Að sofa í tjaldi.

 

Eitt það besta sem ég geri er að sofa í tjaldi. Leggjast til svefns og vita að næsta morgun vakni ég við fuglasöng og lækjarnið. Og ef maður er heppinn er einhver úti fyrir sem hefur þegar hellt upp á könnuna þegar maður vaknar. Það eru sælustundir.

En oft er það þannig að ekki fer þetta alveg eftir forskriftinni, stundum rignir sem gerir ekkert til því þau hljóð eru bara róandi. Eitt það versta sem ég veit í slíkum útilegum er ef að fluga hefur sloppið inn í tjaldið hjá mér til langdvalar. Einhverra hluta vegna er það reynsla mín að þær líta á nefið á mér sem lendingabraut og halda oft vöku fyri mér langt fram á nóttina sama hvað ég reyni að bægja þeim í burtu.

Ég hef þetta eitthvað svipað með sjálfstæðisflokkinn þessa dagana. Sem nú sýnir nýtt andlit og  sem mér finnst eins og fluga sem erfitt er að losna við. Það er þó ekki þannig að hann haldi fyrir mér vöku, en hann kemur aftur og aftur og aftur alveg eins og fluga sem áttar sig ekki á að nefið á mér er ekki flugvöllur.

Það tekur langann tíma og mikinn aga að átta sig að flugan á í raun sama rétt og ég í tjaldinu þó að ég eigi það. Og þótt hún tímabundið fari í taugarnar á mér hef ég þó ekki rétt til að slá til hennar þó oft geri ég það. Kannski er þessi pistill minn svolítil sjálfsskoðun og upphaf nýrra tíma hjá mér þar sem ég einset mér að láta ekki innihaldslaust blaður þeirra sjálfstæðsmanna raska ró minni.Heldur samþykki að þeir megi eins og flugur flögra um og lenda á ímynduðum flugbrautum , og maður bægi þeim í burtu af og til. Vitandi  sólin komi upp að nýju og kaffið bíði heitt og ilmandi í bland við blómailminn utan við tjaldskörina

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband