Byltingin borðar börnin sín.

 

Byltingin borðar börnin sín var mín fyrsta hugsun þegar ég fletti Mbl. nú í morgun. Sá flokkur sem ég áður tilheyrði er nú að sýna sitt rétta andlit. Og standa nú saman allir sem einn í að láta sem svo að enginn hafi vitað eitt eða neitt um fjármál þess flokks er þau tilheyra.Svona svipað og þau hafi ekki vitað um fjárhag ríkis og banka þegar það hrundi allt saman.

 

Sökudólgarnir eru fundnir, annars vegar fársjúkur fyrrverandi formaður flokksins, og hinsvegar skaðbrenndur fyrrverandi heilbrigðisráðherra sem hampað var af flokksmönnum sökum starfa sinna sem engin vill nú við kannast  á þeim tíma er um ræðir væntanlega undir áhrifum sterkra verkjalyfja . Núverandi forysta sem ekki vissi neitt er alsaklaus og vill helst fara að tala um pólitík. Svo virðist þrátt fyrir allt að einu mennirnir með snefil af sómatilfinningu innan þessa flokks í dag séu þeir formenn félaganna sem skrifuðu undir stuðning sinn við Guðlaug Þór, vitandi það að sameinuð stöndum vér en sundraðir föllum vér.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fyrrum menntamálaráðherra hin ábyrga kveður sér hljóðs í morgunútvarpi Bylgjunar í morgun og eins og í dæmi samherja síns Guðlaugs, og jafnvel fjármálum sinnar eigin fjölskyldu hefur hún hvergi nærri komið þegar hún án þess að hugsa hendir því fram að núverandi ríkistjórn hafi ekkert gert og atvinnuleysi það sem nú er við að stríða sé á ábyrgð núverandi stjórnar. Sú stjórn hafi ekkert gert, það sýni atvinnu-leysistölurnar.

Kannski er vandamálið hvað varðar þjóðstjórnina á sínum tíma einmitt að koma í ljós núna, svipað og með fjármál Sjálfstæðisflokksins, að þeir sem með fóru höfðu ekki minnsta skilning á þeim tölum sem fyrir þá voru lagðar.

Það ætti Þorgerður Katrín að vita, svipað og flestir aðrir borgarar þessa lands að í flestum tilfellum er uppsagnartími þeirra er fastráðnir eru þrír mánuðir. Sem þýðir að flestir  þeir sem nú þegar hafa misst sína vinnu var sagt upp þegar hún sjálf var við stjórnvölinn, og ef hún og flokksmenn hennar hefðu til að mynda haldið á málum eins og þau voru kjörin til væru sennilega mun færri atvinnulausir í dag. Þar þýðir lítið að kenna núverandi stjórn um frekar en að maður trúi að öll ábyrgð á vandamálum Sjálfstæðisflokksins hvíli á herðum fyrrverandi forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Takk fyrir þetta. Ég get ekki verið meira en sammála þér.

Úrsúla Jünemann, 14.4.2009 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband