Miðvikudagur, 4. mars 2009
Nú þarf að gæta sín.
Í fréttum sjónvarps í gærkvöldi var ítarleg umfjöllun málefni sparisjóðanna og hugsanlegan samruna þeirra. Allir gera ljósa nauðsyn þess að halda sparisjóðunum gangandi, því hingað til hafa þeir í mörgum tilfellum verið burðaraflið í mörgum þeim byggðum þar sem þeir starfa.
Nú er boðað að ríkið gæti þurft að leggja inn háar fjárhæðir sparisjóðunum til varnar. Nú er uppi tímar þar sem margskonar umræða hefur átt sér stað, og traust almennings er ekki það sama og áður var. Þá umræðu þarf að hreinsa áður en lengra er haldið og skattfé almennings lagt sparisjóðunum til bjargar.
Nú er kallað á nýja tíma og annað gildismat. Og það með réttu. Undanfarnar vikur og mánuði höfum við mátt hlusta að fréttir um óráðsíu og spillingu þeirra er bönkunum stjórnuðu. Bæði bankaráða og bankastjóra. Sú spilling er þar viðgekkst endaði með því að lokum að ríkið þurfti að yfirtaka bankanna og þær skuldir sem stjórnendur þeirra höfðu komið þeim í.
Nú þegar talað er um að ríkið þurfi að leggja til ótalda milljarða til að halda sparisjóðunum gangandi, verður það að vera gert í ljósi þess að öruggt sé að viðlíka spilling sé ekki ennþá í gangi þar.
Nú þarf áður en lengra er haldið, og fé lagt í sparisjóðina að sjá til þess að tekið sé til í öllum skúffum og öllum hornum þannig að þeim peningum sem ríkið hyggst leggja þar í verði ekki ráðstafað í botnlausa hýt þeirra sem þar hafa komið sér svo makindalega fyrir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er óskandi að hægt sé að finna stjórnendur sem ná að leysa úr þeirri flækju sem komin er svo ekki þurfi að fórna frekari störfum. Fólk þarf einnig að sýna bönkunum aukið traust og reyna þá að efla starfsemi þeirra í stað þess að "bojkotta" þá sem dregur úr viðskiptunum og störf fólks tapast.
Hilmar Gunnlaugsson, 4.3.2009 kl. 21:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.