Laugardagur, 18. apríl 2009
Kasper, Jesper, og Jónatan.
Bæjarstjórar þriggja bæjarfélaga, Vestmannaeyja, Ísafjarðar, og Snæfellsbæjar, hafa nú í morgun verið sendir út af örkinni af hræðsluáróðursdeild íhaldsins og skrifa grein um hugsanlegt afnám kvótakerfisins. Kerfis sem allir hafa verið sammála um að ekki er nein sátt um. Þeir segja að vinstri flokkarnir (sem nú eru orðnir Grýlan) hyggist hrinda í öllum þeim málum í framkvæmd sem þjóðin hafi mörgum sinnum hafnað. Telja upp atvinnuuppbyggingu í kringum orkufrekan iðnað sem eitt af þeim dæmum. Ekki eru þó liðnir nema örfáir klukkutímar síðan að fjárfestingasamningur um Álver í Helguvík var samþykktur eftir að Sjálfstæðismenn höfðu nær klúðrað því máli sökum málfundaræfinga án innihalds.
Þeir Kasper, Jesper, Jónatan sem allir tilheyra þeim flokki er nú hefur rekið heilt þjóðfélag í þrot kalla grein sína "Vinstri flokkarnir lofa að reka sjávaúteginn í þrot", og vitna til þeirrar umræðu um að nú væri tækifærið til að ríkið leysti til sín kvótann, í ljósi þeirrar staðreyndar að ríkið situr nú uppi með stóran hluta skulda útgerðarinnnr í gegnum bankanna.
Einhvern veginn fær fær maður á tilfinninguna að þessir kallar séu miklir menn og háir á velli sem kalli ekki allt ömmu sína þegar kemur að atvinnuþáttöku þeirra sjálfra. Að þetta séu mennirnir sem mættir eru niður í frystihús eldsnemma á morgnanna til að vinna í slori. Enda velja þeir að gera aðrar atvinnugreinar svo sem menningu og listir tortryggilegar eða lítilsvirði í saman burði við störf sín. En allt þetta þarf þó að vinna eigi að síður, svo hér megi þrífast blómslegt samfélag með áherslum á sem viðasta upplifun þegnanna.
En steinin tekur þó úr þegar kemur að millifyrirsögn í greininni þar sem þeir í anda einkaeignarstefnu Sjálfstæðisflokksins koma sér að því sem þeim er mest í huga og opinbera það grímulaust. Á að taka aflaheimildinar frá afkomendunum? Og væla svo yfir þeirri skynsemlegu afstöðu landsfundar Samfylkingar að stefnt skuli að að aflaheimildir í núverandi fiskveiðistjórnunar kerfi skuli svo fljótt sem auðið er innkallaðar. Það skýrir kannski hversvegna flokkur þeirra gat ekki hugsað sér að sett yrði inn í stjórnarskrá ákvæði um að auðlindir þjóðarinnar skuli vera í þjóðareign. Það hentar ekki afkomendum íhaldsins sem heldur að auðlindin sé einum merkt.
Nú er ljóst að margar leiðir hafa verið ræddar hvað innköllunina, og að fyrningarleiðin er ein þeirra. Jafnframt er þeim ljóst er fylgst hafa með að menn hafa talað um og meira að segja gert sér grein fyrir að komi til slíkrar innköllunr verði það að gera í sátt aðila að svo miklu leyti sem það er unnt. Þar verður að taka tillit til þjóðarhagsmuna og að hér verði rekin útgerð áfram. Hræðsluáróður þeirra félaga sýnir svo ekki er um villst að í þeirra huga er alltaf bara um eina leið að velja og ekki borgi sig að hugsa um málamiðlanir sem geti komið öllum til góða. Þeir hugsa Flokkurinn fyrst og fólkið svo.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þessir andskotans glæpamenn sem við köllum sægreifa í daglegu tali fengu fiskveiðikvótann fyrir nákvæmlega samtals ekki neitt, kr. 0! Síðan hafði landráðamaðurinn Halldór Ásgrímsson, holdgervingur framsóknarflokksins fyrr og síðar, það í gegn í eigin hagsmunaskyni, að koma á framsali aflaheimilda og þar með varð fjandinn laus. Braskið fór á fullt, óheiðarlegir eiginhagsmunaseggir seldu og leigðu veiðiréttindi, notuðu peningana í brask óviðkomandi sjávarútvegi eða settust að í útlöndum í vellystingum. Svo þegar þjóðin krefst aftur sameignar sinnar, réttar síns um að fá aftur veiðiheimildirnar til að úthluta af réttlæti gegn eðlilegu afnotagjaldi, brjálast glæpahyskið og heimtar bætur eða varanlegan eignarrétt á auðlindinni.
Sægreifarnir borguðu ekki krónu fyrir veiðileyfin og eiga því ekki að fá krónu fyrir þau þegar þau verða innkölluð. Nær væri að reikna út uppsafnaðar leiguskuldir sægreifanna við þjóðina fyrir áratuga ókeypis afnot af sameign þjóðarinnar.
corvus corax, 18.4.2009 kl. 11:31
Merkilegt að þessir bæjarstórar sem reka bæjarfélög og hafa orðið fyrir flólksflótta suður út af hamförum Kvótakerfisins. Skuli verja hamfarirnar.
Þetta er kerfi sem byggir á óréttlæti, ranglæti, mannréttindabrotum, brottkasti afla, efnahagslegri misskiptingu, upplausn, hrörnun og flótta, óöryggi, "hagræðingu", einkaeign útvalinna og algjöru siðleysi. Afleiðingin af þessu, auknar skuldir útgerða og minni fiskstofnar. Hér þarf að breyta miklu, enda vitlaust gefið.
Sorglegt að sjá formann sambands íslenskra sveitarfélaga í þessum slæma félagsskap. Burt með manninn.
Sigurpáll Ingibergsson, 18.4.2009 kl. 14:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.