Þriðjudagur, 10. febrúar 2009
Galopinn stjórnsýsla
Það er óhætt að segja að Jóhönnu Sigurðardóttur hvefur heldur betur tekist að opna upp stjórnsýsluna og gera hlutina gegnsæja á undraskömmum tíma. Svo gegnsæja að þeim sem send eru trúnaðarbréf inn í stofnanir ríkisins vita ekki einu sinni af þeim á undan óþolinmóðum stuttbuxnadrengjum í þinginu sem vilja vita í hvað bréfinu stóð. Það er vel skiljanlegt að hún velji undir þessum kringumstæðum að senda trúnaðarbréf á heimilisfang viðkomandi.
Af því sem fram er komið, eftir fyrirspurn Birgis Ármannssonar virðist vera full ástæða til að taka aðeins til í sumum af þeim ráðuneytum þar sem sjálfstæðsimenn sitja í hnipri úti í hornum og rífa upp póst sem er þeim ekki ætlaður að sinni. Sennilega verður næsta bréf alþjóðagjaldeyrisjóðsins einmitt um það. Auðvitað á Birgir Ármannsson að að gera grein fyrir því opinberlega hvernig hann hafi komist yfir vitneskju um trúnaðarbréf til forsætisráðherra þjóðarinnnar.
Nú eftir skýrslu hagfræðinganna Jóns Danielssonar og Gylfa Zoega er víst öllum orðið ljóst að stjórn Seðlabankans brást í viðbúnaði sínum gegn yfirvofandi vá. Það gerðu margir aðrir og flestir af þeim hafa axlað þá ábyrgð er þeim bar. En enn sitja þeir sem fastast Karíus og Bakkus í Svörtuloftum, og berja þar allt og brjóta að innan án skiljanlegs tilgangs.
Maður hefur gengið undir manns hönd í að koma þeim kumpánum í skilning um að nú væri snjallt að þeir létu að störfum. Að þeir þyrftu ekki lengur að fela sig í skottum bíla samstarfsfélaganna til að komast í vinnu sem enginn vill að þeir vinni. Þeir halda bara áfram að höggva.
Nú er ekki lengur tekist á meðal manna og flokka um hvort þeir þurfi að víkja, nú er tekist á um tæknileg atriði um hvernig hægt er að koma þeim þarna út úr húsi án þess að þeir beri þess merki um aldur og ævi. Það er verið að reyna að vinna málið mjúklega.
Þeim hlýtur nú brátt að fara að verða þetta ljóst félögunum að þarna fá þeir ekki að vera til frambúðar, og hætta er á að brátt sjái menn ástæðu til að nota borinn til að skola þeim þarna út. Og þá enda þeir sína ævi siglandi saman á fleka fyrir utan strendur landsins, Skyldi Karíus vilja vera einn með vini sínum á þeim fleka?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:18 | Facebook
Athugasemdir
Já, hvernig vissi Birgir Ármanns af þessi bréfi? Eru sjallarnir með njósnara innanborðs í Forsætisráðuneytinu? Vonandi eru leikritaskáldin okkar byrjuð að semja revíu um þetta ótrúlega sjónarspil sem þjóðinni er boðið uppá þessa daganna. Við getum vonandi hlegið okkur máttlaus í leikhúsinu eftir nokkur ár. Eða grátið.
Ína (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 11:05
Mér skilst að væntanlegur kandídat í stól Seðlabankastjóra og reyndar sá sem væntanleg ný lög um Seðlabankans eru sniðin eftir, sé enginn annar en eðal-komminn, fyrrum kosningastjóri Ólafs Ragnars og fyrrum aðalhagfræðingur Seðlabankans; Már Guðmundsson. Hann á víst að hafa verið arkítektinn að núverandi peningamálastefnu bankans, sem margir hafa víst lýst algjörlega handónýta. Ekki ónýtt þetta.
Magnús Þ. Guðmundsson (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 14:28
Blessaður Magnús.
Einhvern veginn finnst mér nú rétt að bíða með umræðu um væntanlega kandidata þar til lögin hafa verið afgreidd og ljóst er hverju er verið að óska. Ekki þekki ég nú hvort maðurnn sé "eðalkommi" eins og þú segir svo snyritilega, en ljóst er að hann er þó hæfur hagfræðingur. Nú er ljóst að í raun er það ekki peningamálstefnunni sem slíkri sem um er að kenna, heldur það fyrst og fremst sem hefur verið gagnrýnt hvernig hún hefur verið framkvæmd. T.d afnám bindiskyldunnar og viðlíka hlutir.
Með bestu kveðju
Hannes Friðriksson , 10.2.2009 kl. 15:27
Jón Baldvin orðaði það þannig fyrir um 20 árum að það þyrfti að moka framsóknarfjósið. Það þarf svo sannarlega að moka út úr ýmsum ráðuneytum þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur raðað sínu fólki í 18 ár.
Svo er Haarde voða hissa á að skipt sé um ráðuneytisstjóra í fjármála- og forsætisráðuneytinu.
Hvað hefði hann sjálfur gert í sporum núverandi ríkisstjórnar?. Mjög líklegt að hann hafi vilja hafa Einar Karl eða Kristrúnu Heimisdóttur sem innsta kopp í búri í sínu ráðuneyti.
Annars er ég þeirrar skoðunar að þarf hressilega hreinsun í allri stjórnsýslunni.
Breyta svo stjórnskipaninni þannig að reglulega, segjum á 8 ára fresti er svo öllu embættismannakerfinu ruslað út og nýjir koma í staðin. Þannig komum við í veg fyrir að menn rykfalli mitt í valdahrokanum og hagsmunagæslunni.
Kristján Jóhannsson (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 17:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.