Miðvikudagur, 11. mars 2009
Árangursrík vinnubrögð?
Meistari bloggsins er mættur á ný, og virðist nú orðinn svo beittur um miðjan dag að þingmenn Sjálfstæðisflokksisn í paranoju sinni gagnvart allt og öllum kröfust þess undir umræðum um stjórnskipunarlög. að maðurinn yrði kallaður samstundis frá vinnu sinni í ráðuneytinu og niður í þing til að biðjast afsökunar á einhverju því er illa hafð farið fyrir brjóstið einkaerfinga ræðustóls Alþingis sjálfum Birgi Ármannssyni.
Auðvitað varð hinn mildi ráðherra við kallinu, þó tilefnið væri nú ekki mikið. Sjálfstæðisflokkurinn vildi fá afsökunarbeiðni frá ráðherranum sem hann auðvitað ekki veitti, heldur benti þessum gargandi gjallarhornsprímadonnum á að hann teldi það sem þessa dagana færi fram í þinginu væri málþóf , en þeir túlka sem umræður frekar barnlegt, og ekki til þess fallið að hraða störfum þingsins.
Manni skilst að nýjasta trompið þeirra sjálfstæðismanna í þingtöfunum sé nú að einn þeirra fylgist stöðugt með hurðinni og sjái hverjir ráðherranna fari út út þinghúsinu til að sinna verkum sínum, og svo séu send skilaboð inn í þingsalinn um hverja sé hægt að móðgast út í næst, og kalla inn í þingið. Þetta kalla Sjálfstæðismenn árangursrík vinnubrögð og líkleg til að skila okkur út úr þeirri kreppu sem nú er.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:33 | Facebook
Athugasemdir
Hefurðu sannanir fyrir þessu?
Hilmar Gunnlaugsson, 11.3.2009 kl. 18:53
Blessaður Gunnlaugur
Dúkurinn var farinn um daginn og þeir eru stöðugt á ferð við hurðina
Hannes Friðriksson , 11.3.2009 kl. 22:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.