Föstudagur, 6. mars 2009
Allt í slökustu ró Siggi minn
Stjórnmálaumræðan getur tekið á sig margar myndir og lýsa kannski ekki alltaf því sem gott er og rétt. Lenti í dag í furðulegu orðaskaki við vin minn kóngabláan sjálfstæðismann sem að fyrra bragði og í hópi manna taldi nauðsynlegt að benda mér á þá gríðarlegu óeiningu sem nú ríkti innan Samfylkingarinnar í ljósi þeirrar lýðræðislegu ákvörðunar Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um að bjóða sig fram til formanns flokksins.
Skildi nú ekki alveg hvert vinurinn var að fara með þessum æsing í sér yfir eðlilegum hlut, og kannaðist nú ekki við þá óánægju og klofning sem hann talaði um. Reyndi á milli boðafallana úr munni sveinsins að útskýra fyrir honum að í ljósi stöðunnar þætti mér ofureðlilegt að hún byði sig fram til formanns, enda ekki sæmandi að henda fólki til hliðar og dæma það ónothæft þótt það þyrfti að eiga við sjúkdóma um stundarsakir.
Þetta væri spurning um almenna mannlega reisn og þau gildi sem við stöndum fyrir. Maður kæmi í manns stað og sem betur fer er fullt af frambærilegu fólki í Samfylkingunni sem væri vel hæft til að leiða lista flokksins þó formaðurinn væri veikur nú, eins og best sést nú á því fylgi sem Jóhanna Sigurðardóttir nýtur nú. Nei það er allt í slökustu ró innann Samfylkingar hvað þessa hluti varðar get ég glatt vin minn með.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Gaman að svona mönnum sem geta bara umpólast einsog ekkert hafi í skorist.Oftast er það vegna persónulegra árekstra. Hinsvegar missa menn alltaf tiltrú i mínum augum sem skipta um flokka jafnt einsog íþróttamenn sem skipta sífellt um lið. Það virðast þó alltaf til menn sem sveiflast um í vindinum og eru tilbúnir að enduróma þá rödd sem vinsælust er og þægilegast er að láta óma hverju sinni. Þeirra manna verður þó sjaldnast minnst er frá líður enda vindsældapot ekki til þess fallið og sæmir ekki alvöru menn með hugsjónir sem hugsa um heildina en ekki rassinn á sjálfum sér.
Jonas (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 16:45
Auðvitað er allt í lagi í Samfylkingunni. Það sem mér finnst mest sjarmerandi við Samfylkinguna er að þar fær fólk að vera einstaklingar og getur verið ósammála um ýmsa hluti án þess að verða sett út í kuldann eins og hjá sumum......
Stór flokkur á að geta speglað mismunandi sjónarmið og skoðanir. Þannig er flokkurinn lifandi og frjór. Svo mynda menn stefnu eftir miklar umræður og standa við hana.
Þannig flokkur er Samfylkingin. Ég persónulega er mjög ánægð með að Ingibjörg Sólrún gefur kost á sér áfram. Þeir sem helst gagnrýna það í kringum mig eru Sjálfstæðismenn sem er náttúrlega skiljanlegt því þeir eru skíthræddir við hana enda firnasterkur stjórnmálamaður.
Ína (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 17:37
Þeir eru margir sem geta leitt flokkinn en tími Jóhönnu er óneitanlega komin og ég tel Samfylkingunni og þjóðinni best að fylkja sér á bak við hana.
Hilmar Gunnlaugsson, 6.3.2009 kl. 18:35
Auðvitað á ekki að "henda fólki til hliðar og dæma það ónothæft vegna veikinda".
Ég er þeirrar skoðunar að Ingibjörg eigi að víkja vegna annarra hluta. Hún á að axla sína pólitísku ábyrgð á afglöpum fyrri stjórnar, sem sat aðgerðalaus og horfði í gaupnir sér meðan viðvörunarbjöllur klingdu allt í kring. Á síðasta ári þegar stjórnvöldum mátti vera ljóst að í óefni stefndi, var formaður Samfylkingarinnar á ferðalögum um heimsbyggðina til að afla glórulausu framboði Íslands til öryggisráðs SÞ fylgi. Þess vegna tel ég að Ingibjörg Sólrún eigi að víkja.
Zmago, 7.3.2009 kl. 09:44
Auðvitað á ISG ekki að víkja vegna veikinda sinna, eingöngu, nóg er samt.
Hún á að gera það sem hún og aðrir hafa verið að kalla eftir, að axla sína ábyrgð, og víkja. Vegna eigin dugleysis í aðdraganda kreppunnar, þar sem hún sýndi og sannaði hverskonar pólítíkus hún er. Ekki það að nokkur annar en hún sjálf hafi efast um það.
Þetta er sama konan og hvað eftir annað lofaði Reykvíkingum að hún myndi halda sig þar í fjögur ár, ef hún yrði kosinn borgarstjóri. Þegar henni svo bauðst "Feitari biti" í alþingis kosningum, sveik hún kjósendur sína, og skildi borgina eftir í upplausn. Á meðan eldar loguðu hér heima, flamdraðist hún um allann heim, og reyndi að koma íslendingum í Alþjóða öryggisráðið. Á meðan urðu eldarnir hér að stóru báli, sem öll þjóðin hefur núna brennt sig á. ISG á, eins og allir þeir sem tóku þátt í að keyra íslensku þjóðina í svaðið, að axla föggur sínar, og víkja, þannig sýnir hún, að hún hafi snefil af ábyrgðartilfinningu, og láti ekki eigin valdagræðgi stjórna sér.
Svo má velta fyrir sér, hvort póítíkusar eigi ekki að hugsa sig um, ef veikindi gera þeim erfitt fyrir með fulla þáttöku í óvæginni pólítík.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ætti að gera sjálfri sér þann greiða að hverfa úr íslenskri pólítík, og hún ætti að gera þjóðinni þann greiða að hverfa úr allri opinberri þjónustu.
Börkur Hrólfsson, 7.3.2009 kl. 12:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.