Þarf ekki kirkjan líka að spara?

 

Það er margt sem kemur manni á óvart á þessum tímum þegar samstaðan og náungakærleikurinn er það sem gildir. Nú í kvöld var frétt um færslu húss að Laufási í Eyjafirði. Þeim er þar hefur búið er hótað málsókn af málsvara umburðarlyndis og náungakærleiks hinni íslensku þjóðkirkju.

Í raun er það með ólíkindum að prestssetrasjóður skuli í ljósi ástandsins ekki sjá sér fært að sjá í gegnum fingur sér með færslu þessa húss rétt á meðan sú djúpa kreppa sem við nú göngum í gegnum gengur yfir.

Eitt er það hvernig allar þær jarðir sem kirkjan ræður yfir hafa  komist í eign kirkjunnar, og raun spurning hvort ekki sé rétt í ljósi stöðunnar að fara aðeins yfir þau mál, eins og raunar allar almennar fjárveitingar til kirkjunnar. Spurning hvort allar þær kirkjur og kirkjustaðir sem sem þjóðin stendur undir rekstri á eigi í raun rétt á sér.

Hvort ekki sé nú einmitt tíminn til að fara af mikilli alvöru yfir þær fjárveitingar sem til þjóðkirkjunnar renna í ljósi aðfara prestsetrasjóðs. Að sú innkoma sem prestar og prestsetrasjóður hafa af þeim jörðum sem undir sjóðinn hafa komið í áranna rás sé ekki næg til að standa undir starfi prestanna sem á þeim búa. Það hefur nefnilega lítið heyrst um að kirkjunni sé ætlað að spara á sama tíma og allar aðrar stofnanir sem byggja rekstur sinn á framlögum frá ríkinu er ætlað að spara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er afar léleg færsla, Hannes, m.a. um Laufásmálið, þar sem Þórarinn hefur margbrotið samkomulag við kirkjuna um skylduga brottför sína og einfaldlega hagað sér illa. En þessi pistill þinn kann að helgast og afsakast af vanþekkingu af þinni hálfu, mér er næst að halda það.

Jón Valur Jensson, 11.3.2009 kl. 23:36

2 Smámynd: Hannes Friðriksson

Fyrr á öldum hefði maður sennilega bara sætt sig við slíkan dóm frá cand. theol.

það má vel vera að þarna gæti misskilnings, en þá er það hlutverk hins prestlærða manns að benda á í hverju sá

miskilningur liggur af mildi og skilning sé hann svo viss í sinni sökum gæði pistilsins. Er misskilningurinn falin í þeirri skoðun minni að nú sé tími fyrir kirkjuna eins og aðra að spara. því það

hef ég hvergi séð rætt.

Hannes Friðriksson , 12.3.2009 kl. 02:15

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, það er ekki málið, Hannes, heldur innri rök Laufássmálsins. Um það mál bendi ég þér á vefgrein mína á þessari vefslóð: http://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/entry/443273/ – og þaðan kemstu inn á fleiri pistla um málið. Ég hljóp ekki að neinum dómum um það, heldur kynnti mér það vel og m.a. frá fólki þar nyrðra.

Með góðum óskum,

Jón Valur Jensson, 12.3.2009 kl. 02:30

4 Smámynd: Hannes Friðriksson

Blessaður Jón Valur

Ekki fór ég nú svona djúpt í þetta Laufásmál og þú virðist hafa gert, en eftir lesturinn á þessum greinum er ég því miður enn sama sinnis, mir fannst og finnst sem einhver annarleg sjónarmið hafi ráðið för þegar Þórarni var gert atð tak upp hús sitt nánast hér og nú að föður sínum látnum. Þar hefði nú vel verið hægt að gefa manninum smá umþóttunartíma. Ég verð því miður að beita sömu r0kesmdaraðferð og þú að loknum þessum lestri og dæma þessar færslur lélegar á þeim forsendum að þú ert mér ekki sammála. Sem mér sjálfum finnst að vísu léleg rök í máli sem þessu.

Ég virðurkenni fúslega yfirburðaþekkingu þína á málinu, en hafna jafnframt þeim hroka er þú sýnir í fyrsta svarinu, em virðist byggja eingönguá því að ég hafi ekki lesið þær greinar sem þú hafðir skrifað um þetta má. Ég get sagt það sama og þú "ég hljóp ekki að neinum dómum"heldur hef fylgst með fréttum af málinu og myndað mér skoðun út frá því.

með bestu kveðju

Hannes Friðriksson

Hannes Friðriksson , 12.3.2009 kl. 09:38

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þórarinn er nú aldeilis búinn að fá langan umþóttunartíma, Hannes, langt umfram alla sanngirni. Það var ekki unnt að koma presti á staðinn lengi vel hans vegna. Þetta er allt of algengt, að synir presta ásælist kirkjujarðir, jafnvel prestssetrin, sem eru og hafa verið eign kirknanna (sjálfseignarstofnanir, en nú með nýju fyrirkomulagi, og Þórarinn hefur þar engan rétt, en er búinn að nýta sér vel aðstöðu sína hingað til í Laufási). Til eru dæmin um ríkar kirkjujarðir, sem prestasynir hafa sniðið helminginn af! Ekkert gefur þeim rétt til þess.

Fyrirgefðu ef ég hef stuðað þig með fyrstu færslunni, og gangi þér allt í aginn.

Jón Valur Jensson, 12.3.2009 kl. 10:38

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

... allt í haginn!

Jón Valur Jensson, 12.3.2009 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband