Föstudagur, 27. febrúar 2009
Þér eruð hér með handtekinn
Sögur um menn ganga oft á milli byggðarlaga og breytast fljótt í meðförum almennings ef því er að skipta.
Presturinn okkar hér í Reykjanesbæ, sem einnig er giftur lögreglustjóranum á svæðinu, hefur komið miklu lífi í safnaðarstarfið hér á skömmum tíma. Hann er þeirrar gerðar að hann er ekki ginkeyptur fyrir því að fara á bíl milli staða, heldur má sjá hann hjóla eða hlaupa á ótrúlegustu tímum um bæinn. Konan hans lögreglustjórinn er einnig búinn að hafa hér mikil áhrif á skömmum tíma og leggur mikla áherslu á sýnilega lögggæslu, og tekur sjálf þátt í henni ef því er að skipta.
Nú nýverið var presturinn á leið vinnu einn morgunninn og var í einhverjum heimspekilegum pælingum á reiðhjólinu sínu niður Vesturgötuna, og var byrjaður að svífa fullmikið í pælingunum, sleppti höndunum og hélt þeim út eins og hann væri í djúpri tilbeiðslu. Þá heyrði hann skyndilega flautað og sá hvar frúinn var í fullum skrúða neðar í götunni og kallaði til hans. " Skúli þú veist að það er bannað samkvæmt lögum að sleppa höndunum af stýrinu" Skúli sem náttúrulega sá að hann varð að koma sér út úr vandamálinu svaraði með það sama "Frú mín þótt þú sjáir það ekki, en þá er það almættið sem stýrir þessu hjóli" og þóttist nú heldur betur hafa stungið upp í lögreglustjórann, sem hann mátti þó vita að væri sneggri að hugsa en hann og sté nú út á götuna og sagði með þungri áherslu " Það er líka ólöglegt að reiða, þér eruð hér með handtekinn
Með þessum pistli vil ég minna menn á Kvöldmessu Keflavíkurkirkju næstkomandi sunnudag kl 20 á vegum kærleikshóps kirkjunnar þar sem Karlakór Keflavíkur og tenórsöngvarinn Gissur Páll Gissurarson koma fram til styrktar Velferðasjóðnum á Suðurnesjum
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:18 | Facebook
Athugasemdir
gaman að þessari sögu - þakka þér
Ólafur I Hrólfsson
Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 13:33
Takk fyrir þessa skemmtilegu sögu. Ekki veitir af að sýna manni eitthvað broslegt úr lífinu heima á fróni eins og ástandið hefur verið undanfarna mánuði.
Björk Sveinsdóttir Paisi (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 17:08
Já gaman, í Bretlandi var talað um að skrílnum væri stjórnað af "the cloth and the crown", það er, prestum og svo var það valdið fyrir þá sem trúin dugði ekki á.
Í keflavík eru þessi aðilar sem sé hreinlega í í hjónabandi.
Ég segi nú bara xD - Íslensku þjóðinni allt
Gullvagninn (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 18:03
Gaman að þessu.
Offari, 27.2.2009 kl. 23:49
Fín saga um prestinn á hjólinu. Kemur frá Vestmannaeyjum (ca. 1967) og þar er það Einar í Betel og Sigurgeir lögga sem talast við. Sigurgeir skrollaði.
Einar gaf þetta tilsvar að Drottinn stýrði fyrir sig. Nokkrum dögum seinna hittust þeir aftur og Einar var við sama heygarðshornið. Þá kallaði Sigurgeir: Einar! Það er bannað að RRRRRReiða!
Flosi Kristjánsson, 28.2.2009 kl. 01:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.