Sunnudagur, 15. mars 2009
Til hamingju sjálfstæðismenn.
Prófkjörshelgin mikla er nú liðin og margt um merkileg úrslit, þó held ég að óhætt sé að segja að úrslitin í prófkjöri sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi komi þó einna mest á óvart, og ekki auðskiljanleg miðað við þau úrslit sem þar liggja fyrir.
Enn á ný er það þingmaður utan kjördæmis sem valin er til að leiða listann, um leið og þeim þingmönnum sem þó hafa verið hvað sjáanlegastir í störfum sínum (ef hægt er að tala um sjáanlega) er vikið til hliðar. Kjartan Ólafsson sem naut aðstoðar hins ólaunaða umboðsmanns Íslands no 1 virðist nú vera fallin af þingi, ásamt Björk Guðjónsdóttur þingmanni úr Reykjanesbæ.
Eini þingmaðurinn sem kjósendum flokksins þótti vert að halda í er hinsvegar náttúruaflið Árni Johnsen úr Reykjavík, sem annað slagið dvelur að sumarsetri sínu í Vestmannaeyjum, enda þaðan ættaður.Það er sá þingmaður sem kjósendum flokksins fannst vert að verðlauna fyrir frammistöðu sína á síðasta kjörtímabili. Um það voru, að því er virðist, allir Sjálfstæðismenn í kjördæminu sammála. Hann hefur til að bera þau gildi er flokkurinn stendur fyrir og vinnur vel fyrir kjördæmið að mati stuðningsmanna flokksins. Hann er því sennilega ótvírðæður sigurvegari prófkjörsins. Til hamingju Sjálfstæðismenn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:50 | Facebook
Athugasemdir
Gott komment Björn :)
Finnur Bárðarson, 15.3.2009 kl. 17:46
Vel sagt Björn! :D
Hjörtur Guðbjartsson, 15.3.2009 kl. 18:39
Ég óska Sjálfstæðismönnum til hamingju og tel ánægjulegt að nýtt fólk fái tækifæri í flokknum þrátt fyrir ýmsar aðrar fullyrðingar.
Hilmar Gunnlaugsson, 15.3.2009 kl. 20:16
Tryggvi Þór í öðru sætinu í Noraustur, Árni Johnsen í öðru sætinu í Suður, nú vantar bara Sævar Ciesielski í annað sætið í Norðvestur. Þá eru framboðslistar SF fullkomnaðir.
Dexter Morgan, 15.3.2009 kl. 23:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.