Humm, hvaða skoðun ætla þeir að hafa?

 

Humm, Sjálfstæðisflokkurinn sýnir enn einu sinni hversu gersamlega vonlaus hann er, þegar kemur að því að taka ákvarðanir. Öllum er og hefur verið ljóst í lengri tíma að sú örmynt sem við notum nú gengur ekki til lengdar. Við þurfum að skipta út mynt ef við ætlum okkur að komast út úr þeim öldudal sem sem einkavinavæðingin hefur komið okkur í. Á því máli þora menn ekk að hafa skoðun að svo stöddu.

Evrópunefnd Sjálfstæðisflokksins er svona dæmigerð nefnd þeirra íhaldsmanna. Hún þorir ekki að segja neitt það sem skiptir máli fyrr en nefndarmenn eru orðnir öruggir um hver sjónarmið forystunnar, sem eftir á að kjósa hefur sagt sitt um málið. Þá fyrst geta þeir tekið undir eins og gapandi páfagaukar. Og verið sammála þeim er stjórnar, hver svo sem skoðun, eða ekki skoðun hans verður.

Einhvern veginn hefur maður það sterkt á tilfinningunni að árangur þess landsfundar sem fram fer nú um helgina verði ekki í takt við þær væntingar sem til eru  gerðar hjá þeim flokki  sem einu sinni var stærsti stjórnmálaflokkur landsins. Að málefnavinnan falli í skuggann af formannskjörinu og áfram verði beðið eftir að Sjálfstæðisflokkurinn verði flokkur skoðana og stefnu. Að áfram ríki sama ákvörðunarfælnin og áður í þeim málum er mestu skipta fyrir þjóðina þessa dagana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Hannes þú verður að gera greinarmun á Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni.   Íhaldsmenn ástunda lýðræði sem fellst í því að meirihluti landsfundarfulltrúa ræðir málin og kemst að niðurstöðu.   Samfylkingin felur auglýsingastofu að prenta stefnuna í lit á glanspappír fyrir landsfund og kynnir flokksmönnum sem hafa svo ekkert um málið að segja.

Þú vilt kannski hafa hlutina svona eins og í Sovét í þá gömlu góðu, en í öðrum flokkum hefur grasrótin áhrif.   Kannski þorir landsfundurinn íhaldsins ekki að taka afgerandi afstöðu, það kemur í ljós á sunnudag en þangað til finnst mér nú ekki tímabært að skammast.   Nema að þú teljir Sovét aðferðir Samfylkingarinnar svona mikið til fyrirmyndar að það eigi bara ekkert að spyrja flokksmenn álits?

G. Valdimar Valdemarsson, 26.3.2009 kl. 13:48

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Hannes:

Ég verð nú að taka undir orð G. Valdimars Valdemarssonar, að við ættum kannski að bíða þar til fundinum er lokið.

Ég er reyndar svartsýnn á að einhverjar breytingar verði á ESB stefnu flokksins, en held samt enn í vonina.

Auðvitað ræður meirihluti landsfundarfulltrúa hvernig þetta mál fer. Á hitt ber að horfa að ekki eru allir kjósendur Sjálfstæðisflokksins flokksbundnir og þaðan af síður landsfundarfulltrúar. Ég leyfi mér að fullyrða að hinn "venjulegi" landsfundarfulltrúi er meira til hægri og frekar andsnúinn ESB en hinn venjulegi" kjósandi flokksins. Ég óttast því að neikvæð afstaða Landsfundar hafi einnig neikvæð áhrif á fylgið. Hins vegar má segja að neikvæð afstaða Landsfundar til ESB aðildarviðræðna tryggi þó að þeir sjálfstæðismenn sem andsnúnir eru aðild yfirgefi flokkinn. Þetta er allt hið erfiðasta mál, því miður!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 26.3.2009 kl. 14:01

3 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Leiðrétting:

Hins vegar má segja að neikvæð afstaða Landsfundar til ESB aðildarviðræðna tryggi þó að þeir sjálfstæðismenn sem andsnúnir eru aðild yfirgefi ekki flokkinn. Þetta er allt hið erfiðasta mál, því miður! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 26.3.2009 kl. 14:03

4 Smámynd: Hannes Friðriksson

No það eru bara boxhanskarnir uppi hjá G.Valdemar núna, Ég var nú bara að spekulera í þessum fréttum frá í morgun þar sem fram kom að Evrópunefnd eins flokksins gæti ekki tekið afstöðu, og enginn virðist geta gefið upp afstöðu sína fyrr en ljóst er hver hefur verið valinn formaður. Maður skyldi nú ætla að eftir svo mikla og nákvæma úttekt sem þeir hafa gengið í gegnum ættu menn að hafa myndað sér skoðun, en enn og aftur kemur í ljós að flokkurinn er fyrst og fremst hagsmunaflokkur, annars vegar sjávarútvegsins sem hreint ekki vill heyra á það minnst að gengið verði til aðildarviðræðna, og hinsvegar samtaka iðnaðar og verslunar sem sjá ekki aðra skynsamri leið til að leysa þau vandamál sem við stöndum frammmi fyrir.

