Miðvikudagur, 15. apríl 2009
"Frasastjórnmálamaðurinn" Ragnheiður Elín
Þingmaðurinn Ragnheiður Elín Árnadóttir gerir í mbl. í morgun eins og svo oft áður í þinginu hún veður fram og athugar ekki málið frekar en svo oft áður. Sakar Samfylkinguna að beita "brellupólitík", þegar þeir birta verkefnalista sinn sem auglýsingu.
Kannski þessi grein "Frasastjórnmálamannsins" Ragnheiðar Elínar útskýri þó ýmislegt um þá stöðu sem íslenskt þjóðfélag er komið í núna, ef grein hennar er dæmigerð fyrir skilning þeirra sjálfstæðismanna á gildi verkefnalista. Velti fyrir mér hvort þeir sjálfstæðismenn hafi hakað við til að mynda einhvern lið í verkefnalista sínum þar sem stóð "Athuga skal hvort stærð íslensku bankanna ógni íslensku hagkerfi" og litið svo á að þeirri athugun væri lokið, þó meiningin hafi í raun verið að hafin skyldi vinna við athugun slíka. Það skyldi þó aldrei vera. Það er nefnilega eðli vinnulista að þegar verk er sett í gang að merkt sé við þegar það er gert.
Ragnheiður skrifar gegn sinni betri vitund, nema ef það sé svo að hún skilji ekki skrifað mál, það myndi skýra málið til hlítar ef maður tekur til að mynda fyrsta textann sem hún fjallar um sem hljóðar svona "Verðmati íslensku bankanna lokið sem fyrst samhliða endurfjármögnun. Eyða þarf óvissu sem hamlar starfseminni svo sem með samningum við kröfuhafa, innlenda og erlenda , þ.m.t. vegna innistæðna". Og spyr svo sjálfa sig á eftir hvort hún hafi misst af einhverju.
Já það er ljóst að hún hefur misst af einhverju miklu. Og sennilega hefur það eitthvað með lesskilning hennar að gera gangi maður út frá að það sem maður sem ég hef feitletrað hér á undan hangi nú saman með restinni af textanum. Það er greinilegt af textanum að þessari stefnumótun, eða ásetningi um að þessu skuli hrint í framkvæmd.
Annars er það eitt sem er kannski sérstaklega áhugavert við grein Ragnheiðar séð í ljósi þeirra orða formanns flokksins um að flokkur þeirra þurfi að fá tækifæri til að komast út úr þeirri spillingarumræðu sem flokkurinn kom sér í og útskýra fyrir þjóðinni sín stefnumál. Það gerir hún ekki í greininni heldur heldur sig við taktíkina sem ákveðin hefur verið af Sjálfstæðismönnum í Suðurkjördæmi og það er að tala meira um hvað aðrir flokkar hafa ekki gert. Sumir kalla það mykjudreifingu.
Nú virðist svo vera að fyrsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sé komin persónulega í starf mykjudreifarans og fer hamförum, m.a. í austasta hluta kjördæmisins þar sem sögum um fjármál Samfylkingarinnar - sem enginn fótur er fyrir - er dreift eins og enginn sé morgundagurinn. Þar er því haldið fram við hvern sem vill hlusta að Samfylking hafi fengið tugi milljóna króna afskrifaðar hjá Stöð2 vegna auglýsingakostnaðar. Sögur þessar eiga sér enga stoð í raunveruleikanum og eru frekar byggðar á óskhyggju frambjóðandans til þess að létta sér lundina í endalausum hrunadansi Íhaldsins þessa dagana.
Slíkur mykjuburður er ekki sæmandi neinum þeim stjórnmálamanni sem sækist eftir kjöri Alþingis nú í kosningabaráttu sem á að snúast um framtíð þjóðar sem á í miklum vanda. Nú eru það málefnin sem gilda og þær lausnir sem flokkarnir hafa upp á að bjóða. Það verður fróðlegt og skemmtilegt þegar mykjudreifarataktikinni verður hætt á Suðurlandi og þeir Sjálfstæðismenn fara að verða tilbúnir að tala um lausnir. En kannski er það háttur fólks, sem hefur ekkert markvert fram að færa, að rægja aðra - eða hvað?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:37 | Facebook
Athugasemdir
Hvaða stefnumál heldur þú að Sjálfstæðisflokkurinn hafi? Þau hreinlega ljúga að þjóðinni um að þau muni ekki hækka skatta! Hvar á að taka peninga til að rétta þjóðfélagið af? Auðvitað þarf að hagræða einhverstaðar og hækka skatta á hálaunafólk. Það er aðeins sanngjarnt. Svo er best fyrir stjórnmálamenn yfirleitt að segja satt því þjóðin mun ekki láta plata sig aftur. Ástandið núna er í boði Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar sem einkavæddu bankanna og gáfu græðgisöflunum frítt spil til að arðræna þjóðina sem nú er í sárum. Svo veina þau um aðgerðarleysi 80 daga stjórnarinnar! Hvað eru þau búin að hafa mörg ár til að skapa hér manneskjulegt samfélag? Þessi ár voru nýtt til að ræna þjóðina skipulega og hygla græðgispakkinu. Þau ættu að athuga það að það tekur tíma að snúa þjóðfélaginu í rétta átt aftur svo fólk geti búið hér í framtíðinni.
Ína (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 13:08
Já sumir sjá bara alls ekki flísina í eigin auga, ekki eins og Samfylkingin hafi verið með bankamálaráðherrann í síðustu ríkisstjórn þegar mestu teiknin voru á lofti eða hvað? Við skulum endilega hneikslast á aurkasti meðan við notum tækifærin og svörum í sömu mynt.
Varðandi athugasemdir Ragnheiðar Elínar á heilsíðuauglýsingu Samfylkingarinnar er ég henni algjörlega sammála. Þetta er léleg auglýsingabrella gerð til að veiða þá aðila sem ekki nenna að lesa allan textann. Þetta þætti lélegt viðskiptasiðferði. Síðan hvenær hakar maður við á verkefnalista áður en maður er búinn með verkin? Auglýsingin lætur líta svo út sem allar þessar framkvæmdir séu búnar en eru í raun allar í vinnslu, vinnslu, vinnslu, þrætum, meiri þrætum og vinnslu meðan þjóðin er á leið fram af hengifluginu. Það hlýtur jú að vera þessu mikilvægara að ausa drullu og aur yfir Sjálfstæðisflokkinn en sýna fram á raunverulega verkefnisstöðu hjá Samfylkingunni.
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 15.4.2009 kl. 13:56
Auðvita munum við láta plata okkur aftur...það sína nú nýjustu skoðanakannanarnir. Miðað við umræðuna um styrki ti Sjallanna er ótrúlegt að þeir virðast fá byr í seglin. En hvað ætlar Samfylkingin að gera eftir kosningar..við vitum að það verða skattahækkanir..en hvar á að taka þessa auknu skatta. Á að taka þá úr galtómum vösum húseigenda, eða hjá þeim sem eru á atvinnuleisisbótum, það er auðvita endalaust hægt að hirða af öryrkjum. Örugglega ekki af fjármagnseigendum t.d. þeim sem voru styrktir af ríkinu við fall bankanna umfram ábyrgðarskyldu ríkissins. Örugglega ekki af kvótaeigendum sem leigja frá sér aflaheimildi og sóla sig á Kanarí í boði ráðamanna.
Guðmundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 16:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.