Mánudagur, 9. febrúar 2009
Að verja völdin
Ljóst er að seðalabankastjóri ætlar ekki að verða við tilmælum yfirmanns síns og segja af sér. Hann ætlar heldur ekki að verða við vilja meirihluta þjóðarinnar, sem vill að hann axli sinn hluta af ábyrgðinni. Hann ber fyrir sig stjórnsýslulög og að hann hafi ekkert brotið af sér sem geri það nauðsynlegt að hann segi af sér.
Hann setur hagsmuni sína og flokks þess er hann tilheyrir ofar þjóðarhagsmunum. Davíð veit það sjálfur eftir síðustu utanferð sína, að hans rödd virkar hjáróma þegar hann þarf að tala við starfsbræður sína erlendis. Þeir hlusta ekki lengur á tvítekningar hans um hluti sem hann virðist vita lítið um. Þeir bera ekki það traust til hans sem nauðsynlegt er til manns í hans stöðu.
Þjóðin ber ekki traust til hans, mannsins sem segist hafa varað við hruninu, en ekkert gert til að koma í veg fyrir það. Manns sem segist vita um orsakir hrunsins og hvernig best sé að leysa málið. Hann sagði okkur og heiminum öllum hvernig best væri að leysa málið í frægum Kastljósþætti, og tvítók þar margt. Ekkert af því sem hann sagði þar hefur reynst rétt. Heldur þveröfugt því miður.Og kreppan hefur dýpkað.
DO þykir að sér vegið þegar Jóhanna Sigurðardóttir beinir þeim tilmælum til hans að hann segi af sér stöðu sinni svo auðveldara verði að endurskipuleggja þá stofnun sem Davíð fer fyrir. Það gerir hún ekki af illmennsku, heldur er hún þar að vinna út frá þjóðarhagsmunum. Að hér og erlendis skapist á ný traust á Seðlabankanum.
Davíð Oddson veit það fullvel að hann situr ekki í þessu embætti sökum snilli sinnar í alþjóðlegum eða innlendum fjármálum. Hann situr þar af pólitískum ástæðum. Hann situr þar sem leiðtogi heimastjórnarmanna.
Davíð Oddson er einn þeirra manna sem í gegnum allt sitt líf hefur komist til valda, þar sem hann hefur þurft að ýta mörgum mætum manni til hliðar til að svala sínum pólitíska metnaði.
Hann fókuserar í svarbréfi sínu til forsætisráðherrans á hver hans markmið í lífinu eru og dregur fram að hann hafi aldrei hlaupið frá hálfunnu verki. Sumir og ég held nánast allir hefðu fyrst dregið fram hvað þjóðinni væri fyrir bestu og hvernig þeir gætu brugðist við til að svo mætti verða. En ekki Davíð Oddson, fyrir honum er þetta fyrst og fremst spurning um pólitísk völd. Völd sem eru varin af félögum hans í Sjálfstæðsiflokknum.
Nú hefur maður það helst á tilfinningunni að Sjálfstæðisflokkurinn og Davíð Oddson hafi aðeins eitt markmið úr því þeir hafa ekki öll völdin lengur, og það er að gera öllum lífið svo leitt sem þeir mögulega geta með þeim völdum sem þeir þó hafa. Fyrir þá skipti það meira máli að viðhalda orðstír manns sem með gjörðum sínum og stefnu kom þjóðarbúinu lóðrétt á hausinn, en að vinna úr þeim málum sem fyrir liggja. Fyrir þá skiptir meira máli að þeir hafi völdin, en hvernig er farið með þau.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:14 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er því miður hárétt hjá þér.
Úrsúla Jünemann, 9.2.2009 kl. 11:22
Heyrðu ég er með nokkrar spurningar.
Er lögfræðingur og forsætisráðherra til 16 ára óhæfur sem seðlabankastjóri?