Og eins og þú sérð G. Valdimar er meira að segja einn af frambjóðendum flokksins nokkuð sammála mér í því að þetta sé hið versta mál fyrir flokkinn og hreint ekki ljóst hvernig það endar. Og að þær væntingar sem menn höfðu gert sér um  afgreiðslu þessa máls ekki að vænta í bráð. Menn verða áfram sammála um að vera ósammála og taka ekki neina efnislega afstöðu til málsins. Ég skil nú ekki þessa ósviknu andúð þína á Samfylkingunni og störfum  og starfaðferðum hennar sem verða til þess að þú dregur hana inn í alla umræðu hvort sem hún sé i henni eða ekki.

Með bestu kveðju

Hannes Friðriksson , 26.3.2009 kl. 16:29

5 Smámynd: Haraldur Hansson

Til hvers eigum við að skipta um mynt?

Hvernig hjálpar evrópsk mynt okkur upp úr öldudal?

Ef við erum með lítið og kvikt hagkerfi þar sem verðmætasköpun er m.a. háð aflabrögðum, hvort er þá betra að hafa litla sveigjanlega mynt eða stóra, sterka og evrópska? Ef við settum stefnuna aftur á að gera Ísland að alþjóðlegri fjármálamiðstöð myndi ég skilja þetta með evruna, en við erum bara fámenn þjóð þar sem fiskveiðar verða ein helsta stoðin í fyrirsjáanlegri framtíð. 

Ég efast ekki um að það sé dýrt fyrir fámenna þjóð að hafa eigin mynt. En ég óttast að það verði miklu dýrar að kasta henni.

Haraldur Hansson, 26.3.2009 kl. 19:36

6 identicon

Gjaldmiðill er mælieining á sötðu efnahagsmál ekki orsök eða afleiðing. Hel að betra sé að hafa íslenska mælieiningu en belgíska. Veik stað er til marks um lélega efnahagsstjórn en ekki lélegan gjaldmiðil.

Ingi (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 21:02

7 identicon

Þetta voru orð í tíma töluð, Ingi og Haraldur. Umræðan um krónuna undanfarinn vetur hefur verið svo vitlaus að engu tali tekur. Annars vegar er fullyrt að krónan sé "ónýt" og geti aldrei lagast aftur og "eðlislægu gagnsleysi" hennar kennt um allt sem aflaga hefur farið. Hins vegar hefur verið bent á að það voru ítrekuð og alvarleg mistök við efnahagsstjórn sem áttu stóran þátt í að koma okkur í þá stöðu sem nú er uppi. Það þarf enga ofurgreind til þess að sjá að þessar tvær skýringar eru í mótsögn hvor við aðra.

Það gefur augaleið að ef hægt er að skaða krónuna með slæmri efnahagsstjórn, þá ætti að vera hægt að bæta hana með góðri efnahagsstjórn, þó það gæti tekið töluverðan tíma. Það er klárt í mínum huga að umræðan um krónuna hefur mikið til snúist um það að finna rök fyrir aðild að ESB, ekki lausn efnahagsvandans.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 11:33

8 Smámynd: Jóhann Ólafsson

Æææi Hannes enn á ný ert þú að tjá þig um málefni sem þú greinilega þekkir lítið til. Vinnubrögðin sem þú lýsir hér eru ekki viðhöfð á landsfundi sjálfstæðismanna. Taktu t.d. niðurstöður endurreisnarnefndar. Geir Haarde var nú ekkert sérlega hrifinn af niðurstöðunum, þannig að þar var nú ekki fylgt línu forystunnar. Vinsamleg ábending: Skrifaðu minna en með meiri gæðum !

Jóhann Ólafsson, 27.3.2009 kl. 12:38

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þessi ræfils flokkstuska er að staðfesta að hún er gagnslaus til allra góðra verka.  Þær systur Hræðsla og Heimska leggja saman í púkk og útkoman náttúrulega eigi góð.  Skiljanlega.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.3.2009 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband