Miðvikudagur, 1. apríl 2009
Að finna leiðina framhjá.
Bjarni rökstyður þessa hjásetu með því að að hvort eð myndu menn finna leiðir framhjá þessum reglum, og telur að þar með sé í raun óþarft að setja yfirleitt einhverjar reglur. Hann virðist því miður og þrátt fyrir yfirlýsingar flokksins um breyttar áherslur komin í sama gír eiginhagsmunavarnarinnar og áður. Hann vill vernda sína menn sem ekki skila heim þeim gjaldeyri sem þeim ber.
Eitt meginhlutverk löggjafans er að setja reglur og lög. Að senda sterk skilaboð út í þjóðfélagið um þær leiðir er fara skal hverju sinni. Í gærkvöldi hugðist núverandi ríkisstjórn senda þau skilaboð að þær aðferðir sem útgerðarmenn hefðu beytt undanfarið yrðu ekki liðnar lengur. Að þær væru hvorki sjávarútvegnum sem heild til góðs né heldur almenningi í landinu.
Undir þetta gat Sjálfstæðisflokkurinn ekki tekið og fannst frekar en að samþykkja að um þetta skyldu gilda reglur, að benda mönnum á að reyna frekar að finna leiðina framhjá þeim. Því í huga þeirra skiptir miklu máli að ekki séu reglur á vegi þeirra til að hindra einstaklinginn á vegferð sinni í gegnum lífið, jafnvel þó að það kosti að heilt þjóðfélag þurfi að fara á hausinn þessvegna. Þeir ætla sér að klára málið, eins og Þorgerður Katrín hvatti þá til á landsfundinum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:50 | Facebook
Athugasemdir
Það er nú samt þannig með löggjöf, að maður verður að dæma hana af því hvaða áhrif hún hefur en ekki hvort manni finnst hún vera góð eða slæm
Höft skipta fólki í tvo hópa:
Annars vegar heiðarlega eða vanmáttuga fólkið sem fylgir hertum reglum.
Hins vegar þeir sterku, ríku og ófyrirleitnu sem geta svindlað og gera það. Þessi hópur fær forskot á fyrri hópinn, þar sem honum tekst að sumu eða öllu leyti að svindla sér úr greipum ríkisvaldsins.
Höft virka aldrei til langs tíma. Þau ala á spillingu, óhagræði og ranglæti. Ekki síst eru þau ósanngjörn fyrir heiðarlega fólkið.
Þórarinn Sigurðsson, 1.4.2009 kl. 12:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.