Sjálfstæðismenn vilja helst bara grilla á kvöldin.

 

Fyrir okkur íbúa á Suðurnesjumer athyglisvert að fylgjast með bloggi Guðbjörns Guðbjörnssonar frambjóðanda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins  frá  í gær þar sem viðhorf tveggja frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins af Suðurnesjum koma skýrt fram. Þeir eru ekki sáttir enda engin ástæða til.

Þeir frambjóðendur af Suðurnesjum sem þar völdu að stilla upp biðu allir ósigur, og það held ég verði erfitt fyrir þá sjálfstæðismenn að sannfæra Suðurnesjamenn um að Ragnheiður Elín Árnadóttir sé einhver sérstakur fulltrúi Suðurnesjamanna á listanum. Hún er fyrst og fremst fulltrúi fulltrúi gamalla tíma og viðhorfa þess sem engu vill breyta. Hún er eins og Árni Matthiasen áður fyrst og fremst fulltrúi flokkseigandafélagsins úr Reykjavík sem telur sig best færa um að ákveða hverjir leiði lista Sjálfstæðismanna á Suðurlandi hverju sinni.

Það verður að teljast með ólikindum hve hollir sjálfstæðismenn á Suðurlandi eru flokkseigandafélaginu á höfuðborgarsvæðinu, og fullir vanmáttakenndar fyrir eigin fólki að þeir láti leiðast út í sama leikinn aftur og aftur. Ávallt skal forystumaður flokksins koma af Reykjavíkursvæðinu. Sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi eiga víst enga hæfa til að tala sínu máli. Það er dapurt. En þannig er það. Hvað veldur skilur víst enginn.

Það er ljóst af ummælum þeirra Guðbjörns og Árna og þess vegna fleiri ef út í það er farið að Sjálfstæðismenn eru í djupri kreppu og hreint ekki tilbúnir til að hleypa nýjum röddum með aðrar áherslur að. Þeir sjálfstæðismenn sem ekki ennþá tilbúnir né vilja  horfa aftur fyrir sig, til að leita orsaka vandamálanna  eins og fyrrum yfirmaður Ragnheiðar Elínar, og pólitískur lærifaðir hennar Geir H Haarde hefur sagt. Fortíðin skal gleymast svo fljótt sem auðið er, frjálshyggjan og einkavinavæðingin skal falla í gleymskunar dá, og látið svo líta út að þeir sem nú hyggjast leiða lista flokksins hafi hvergi nærri komið.

Það hefur sannast í því prófkjöri sem fram fór um helgina að útilokað er að flokksmenn sem óánægðir hafa verið með stefnu flokksins geti breytt honum innan frá. Það er sennilega rétt sem einhvern tíman var haft eftir höfundi frjálshyggjunnar Hannesi Hólmsteini að hinn almenni sjálfstæðismaður væri svo þægilegur í umgegni. Hann vildi helst bara græða á daginn en grilla á kvöldin. Sennilega sannar prófkjör þeirra Sjálfstæðismanna um helgina að þetta er allavega rétt hjá kórdreng læriföðursins í Svörtuloftum.

 

http://gudbjorng.blog.is/blog/gudbjorng/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Gunnarsson

Dálítið skondið að vera reyna telja þjóðinni að 30-40%  af henni séu leiðitamir kjánar, með því að kjósa XD. Hvað eru þá þeir sem kjósa aðra flokka? Fylgið er heldur minna eins og er, en þessi söngur hefur verið lengi.

Haukur Gunnarsson, 16.3.2009 kl. 13:56

2 Smámynd: Hannes Friðriksson

Ekki sagði ég nú að þeir væru leiðitamir kjánar, og eitthvað held ég nú að þú sért að oftelja prósenturnar þarna.

Ég sagði að það væri skrýtið að leiðtogar Sjálfstæðismanna hér á Suðurlandi kæmu undanfarin ár úr Reykjavík, og að kjósendur flokksins virtust samþykkja það athugasemdalaust, í stað þess að standa með heimamönnum. Nú er til að mynda enginn frambjóðandi búsettur á Suðurnesjum fyrr en í 6. sæti listans. Það finnst mér skrýtið.

Með bestu kveðju af Suðurnesjum

Hannes Friðriksson , 16.3.2009 kl. 14:07

3 identicon

Leiðtamir kjánar. Það er alveg spurning. Allavega er Hannes Hólmsteinn aðal hugmyndafræðingur XD mjög kjánalegur í þessum myndbrotum http://tjorvi.blog.is/blog/tjorvi/entry/827580/

Ef skilgreining HH á hinum dæmigerða sjálfstæðismanni í þessum myndbrotum er rétt, þá má færa rök fyrir því að fólk sem hafi það gott sé nú ekki mikið að spá í pólitík heldur leiti bar vars hjá x-d.

Tjörvi (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 14:25

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Góður punktur, Erlingur.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.3.2009 kl. 14:35

5 identicon

Leiðtamir kjánar. Það er alveg spurning. Allavega er Hannes Hólmsteinn aðal hugmyndafræðingur XD mjög kjánalegur í þessum myndbrotum http://tjorvi.blog.is/blog/tjorvi/entry/827580/

Ef skilgreining HH á hinum dæmigerða sjálfstæðismanni í þessum myndbrotum er rétt, þá má færa rök fyrir því að fólk sem hafi það gott sé nú ekki mikið að spá í pólitík heldur leiti bar vars hjá x-d.

Tjörvi (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 16:55

6 Smámynd: Þór Jóhannesson

Kærar þakkir fyrir góðan pistil og sanna úttekt á hlutunum.

Nú er að sjá hvort grillmeistararnir úr mínum gamla heimabæ Reykjanesbæ láti hið dýrmæta X ekki hvort sem er á D-ið, það er þeirra hefð, því miður!

Þór Jóhannesson, 17.3.2009 kl. 01:29

7 identicon

Æi !!það er búið að stríða Sjöllum nóg á orðræðu þessa sérlundaða manns , þeir kannski hnoða bara pizzudeig í staðinn.Hannes má ekki verða andlit flokksins.

hordur (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 08:19

8 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Ragnheiður Elín ætlar sér að flytja í Reykjanesbæ og er fædd og uppalin þar. Hvað er því þá til fyrirstöðu að hún bjóði sig fram þar sem hún ætlar að búa? Ég hef engar áhyggjur af að hún falli ekki í kramið enda vel kynnt og þekkt hér. Reykjanesbæjarbúar ættu frekar að vera óánægðir með hlutfall sinna manna á öllum listum. Vissulega hefði ég viljað sjá Guðbjörn og fleiri ofar á lista. Ég hef meiri áhyggjur af því hversu dræm þáttaka var í prófkjörum allra flokka. Ef fólk er óánægt þá finnst mér það eiga að nenna að mæta og láta skoðun sína í ljós.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 17.3.2009 kl. 12:45

9 identicon

Snilld Þessi samantekt hennar Láru Hönnu. Hafði mikið gaman af, þó að aulahrollur hafi hríslast um mig við að hlusta á ''gullkornin'' sem ulltu af vörum nafna þíns Hólmsteins.

Bjork Paisi (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband