Nú þarf alvöru konur sem geta tekið til hendinni.

 

Í morgun hitti ég fyrrverandi þingmann þeirra Sjálfstæðismanna hér í Reykjanesbæ þegar ég enn einu sinni lét undan freistingum holdsins og fékk mér pylsu á Básnum. Eins og títt er með menn sem telja sig ekki sömu skoðunar fórum við frekar varlega í umræður í upphafi, svona svipað og hundar á lóðaríi að afla sér upplýsinga. En fundum þó fljótt út að báðir vorum við nokkurn veginn sömu skoðunar.  

Fannst skrýtið hvernig Sjálfstæðismenn á Suðurlandi virtust vera komnir í algeran forystuvanda, og raunar bara tveir kostir í stöðunni þar. Annarsvegar að kjósa Árna Johnsen sem á þessu kjörtímabili hefur lítið annað afrekað en að koma myndavél út í Eldey á kostnað Reykjanesbæjar og Hitaveitunnar, en engar myndir þó teknar að berast þaðan. Eða hinn kostinn sem sem er aðfluttur en innfæddur  fyrrum pólitískur ráðgjafi Geirs H Haarde, Ragnheiði Elínu Árnadóttur. Það er séð hvert sú ráðgjöf hefur leitt þjóðina.  Einhvern veginn fannst mér þetta ekki virka neitt sérstaklega traustvekjandi eða meðmæli með þeim öðrum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins af svæðinu sem telja sig hafa unnið hér gott starf.

Fór að hugsa eftir þetta samtal um skýrslu endurreisnarnefndarinnar sem sagði að fólkið hefði brugðist en flokkurinn ekki. Gat ekki betur séð en hver einasti haus sem stillt hefur upp til prófskjörs Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi séu einmitt þetta fólk sem nefndin segir að hafi brugðist og endurnýjunin sé enginn.

Við veltum því líka fyrir okkur, og ég fann hjá vini mínum að játning var á leiðinni hvernig það væri eins þessi stefna sem við einu sinni aðhylltumst væru eins konar trúarbrögð, að menn gengjust henni á hönd ungir og ekki væri til umræðu að breyta um skoðun sama hvað gengi á. Maður yrði alltaf einn af hjörðinni. Hann var það greinilega ekki lengur. Það er margt þó sem virðist þó ætla að verða skemmtilegt við þessa prófkjörsbaráttu eftir því sem maður heyrir og dregur kannski einmitt fram mismun þeirra flokka sem stilla upp.

Heyrði til að mynda að á sama tíma og þær sjálfstæðiskonur halda fund til að kynna frambjóðendur sína á nýbónuðum gólfum Víkingaheima með kokteilglös í höndum, ætluðu þær sem tilbúnar væru að þrífa upp eftir stefnu þess flokks að halda sitt hóf í Skessuhellinum hér í Reykjanesbæ. Þær vita sem er að nú þýðir lítið að bjóða þá fram sem pakkaðir hafa verið inn í bómull, því nú þarf eitthvað meira en mjúka rödd og fallega umgjörð. Nú þarf alvöru konur sem geta  tekið til hendinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.