Mér finnst súrmjólk ekki góð!

 

Alltaf koma barnabörnin auga á það sem augljóst er og því ekki neinu að kvíða er þau munu erfa landið. Litla dóttur dóttir mín 5 ára  sem ég tel alltaf vera eina af þeim skynsamri sem ég þekki, lætur mig heyra það reglulega ef það er eitthvað sem henni mislíkar sem ég geri, eða geri ekki.

Nú nýlega vorum við send saman út í búð og  áttum að kaupa ákveðna hluti. Hún hafði greinilega eitthvað miskilið hlutverk okkar og fór beint að mjólkurkælinum og tók fram súrmjólk og setti í körfuna. Ég ætlaði nú í miðri kreppu að spara, og setti súrmjólkina aftur í kælinn, en sagði um leið að mér þætti súrmjólk ekki góð. Hún var snögg til svara og sagði "En afi hvernig veistu að hún er vond, ég hef aldrei séð þig smakka hana afi. Súrmjólkin fór í körfuna og ég vonaði að hún myndi gleymast á leiðinni heim.

Er heim var komið var sú stutta snögg að leggja á borðið og hella súrmjólkinni í skál og gerði mér að klára úr henni á meðan hún fylgdist með. Ég féllst á að svæla í mig súrmjólkinni sem í mínum huga  hafði í tæplega fjörtíu ár ekki verið minn uppáhaldsmatur.

Fór náttúrulega að hugsa þetta í hápólitísku samhengi á meðan stúlkan fylgdist með að ég kláraði úr disknum. Setti þetta einhvern veginn í samband við evrópuumræðuna og þá sem ekki vilja sjá hvað gæti staðið á hugsanlegum aðildarsamning. Fannst það virka svolítið eins og sá sem segir að maturinn sé vondur, án þess að hafa smakkað hann.

Mér varð ljóst að bragðið hafði breyst. Og var ekki alveg eins og mig minnti. En til þess að komast að þeirri niðurstöðu þurfti ég að smakka súrmjólkina. Ætli það sé ekki svipað og með ESB umræðuna  að til að komast að niðurstöðu í því máli þarf að liggja samningur á borðinu með föstu innihaldi til að taka afstöðu til. Fyrr vitum við ekki hvað um er að ræða.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.