Með blóðþrútin augu og rauður af bræði.

 

Margt má nú segja um málefnalega umræðu þeirra félaga og fóstbræðra Árna Sigfússonar og Böðvars Jónssonar í Reykjanesbæ. En keyrði þó um þverbak í gærkvöldi á bæjarstjórnarfundi þar sem þeir fóru í áður óþekktar lægðir hvað varðar lágkúru í málflutningi sem minnti helst á óuppalda  ribbalda í sandkassa. Sá málflutningur sem þeir viðhöfðu voru þeim hreint ekki til sóma, né heldur fyrirmynd fyrir þá unglinga sem sátu áhorfendur þennan fund til að læra hvernig slíkt fer fram.

Tilefni umræðunnar sem var svar bæjarstjórans við fyrirspurn Ólafs Thordersen , og tillaga minnihlutans um málefni Fasteignar,um að óháður endurskoðandi yrði fenginn í það mál að sjá hvað væri rétt og hvað væri rangt, og hvort þetta ævintýri þeirra væri að bera þann ávöxt sem til var sáð. Menn voru ekki ánægðir með þau svör sem bæjarstjórinn hafði gefið, og töldu þau beinlínis misvísandi, en í þessu dæmi eins og svo mörgum málum áður, skildu menn ekki aðferðafræðina sem bæjarstjórinn beitti við þetta svar. Menn skildu hana heldur ekki þegar sá sami maður með sömu aðferðum var búinn að setja Tæknival lóðbeint á hausin með 1000 milljónir í mínus, og var í framhaldinu vísað á dyr í því fyrirtæki. Og skilja hana ekki enn.

En það sem ég nú ætlaði að ræða hér um var sá subbuskapur og mannfyrirlitning sem þeir félagar sýndu málflutningi Sveindísar Valdimarsdóttur bæjarfulltrúa þegar hún benti þessum háu herrum á að þeir bæjarfulltrúar sem jafnvel í minnihluta væru hefðu rétt til þess að spyrja spurninga, og fá skiljanleg svör, en ekki eitthvað reiknisdæmi byggt á nýrri  aðferðafræði bæjarstjórans hverju sinni.

Það að bæjarstjórinn sem hingað til hefur kennt sig við kristileg gildi, og góða siði skuli leyfa sér undir ræðu bæjarfulltrúans sem kjörin er af íbúum Reykjanesbæjar, að kalla fram í og benda henni á að hún fengi ekki vinnu hjá einkafyrirtæki er náttúrulega út úr korti. Hver heldur eiginlega þessi maður að hann sé? Ekki bætti litli kútur Böðvar Jónsson málið þegar hann sté í ræðustól  með blóðþrútin augu og rauður af bræði og sagði þær ræður og mál sem úr þessari átt kæmu væru í flestum tilfellum bull og  þvaður svo notuð séu orð hans sjálfs.

Slíka menn höfum við ekkert við að gera í bæjarstjórn Reykjanesbæjar nú þegar mikilvægara er en nokkru sinni fyrr að koma bæjarfélaginu út úr þeim brimsköflum sem bærinn er í, bæði sökum slælegrar stefnumörkunar í fjármálastjórn bæjarins, svo og þeirrar fjármálakreppu er ríður yfir þjóðina. Þeim færi betur að segja af sér og reyna að finna sér starf hjá einkafyrirtæki með þann frábæra feril sem þeir skilja eftir sig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Slíka menn?  Sleggjudómar og tuð.  Af hverju flytur þú ekki úr bænum ef þú ert svona ósáttur?  Slíkt fólk þurfum við ekki í bæjarfélaginu, getur það ekki staðist líka? 

Eg spyr út í loftið til okkar allra..."er eigin aumingjaháttur öðrum um að kenna en okkur sjálfum"

Þú mátt túlka spurninguna eins og þér þóknast.

íbúi (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 15:12

2 Smámynd: Hannes Friðriksson

íbúi

Nú sagði ég að slíka menn höfum við ekki við að gera í bæjarstjórn en mín vegna mega þeir vera hér í bæjarfélaginu . Það sagði ég sökum þess að þeir hafa ekki þann þroska að geta virt skoðanir sem þeim ekki hugnast, né heldur þær persónur sem fyrir þeim standa. Nei það er nefnilega rétt sem þú segir að sé um aumingjahátt að ræða þá er hann venjulega sjálfum manni að kenna, en kannski er nú hér frekar um athuganarleysi, en aumingjaskap að ræða, sértu að ræða bæjarmálin. Nei vinur ég er ekki ósáttur, heldur kannski frekar á annari skoðun sem ég leyfi mér að berjast fyrir, og hef nú hugsað mér að vera hér búandi áfram. Það byggist kannski á að það er margt annað sem ræður búsetu manns heldur póltísk viðhorf.

Með bestu kveðju

Hannes Friðriksson , 22.4.2009 kl. 15:56

3 identicon

Gott svar.  Rétt, var að ræða um bæjarmál.

Meira síðar, verð að hrósa þér fyrir svarið aftur, hittir naglann á höfuðið.

Íbúi (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband