Beðið eftir vorskipunum

 

Jóhanna Sigurðardóttir og félagar hennar hafa nú á rúmum mánuði komið hér á breytingum sem ríkistjórn Geirs H Haarde tókst ekki að koma í gegn á þremur mánuðum, það skildist manni að hefði verið vegna þess að  ákveðið form hefði þurft að vera á hlutunum byggða á gamalli reynslu þeirra Sjálfstæðismanna.

ESB andstæðingar innan Sjálftæðisflokksins veifa nú Sambandslögunum frá 1918 sem rökum í hvernig haga beri þjóðaratkvæðagreiðslu um hugsanlega aðild að Evrópusambandinu.

Kjósendur í Prófkjörum Sjálfstæðisflokksins þurfa sennilega að bíða eitthvað fram í næstu viku eftir niðurstöððum, á meðan kjörstjórnir flokksins bíða eftir  vorskipunum eða landpóstunum sem komast ekki á milli staða vegna veðurs.

Spurning hvort ekki sé nú komin tími til að skipta um í brúnni, og hleypa þeim að sem nýta sér nútímatækni , og sækja ekki rök fyrir aðgerðum eða aðgerðaleysi sínu hundrað ár aftur í tímann.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju Suðurnesjamenn!! Þar sem atvinnuleysið er mest gengur Sjálfstæðismönnum best!!

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband