Gott framtak í Sandgerði.

 

Nú þegar kreppir að virðist það vera að koma í ljós sem menn óttuðust að þeir samningar sem gerðir hafa verið um húseignir bæjarfélaga við eignahaldsfélagið Fasteign virðast ekki alveg vera að gera sig, ef tekið er tillit til fjárhags bæjarfélaganna. Fyrstur reið á vaðið bæjarstjóri þeirra Vestmannaeyinga, sem finnst sú leiga sem þeir borga ekki alveg vera til hagsbóta fyrir bæinn (nema síður sé) og vill leita leiða til að losa bæinn frá þessum samningum.

Nú í gærkvöldi bættust í hópinn minnihlutinn í Sandgerðisbæ, sem finnst skynsamlegt að leita leiða til að losna. Samt virðist svo vera að bæjarfélögin séu samt orðinn svo föst á þeim krók einkavæðingar að erfiðleikum verður háð að losna.

Það bæjarfélag sem þó mest leigir, og skuldsettast er orðið, virðist þó ekki hafa neinn áhuga á að losna það er Reykjanesbær. Þar á bæ finnst mönnum enn sem þetta hafi verið snilldarráðstöfun hjá sér. Enda kemur þetta ekki fram í bókum bæjarins og sýnir því sterkari stöðu en raunverulega er. Þeim sem þar stjórna finnst skattfé bæjarbúa renna í rétta vasa.

Sú úttekt sem minnihlutinn í Sandgerði vill nú ráðast í gæti komið öllum öðrum bæjarfélögum sem á króknum eru til góða. Úttektin verður einföld því sem betur fer hafa þeir í Sandgerði ekki valið leið sumra annara að allar húseignir bæjarins séu í eigu Fasteignar, og því um samanburð að ræða.

Það er mikilvægt nú á tímum að slík úttekt fari fram og í ljós komi hvort þessi aðferðafræði sé að virka. Að það sé virkilega svo að umsýsla fasteigna bæjarfélaga sé betur kominn í höndum einkaaðila eins og frjálshyggjupostulannir hafa prédikað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ábyggilega gott blogg.  En mikið er gott að hafa auglýsingar moggans oní ritað mál.  Til hamingju MBl með fránæra framsetteningu.

itg (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 18:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.