Kennitölusafnarar íhaldsins

 

Það er margt furðulegt sem maður heyrir nú í aðdraganda kosninga, eitt þeirra mála sem mér finnst þó hvað furðulegast er hve erfiðlega gengur að útrýma þeim persónunjósnum sem Sjálfstæðisflokkurinn stundar inn á kjörstöðum í Suðurkjördæmi, þar sem þeir sitja og merkja við kjósendur, og bera svo út af kjörstað þau gögn til að geta hringt í þá er ekki hafa kosið á ákveðnum tíma. Aðferð sem þeir hafa lengi beitt, en aðrir flokkar hafnað.

Það er náttúrulega ekki að ástæðulausu að stofnun eins ÖSE skuli senda núna fulltrúa sína hingað til að fylgjast með kosningunum, og rétt að benda þeim einmitt á þetta atriði sem viðgengist hefur þrátt fyrir að persónuvernd hafi við síðustu kosningar lagst gegn þessari aðferð og talið að hér væri um ósvífna aðför að persónufrelsi manna að ræða.

Það er hreint ótrúlegt að flokkur eins og sjálfstæðisflokkurinn sem kennir sig við lýðræði og skoðanafrelsi skuli á jafn ósvífinn hátt telja það hlutverk sitt að fylgjast með hverjir hafi kosið og hverjir ekki. Það er í raun hlutur sem engum kemur við hvort viðkomandi aðili hafi valið að kjósa eða ekki.

Okkur er sagt að að sé undir hverjum og einum komið hvort þessir fulltrúar flokksins séu á staðnum og fylgist með þegar við segjum hver við erum áður en við kjósum, og hverjum borgara þar með gert kleift að reka út þessa kennitölusafnara Flokksmaskínunar. Kerfi sem hreint ekki virkar í minni og meðalstórum bæjarfélögum þar sem allir þekkja alla.

Þegar kemur að þessum lið lýðræðisins er hreint ekki skrýtið að okkur sé líkt við Zimbabwe eða önnur þau ríki sem ekki teljast til þeirra vanþróaðra ríkja.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Ólafsson

Mikið óskaplega hatar þú Sjálfstæðisflokkinn Hannes. Eru ekki einhverjir góðir menn sem geta aðstoðað þig úr þessum sálrænu flækjum ?

Jóhann Ólafsson, 21.4.2009 kl. 13:23

2 Smámynd: Hannes Friðriksson

Blessaður Jóhann

Ég skil nú ekki hvernig þú sérð hatur út úr þessum skrifum mínum þar sem ég er eingöngu að ræða um lýðræðislegar kosningar og þá eðlilegu kröfu um að ekki sé verið að bera gögn út af kjörfundi á meðan kosningar eru í gangi. Kannski liggur vandamálið meira hjá þér sem ekki virðist geta rætt málin málefnalega, ehldur lítur á allt slíkt sem árás á blessaðan FLokkinn

Með bestu kveðju og ósk um gleðilegt sumar

Hannes Friðriksson , 21.4.2009 kl. 13:49

3 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Hannes, ég er mjög sammála þér. Annars var ég að hugsa um að biðja Sjálfstæðisflokkinn að sækja mig á kjörstað (sem þeir stundum bjóðast til að gera) - og kjósa svo allt annað.

Úrsúla Jünemann, 21.4.2009 kl. 14:12

4 Smámynd: Hannes Friðriksson

Úrsula

Þetta er náttúrulega alveg frábær hugmynd, ætli maður spari ekki bensínið þennan dag og fái þá í að skutla mér líka

Hannes Friðriksson , 21.4.2009 kl. 14:51

5 identicon

Góður punktur.

Helga Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband