Þriðjudagur, 24. febrúar 2009
Kanrífuglinn kvakar!
Úps, allir áttu vorn á einhveri stórkostlegri pólitískri sprengju frá Davíð Oddsyni í Kastljósinu í kvöld , en lítð kom nema ef vera skyldi hörð ádeila á fyrrum forsætisráðherra og samflokksmenn hans í ríkistjórn. Sé þetta nú allt rétt sem Davíð segir er Seðlabankinn náttúrulega eins og nýþvegið barn, en Geir vinur hans virðist ekki vera í góðum málum. Hann virðist skulda þjóðinni þó nokkuð af skýringum.
Davíð vill meina að hann hafi átt persónuleg samtöl við flokksformann sinn, ekki bara eitt heldur nokkur, en Geir ekki gert neitt í málunum. Davíð segist hafa farið á fund ríkistjórnarinnar og aðvarað hana en Geir frekar en að athuga málið ákvað að fara og spóka sig í New York, eða var það Þorgerður Katrín sem starfaði sem forsætisrðáðherra þegar Davíð aðvaraði menn.
Sé þetta nú rétt sem maður vill varla trúa miðað við viðbrögðin að Davíð hafi aðvarað svo sterkt, en Geir ekki trúað, er þá ekki ljóst að Geir treysti ekki Davíð hvað mat hans varðaði og hefði átt að vera búinn að víkja honum fyrir löngu úr starfi? Með tilliti traustsins þeirra á milli.
Ef þetta er rétt að fluttar hafa verið slíkar fjárhæðir úr Singer og Fridlander, og Davíð vitað af því, hversvegna lét hann þá engan vita hvað var í gangi.
Hversvegna var það Glitnir sem látinn fara á hausinn, en Kaupþing sem keypti Singer og Friedlander sem glæpinn eiga að hafa framið veitt fyrirgreiðsla, eftir að Davíð segist hafa útskýrt málið fyrir flokksformanni sínum.
Annars er gaman að sjá blogg Björns Bjarnassonar í kvöld sem væntanlega sat ríkistjórnarfund þann er Davíð talar um og gerir að umtalsefni að nokkrum dögum seinna hafi hann ákveðið að efla efnhagsbrotadeildinna, en tekur ekki undir með Davíð um aðvaranir hans á fundinum, sem að vísu á þeim tíma voru fyrirsjáanlegar, þar sem ákvörðun hafði verið tekinn um að þjóðnýta Glitnir að ráði Davíðs. Sem taldi að þetta myndi leysa vandann. Skarpskyggn maður Davíð eins og síðar átti eftir að koma í ljós.
Nei það það hafa vaknað fleiri spurningar sem Geir þarf að svara, en það er svo sem alveg skiljanlegt núna hversvegna hann var hræddur við að reka Davíð, því Davíð virtist hafa vitað alltof vel að Geir stóð sig ekki í stykkinu.
Ég held að óhætt sé að bíða með púðrið á barnrassin sem nú telur sig hvítþveginn, og bíða eftir að kanífuglinn fari að kvaka þegar hann loksins losnar úr Seðlabnkanum
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:35 | Facebook
Athugasemdir
Málflutningur Davíðs gekk aðallega út á það að sverta Geir Haarde og Sigmar, sem annars stóð sig mjög vel í að halda andlitinu þrátt fyrir allan hrokann í gamla einræðisherranum.
Stefán (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 08:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.