þeir kunna ekki að skammast sín

 

Það er með ólikindum hve gersamlega þeir HB Granda menn virðast vera úr tengslum við veruleikann í landinu. Og spurning hvort framferði af þessu tagi gefi ekki tilefni til að endurskoða það gjafakvótakerfi sem hér er og leggja það raunar af. Ljóst er að sumir þeir er fengið hafa af gjafakvótanum hafa farið vel með og áttað sig á kvótann bæri að nýta með hagsmuni  allra að leiðarljósi, og aðrir hafa svo safnað skuldum og veðsett þann kvóta sem þeir hafa út yfir gröf og dauða. Og beðið launþega þá er fyrir þá vinna um að lækka laun sín svo hægt væri að halda fyrirtækjunum gangandi

Nú hefur eitt þessara fyrirtækja með Kristján Loftsson sem hingað til hefur fengið það sem hann biður um , og fjármálamógúllinn Ólafur Ólafsson í fararbroddi ákveðið að greiða sjálfum sér arð upp á 8% á sama tíma og fyrirtæki þeirra HB Grandi hefur fengið leyfi til að fresta launahækkunum hjá fyrirtækinu í ljósi bágrar stöðu. Kunna þessir menn ekki að skammast sín?

Ósvífni og siðleysi þessara manna er algert og í raun ekkert annað hjá verkalýðhreyfingunni að gera en að taka alla sína afstöðu til fyrirtækja í sjávaútvegi til rækilegrar endurkoðunar. Aftur og aftur eru það sömu menn sem hingað til hafa viljað láta flokka sig sem athafnamenn og ábyrga þjóðfélagsþegna sem ganga fram fyrir skjöldu og mjólka bæði auðlind og verkalíð í sína þágu. Og eins og þeim einum er lagið ráðast þeir alltaf á sama staðinn á launafólkið sem lægst hafa launin. Mín vegna mætti þjóðnýta þann kvóta sem þetta fyritæki ræður yfir án nokkura bóta af hálfu ríkisins. Slíkir menn eiga enga aðkomu að eiga að auðlindum þjóðarinnar. Þeir og hugmyndir þeirra um réttlæti og sanngirni eru ekki í takt við þær breytingar sem talsmenn jafnaðar og félagshyggju vilja sjá hér, en þeir eru góðir fulltrúrar gæðgis og gróðavæðingarinnar sem við erum nú að súpa seyðið af. Það verður einmitt um svona mál sem kosningarnar koma til með að snúast um í vor. Réttlátara þjóðfélagi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þeir voru nú hófsamir þrátt fyrir allt. Greiddu ekki krónu....... til starfsmanna

Finnur Bárðarson, 17.3.2009 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband