, og að henni þyrfti að ýta úr vör á ný svo fljótt sem auðið yrði. Reiknaði með að þar gæti hún gefið einhver svör upp úr helginni. Fannst eins og fleirum fáránlegt að stöðva þá framkvæmd sem nú er um það bil hálfnuð. Hitt yrði dýrara að fresta henni til lengri tíma.
Eitt er það sameiginlegt með þeim vindsveipum sem nú fara yfir, þeir láta lítið yfir sér og eru ekki að trana sér fram með látum reynandi að feykja einhverju um koll sem þeir ráða ekki við , heldur svífa áfram jafnt og þétt. Þeir munu ekki láta stöðva sig sökum þess að þeir halda að þeir séu sterkari en þeir eru, þeir beita skynseminni við að ná sýnu fram
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég er mjög sammála þér.
Úrsúla Jünemann, 5.2.2009 kl. 12:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.