Hvaða völd hafði Seðlabankastjóri til þess að íhluta um annað en það sem að kemur að rekstri bankans. Seðlabankinn ræður yfir stýrivöxtunum, sem að voru háir allan tímann fyrir kreppuna til þess að koma í veg fyrir þenslu, og hann hefur yfir að ráða bindiskyldu yfir bönkum og eiginfjárhlutfall. (minnir mig að það heitir) Hefur Seðlabankinn einhverjar aðrar leiðir?
Mörgum er tíðrætt um mistökin sem að hafa verið gerð... hvaða mistök?
Allt annað sem að þú fjallar um í greininni eru svo fyrir mér þínar skoðanir en ekki heilagur sannleikur.
Jóhann Pétur Pétursson, 9.2.2009 kl. 12:01
Blessaður Jóhann Pétur
Já það virðist því miður svo vera að maður með alla þessa fortíð sé óhæfur í þessa stöðu. Það sýnir staða bankans í dag.
Nú myndi ég halda afturaf mér og tala ekki bara um hann og hans aðkomu sem Seðlabankastjóra, vegna þess að áður var yfirmaður þessa kerfis. lagði niður til að mynda mörg þau eftirlitskerfi sem tryggja áttu hér stöðugleikann, nægir þar að nefna til að mynda Þjóhagstofnun, sem gott ef ekki var bara gert með einu símtali.
Hvað með til að mynda afnám bindiskyldu bankanna?
Já það er rétt að það eru fabuleringar minar um hvernig menn umgangast valdið. Völdin eru nefnilega veitt mönnum til að halda þeim til eilífðar, heldur eru þau eitt af tækjunum til að skapa hér gott mannlíf. Albert Einstein orðaði það einhvern veginn svona "lokatakmark einstaklingsins ætti ekki að vera að stjórna, heldur þjóna, og það finnst mér hljóma vel.
Megir þú eiga sem allra bestan dag.
Hannes Friðriksson , 9.2.2009 kl. 12:21
Auðvitað á þar sem ég skrifa um völdin að standa.¨"völdin eru nefnilega ekki....
Hannes Friðriksson , 9.2.2009 kl. 12:27
Verkefni þjóðhagsstofnunar voru enn til staðar og unnin af öðrum stofnunum þannig það sá gjörningur hefur nákvæmlega ekkert með fall bankanna að gera.
Það að Davíð sé óhæfur vegna pólitískrar fortíðar hans, finnst mér persónulega vitleysa en fólk verður að hafa sínar skoðanir. Það getur samt varla talist málefnaleg ástæða fyrir því að hann ætti að segja af sér, því að það var nú einu sinni búið að ráða hann. Þú ræður ekki mann en biður hann svo eftirá um að hætta í vinnunni af því að hann er ekki rétti maðurinn af því að hann á einhverja fortíð.
Frá mínum bæjardyrum séð þá fannst mér nú Seðlabankinn gera sitt besta til þess að koma í veg fyrir hrunið, miðað við þau tæki sem að hann hafði til þess. Seðlabankinn keyrði stýrivextina í botn en því miður voru þeir vegna gríðarlegrar þenslu á lánamarkaði, sem og í þjóðfélaginu almennt orðnir frekar gagnslitlir. Mér finnst hæpið að kenna bankastjórunum eða stjórninni einum um það hvernig fór. T.d. sakna ég þess enn að þjóðin viðurkenni sinn þátt. Svo finnst mér líka kaldhæðið og allt að því ósvífið að fyrrverandi ráðherra í þeirri ríkisstjórn sem að sat á tímum bankahrunsins skuli nú krefjast afsagnar annarra. Ekki sagði hún af sér. Ekki hefur hún tapað ráðherrastólum.
En takk sömuleiðis.
