Var bæjarstjórinn blekktur ?

Það er ljóst að víða innan Sjálfstæðisflokksins eru mikil sárindi vegna auglýsingar þeirra forystumanna Sjálfstæðisflokksins sem lýstu yfir eindregnum stuðningi við Ragnheiði Elínu Árnadóttur, þannig virðist Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum nú telja sig hafa verið blekktan þegar hann lét nafn sitt á lista þennan.

Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ frændi Árna Johnsen virðist þó ef marka má þær sögur sem ganga hreint ekki hafa talið sig blekktan, heldur lét hann frambjóðandanum í té sérlegan fylgimann einn af starfsmönnum bæjarins til að kynna Ragnheiði Elínu svæðið. Við lítinn fögnuð forseta bæjarstjórnar, sem hafnaði neðarlega í prófkjörinu. Og hefur skv. Víkurfréttum neitað að taka sæti á lista flokksins,

Það er ljóst út frá  að þeir sem bjóða sig fram hverju sinni til trúnaðarstarfa fyrir flokka að þeir fá ekki að njóta sannmælis svo lengi sem svokallaðir forystumenn í krafti starfa sem þeir sjálfir hafa verið kjörnir eða valdir til lýsa yfir stuðningi við tilskilinn aðila. Með því er  frambjóðendum ekki einungis gert að kynna sig á meðal almennra félaga heldur þurfa þeir líka að kljást við yfirlýsta skoðun forystumannana eða flokkseigandafélaganna um að einn sé betri en annar til að veljast til starfa. Þá er betra að þekkja réttu menninina , ef maður ætlar sér eitthvað.

Kannski er hluta orsaka lýðræðishallans í þjóðfélaginu einmitt að leita í vinnubrögðum forystumanna sem telja að það sé þeirra að ákveða hverjir komast áfram.

 

http://eyjar.net/?p=101&id=27861

  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband