Fimmtudagur, 9. apríl 2009
Var einkavæðingarnefnd óbrigðul?
Illugi Gunnarsson sem sat í einkavæðingarnefnd þegar tekinn var ákvörðun um sölu á hlut ríkisins á hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja sá ástæðu til þess að láta það koma fram eftir fréttaflutning Ríkisútvarpsins nú í kvöld að enginn hefði hingað til borið brigður á störf og aðferðir einkavæðingarnefndar við þá sölu. Það er nú hreint ekki rétt hjá honum og raunar ótrúlegt að hann skuli henda slíkri staðhæfingu fram. Það gerðu margir sem ekki skildu hversvegna opinberum aðilum þ.e sveitarfélögunum var ekki heimilað að kaupa þennan hlut. Það virðist komið í ljós nú hversvegna það var..
Annars er það athyglisvert að maður í hans stöðu sem sat í einkavæðingarnefndinni og seinna stjórnarmaður í Glitnisjóðum hefði sjálfur og án nokkurar aðstoðar utanaðkomandi aðila átt að geta gert sér það ljóst undir því ferli sem sem kom eftir að eitthvað var meira en lítið galið við það ferli sem málið fór í. Bara það að meðeigendum ríkisins sem í þessu tilfelli voru sveitarfélögin sem byggðu upp fyrirtækið var meinað að bjóða og einungis að neyta forkaupsréttar hefði átt að hringja nokkrum bjöllum í hausnum á honum.
Illuga Gunnarssyni fer það alls ekki vel að vera að reyna að verja störf þeirrar einkavæðingarnefndar sem hann sat í og var þar á ábyrgð þáverandi forsætisráðherra sem tók við greiðslum frá FLgroup nokkrum dögum seinna eftir að bréfið barst frá Gltni. Á þau störf er vel hægt að bera brigður í ljósi þeirra upplýsinga sem fram eru komnar, og þeir félagar í einkavæðingarnefndinni hefðu átt að hlusta á sinum tíma þegar þeim var bent á að eðlilegt væri að sveitarfélögin fengju að kaupa þennan hlut.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:11 | Facebook
Athugasemdir
Það er alveg á hreinu að Illuga Gunnarssyni er ekki stætt lengur að vera í pólitík.Sóðaslóð hans er að lengjast.
Númi (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 12:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.