Jóhann Pétur Pétursson, 9.2.2009 kl. 14:06
svolítið sérkennilegt að halda því fram að þú sért með umboð til að segja að meirihluti þjóðarinnar vilji Davíð burt .Ég er satt að segja orðin dauðleið á því sjálfskipaða liði sem er alltaf að tala fyrir meirihluta þjóðarinnar, það vill nú þannig til að hver og einn getur bara talað fyrir sjálfan sig.Bæði ég og allir sem ég þekki eru fullfærir um að tala fyrir sig sjálfir,og hafa að því er ég best veit fjölmargar skoðanir bæði á þessu máli og öðrum.
maría haralds (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 14:09
Hannes, var afnám bindiskyldu bankanna fundin upp af Davíð?
Veit ekki betur en að lækkun og síðar afnám bindiskyldu bankanna hafi verið skv. tilskipun ESB til að greiða fyrir frjálsu flæði fjármagns milli landa.
Bankarnir hér grenjuðu út lækkun bindiskyldu til þess að verða samkeppnisfærir við banka í Evrópu. Það mátt m.ö.o. ekki hamla vexti og viðgangi þeirra með því sem þeir kölluðu "óhófleg" bindiskylda.
Það virðist vera að Samfylkingarfólk sé með Davíð á heilanum. Þetta Davíðs-heilkenni gerir það að verkum, að Samfylkingin er óstarfhæf sem trúverðugt stjórnmálaafl.
Hefði ekki verið nær fyrir heilaga Jóhönnu að einbeita sér að slá skjaldborg um heimilin og að koma atvinnulífinu í gang, heldur en að láta það vera sitt fyrsta verk að reka einn mann úr Seðlabankanum, Davíð Oddsson. Hvort er mikilvægara??
Margeir Arnar Þórhallsson (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 17:00
Jóhann Pétur. Það er alveg rétt hjá þér að verkefni þjóðhagsstofnunar voru flutt á aðra staði og þær spár sem síðan hafa komið verið meira í anda þess er menn vildu heyra. Spárnar voru fluttar til efnahagsstofu fjármálaráðuneytis og sumt til Hagstofu. Ég hef ekki sagt að hann væri óhæfur vegna fortíðar sinnar, hann virðist bara ekki valda hlutverkinu hverju sem um er að kenna. Ég held mig við það að það hafi ekki verið sniðugt að fyrst minnka bindiskylduna og síðan að afnema hana við einkavæðingu bankanna, að kröfu bankanna. Þar með var þeim gert kleift að þenjast út algerlega ábyrgaðrlaust.
María. Ég er hreint ekki að tala fyrir meirihluta þjóðarinnar, heldur bara að árétta að skv skoðanakönnunum og umræðu um málið virðist svo vera að meirihlutinn telji rétt að skpta þarna um stjórn.
Margeir. Vísa til svars míns til Jóhanns Péturs, og rauna einnig til þinnar eigin athugasemdar um að bankanir hafi grenjað út bindiskylduna. Fyrsta sinn sem ég heri þó að þetta hafi verið gert skv. reglugerð ESBÉg held nú að þú ofmetir Davíð svolítið þegar þú segir Samfylkingarmenn vera með hann á heilanum. Svo spennandi er hann nú ekki . Það hefur komið berlega í ljós í dag að erfitt gæti reynst að snúa hjólum atvinnulífsins í gang á meðan ekki er traust á Seðlabankanum og peningastefnunni. Ímyndaðu þér um hvað verið væri að ræða núna ef hann hefði nú verið tilbúinn til að segja af sér. Þá værum við kannski kominn einu skrefi lengra. Svona getur nú umræðan snúist ef menn vilja að allt snúist um persónuna en ekki málefnið. Njótið kvöldsins
Hannes Friðriksson , 9.2.2009 kl. 19:15
Blessaður Hannes!
Eins og talað út frá mínu hjarta. Og eins og mætur maður sem ég þekki sagði '' Sá sem aldrei efast um eigið ágæti er með hættulegri mönnum. Og held ég að Davið Oddsson falli vel undir þann flokk. Maðurinn er valdasjúkur. 'Oska þér og þínum alls hins besta. Kveðja Björk
Björk Sveinsdóttir Paisi (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 19:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.