Þriðjudagur, 10. mars 2009
þvílík ósvífni!!!
Þvílík ósvífni. Ef maður væri ekki þokkalegur í maganum myndi maður sennilega kasta upp. Fjórir þingmenn úr öllum flokkum hafa vogað sér þá fáheyrðu ósvífni að leggja fram mál fyrir Alþingi Íslendinga án þess að hafa samráð um það við sjálfan Sjálfstæðisflokkinn. Maður hefur bara ekki heyrt aðra eins ósvífni í langan tíma.
Maður getur vart orða bundist þegar í ljós kemur að einn af fjórum flutningsmönnum tillögunar um stjórnarskrárbreytingar hafi þurft að bregða sér frá undir miðri ræðu snillingsins Sigurðar Kára Kristjánssonar sem var að lesa upp á ljórænan hátt úr ritgerðum lögfræðinga um þjóðareign. Þvílík sjálfhverfa hjá forsætisráðherranum að telja skyldustörf sín mikilvægari, þeim hamfara lestri sem snillingurinn sýndi nú í að ég held fimmhundraðast tuttugasta og annað skipti á kjörtímabilinu
Nei það er óhætt að segja að eitthvað hefur skolast til hjá þingmönnum þeim sem ekki tilheyra Sjálfstæðisflokknum og ráðherrum sitjandi ríkistjórnar hvað varðar þá virðingu er þeim ber að sýna alþingismönnum stærsta stjórnmálaflokksins, og meira að segja starfsmenn þingsins eru byrjaðir að líta þessa varðhunda frjálshyggjunar sem venjulega menn og hafa tekið damaskdúkinn af hornborði því er þeir sjálfir ákváðu að væri þeirra. Nei óhætt er að segja að heimur versnandi fer, eða hvað?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:39 | Facebook
Athugasemdir
Margir segja þetta vera "stjórnarfráhvörf" Sjálfstæðismanna. Ég tel brýnt að þeir horfist í augu við breytta tíma og vinni með ríkisstjórninni í endurreisn landsins.
Hilmar Gunnlaugsson, 10.3.2009 kl. 18:47
Já, heimur og kaldi klaki fara versnandi.
EE elle (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 21:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.