Fimmtudagur, 12. mars 2009
Er nú komið að skuldadögum?
Undanfarin tvö ár hef ég marg endurtekið og ítrekað þá skoðun mína á þessum vef, að aðferðafræði sú sem nýtt hefur verið í mörgum sveitarfélögum hvað varðar sköffun húsnæðis fyrir starfsemi sína í gegnum eignarhaldfélagið Fasteign hafi ekki verið skynsmleg lausn, í ljósi þess að þar með væru þau bæjarfélög sem þessa aðferð nýttu ekki lengur sjálf síns herrar hvað húnæði sitt varðaði.
Nú virðist það vera að koma í ljós, sem áður hafði verið við varað að einkaðilar eru ekki betri kostur til að sjá um fjármögnun verkefna sveitarfélaga. Enda fyrirsjáanlegt að þar koma inn margir milliliðir sem greiða þarf aukalega fyrir hvert viðvik. Sú staðreynd að nú er svo komið að Eignarhaldsfélagið Fasteign sem samkvæmt áðurgefnum upplýsingum hafði þegar á síðasta hausti gengið frá fjármögnunarsamningum hvað varðar Hjómahöllinna í Reykjanesbæ, og að áfram var haldið með verkefnið af þeirri forsendu geta nú ekki klárað verkefnið skv frétt í Víkurfréttum nú í morgun valda manni því óneitanlega svolitlum kvíða hvað varðar eiginfjárstöðu þess fyrirtækis.
Hvort nú sé svo komið að þau bæjarfélög sem lögðu þar inn húsnæði sem eignarhlut í fyrirtækinu hafi nú tapað þeim hlut í afleiðingum hrunsins.
Verður það næsta fréttin sem við fáum af snilldarráðstöfunum frjálhyggjupostulanna að það fé bæjarfélaganna sem í þetta fyrirtæki var lagt sé nú tapað eða orðið lítils virði. Það ætla ég að vona að svo sé ekki. En kannski er komin tími til að menn geri íbúum þeirra sveitarfélaga er þarna eiga hlut að máli grein fyrir stöðu þess fyrirtækis sem á heimasíðu sinni segist vera fyrirtæki sem "nánast býr við enga markaðáhættu"
http://vf.is/Frettir/39918/default.aspx
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:13 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.