Miðvikudagur, 11. febrúar 2009
Vantar einbeitinguna?
Fyrir fáum vikum fóru varðhundar valdsins, Sjálfstæðismenn mikinn í að vara okkur við að hér mætti engu breyta, það mætti ekki kjósa, ekki skipta út ríkistjórn, nú þyrftu menn að halda einbeitingunni og hugsa um hag þjóðarinnnar fyrst og fremst. Ýmsar aðgerðir til varnar heimilunum og fyrirtækjunum væru í burðarliðnum sem nauðsynlegt væri að koma í framkvæmd. Allur okkar trúverðugleiki og framtíð var undir því komin að vel til tækist hvað varðaði þessi verkefni.
Eitthvað virðast áherslunar og ástandið hafa breyst skyndilega, nú er ekki lengur svo mikilvægt að verkin tali. Nú standa þeir þeir upp hver um annan þveran í þinginu, og gera sitt til að tefja þau frumvörp sem ríkistjórnin leggur fram. Frumvörp sem þeir hafa sum hver verið með í semja, í tíð fyrri ríkistjórnar. Einn liðu í því virðist vera að leggja fram nánast samhljóða frumvörp, sem svo líka verður að taka til afgreiðslu . Nú er nægur tími til þess.
Einhvern veginn hefur maður fengið óþægilega á tilfinningunna að það séu kannski ekki svo mikið hagsmunir þjóðarinnar sem þeir eru að hugsa um þegar þeir hver á eftir öðrum vaða nú í pontuna og sjá lítið nema svartnættið framundan nái hinar ýmsu tillögur stjórnarflokkana fram að ganga.
Manni finnst eins og í mörgum málum sem þeir nú ræða helst undir liðnum fundarstjórn forseta snúist ekki mikið um þann alvarleika sem við er að etja. Heldur sé þetta meira tippatog sjálfumglaðra sjálfstæðismanna á leið í kosningar.
Þeirra áhersla er að þeir hafi fengið hugmyndir að flestum þeim lausnum sem fyrir liggja. Gleyma þó hversvegna þeir þurftu að fá hugmyndir sem slíkar. Að stefna eða stefnuleysi þeirra undanfarin átján ár sé ástæðan. Kenna öllum öðrum en sjálfum sér um hrunið eins og nú síðast mátti sjá í grein Björns Bjarnassonar í mbl. í gær þar sem aðalsökudólgurinn fyrir hruninu er EES samningurinn sem hann þó samþykkti sjálfur.Kannski að næsta ástæða hrunsins verði útfærsla fisveiðilögsögunnar í 200 mílur, miðað við þá röksemdarfærslu sem Björn beitir nú.
Margir hafa kallað eftir því undanfarið að Sjálftæðismenn tækju upp ábyrga stjórnarandstöðu og létu nú í stutta stund hagsmuni þjóðarinnar ráð för. Geymdu kosningabaráttuna og þeirri aðferðafræði hræðsluáróðursins sem þeir virðast ætla að beita þar. Vera svolítið einbeittir í að vinna þjóð sinni gagn í þeim hremmingum sem nú ganga yfir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sjálfstæðisflokkurinn er kominn á fullu í kosningarslaginn. Á þeim bæ er mönnunum sama um þjóðarhagsmuni. Vonandi fá þeir rassskellingu í næsta kosningunum. Þjóðin lætur ekki plata sig endalaust.
Úrsúla Jünemann, 11.2.2009 kl. 11:53
Sæll Hannes
Þú hittir naglann á höfuðið. Ég held að þeir séu núna eins og kýr sem verið er að hleypa út að vori. Sjálfstæðismenn kunna ekki sitt rjúkandi ráð, að vera allt í einu komnir í stjórnarandstöðu eftir öll þessi ár í stjórn. Þeir kunna einfaldlega ekki að vera ábyrg stjórnarandstaða, eða eru að fullnýta nýtilkomið frelsi stjórnarandstöðunnar.
Björn Bjarnason, 11.2.2009 kl. 21:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.