Nýta þann meðbyr sem er !

 

Í þeim þrengingum sem við höfum staðið frammi fyrir að undanförnu, hefur sala á því sem íslenskt er stóraukist, og meira að segja svo að innflytjendur ýmsir sjá sér nú kost í að láta sem svo að innflutt matvara  ýmisskonar sé íslensk þó henni sé einungis pakkað hér.

Helsti kostur íslenkra landbúnaðarvara hefur hingað til verið hreinleiki afurðarinnar , sem að miklu leyti stafar af aðstæðum hér á landi. Miklu landrými og skynsamlegri áburðargjöf.

Fór að velta þessum málum fyrir mér í tilefni af fréttaskýringu í Mbl í morgun þar sem fram kom að miðað við gengi evru 175 væri framleiðandaverð á svínakjöti og eggjum hátt hér á landi en til að mynda væri verð á kjúklingakjöti, nautakjöti og mjólk umtalsvert lægra .Um sauðfjárbúskap er ekki talað í fréttaskýringunni, en reikna má með að því sé svipað farið og hvað varðar mjólkurframleiðslu eða nautgriparækt.  

Það ætti öllum að vera ljóst nú þegar kreppir að hve mikilvægt það er fyrir þjóð eins og okkar að vera sér að svo miklu leyti sem kostur er sjáflum okkur næg um að minnsta kosti grunnmatar þarfir okkar. Og það getum við vel verið og meira að segja samkeppnishæfir á öðrum mörkuðum að einhverju leyti, kærum við okkur um.

Menn hafa mikið talað um að að við inngöngu Íslands í ESB myndi íslenskur landbúnaður líða undir lok. Ef trúa má fréttaskýringunni frá í morgun virðist þó ljóst að grunnlandbúnaður okkar er ekki í slæmum málum hvað það varðar, en sá landbúnaður sem byggir að miklu leiti á innflutningi fóðurs eigi erfiðara um vik.

Enhvern veginn finnst mér að á tímum sem þessum og ef þessar ályktanir mínar séu réttar, sé skynsamlegt að athuga hvort þarna liggi ekki einmitt tilvalin sóknarfæri. Margar tilraunir hafa verið verðar undanfarin ár í sambandi við ræktun ýmiskonar, sem sumar hverjr hafa gefið góðan árnagur, til að mynda ræktun á byggi og höfrum ýmisskonar.

Ljóst er að innflutningskostnaður fóðurs, ekki fóðurverðið sjálft er helsta vandamál margra landbúnaðargreina, og gera í raun landbúnað okkar einhæfari en hann þarf að vera. Og ég á erfitt með að skilja hversvegna við sem höfum fiskimið og þolanlegar ræktunaraðstæður viðsvegar um landið getum ekki framleitt okkar eigin fóður. Hvers vegna við þurfum að flytja það í svo miklu mæli inn?

Er ekki komin tími  til að íslenskur landbúnaður rísi upp úr vanmetakennd sinni á eigin framleiðsluvöru og getu  og sái nú í kreppunni út sprotum sem stuðlað gætu að lækkuðu fóðurverði þeim til handa, og gert afurðir sínar að þeim sem ber að óttast, með tilliti til framleiðsluverðs og gæða. Þannig væri matvælaöryggi þjóðarinnar tryggt. Nú er það bændasamtakanna að nýta þann meðbyr sem er.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Þetta er hárétt. Og ekki gleyma lifrænan búskap sem væri hægt að stunda hér í auknum mæli. Það er eftirspurn í heiminum eftir slíkum matvörum.

Úrsúla Jünemann, 15.2.2009 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband