Senda manninn burt með skottið á milli lappanna!!

 

Ég á hæsta boðið, ég má ráða voru skilaboð ástralska milljónamærings sem vill engan þekkja.

Og boðaði í framhaldi að þeir sem breiddu út sögur um að hann þekkti einhverja ættu ekki von á góðu. Er þetta nú akkúrat maðurinn sem við eigum að setja traust okkar á nú. Það held ég ekki.

Hann fór vítt yfir völlinn og vildi fá að klára tónlistarhúsið, kaupa eignir ríkisins, kaupa virkjanir og orkulindir, og hvaðeina sem til sölu væri. Og hann ætti peningana fyrir því, bara húsið hans í London væri virði margra mogga.

Minnti mig svolítið á bæjarstjórann í bænum sem ég bý í, nema hvað bæjarstjórinn á ekki pening, og bæjarfélagið stefnir lóðbeint á hausinn, einmitt vegna þess að farin var sú stefna sem milljónamæringurinn vill fara. Einkaaðilar eiga allt og leigja ríkinu. Fjárfestar eru bestir til að sýsla með eignir almennings. Þeir gætu orðið góðir vinir.

Sú mynd sem maðurinn sjálfur dró upp af sér, var holdgervi þess sem nú hefur sett íslenska þjóð í vanda. Frjálshyggjupostuli sem telur að allt eigi að snúast í kringum hann og hans þarfir vill nú eignast landið á brunaútsölu, en er tilbúinn til að borga aðeins meira fyrir fjölmiðlana til að stýra því sem sagt er þar. Það má ekki gerast, og nú er það á valdi skilnefnda bankanna að sjá til þess.

Öll erum við sammála um að gott væri að fá mikinn pening fyrir þær eignir sem í bönkunum liggja , en skilanefndirnar verða að gefnu tilefni með menn eins og þennan Cosser að líta til fleiri þátta en þess penings sem kemur á borðið. Þeir verða að hafa kjark til að segja að hugmyndafræðin á bak við tilboð hans henti ekki íslenskri þjóð í þeirri stöðu sem hún er. Það er á þeirra valdi að senda hann til baka með skottið á milli lappana, með þau skilaboð að ekki sé allt fallt fyrir peninga.Það er þeirra að sýna erlendum fjárfestum að við höfum lært, að siðferði og viðskipti eigi saman.

http://www.asiamedia.ucla.edu/article-pacificislands.asp?parentid=73496

http://www.abnnewswire.net/press/en/37914/Aust_Business_Headlines_


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Vá, mér brá að heyra þennan Cosser tala. Svona lagað höfum við heyrt í "góðærinu" frá okkar ríku mönnunum sem vildu og þottust geta keypt allt. Vonandi erum við búin að læra okkar lexíu núna og sendum þennan mann heim.

Úrsúla Jünemann, 25.2.2009 kl. 12:16

2 Smámynd: Ingvar

Þessi Cosser var með nákvæmlega sama attertútið og Jón Ásgeir . Hann ætti nægt fé og fyrirtækin hanns stæðu vél og hann myndi fra í mál við þá sem segðu að hann væri leppur fyrir Bjöggana og Jón Ásgeir. Jón Ásgeir hefur alltaf sagst myndi fara í mál í öllu sem hefur dunið á honum, Bolludagsviðtal við Davíð, Baugsmálið. Glitnirmálið og fleiri og fleiri. Hræðsluáróður.

Ingvar

Ingvar, 25.2.2009 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband