Miðvikudagur, 22. apríl 2009
Þorskurinn mun kjafta frá frétti þeir að þjóðin eignist kvótann
Nú dynur á okkur hræðsluáróðurinn frá eiginhagsmunaseggjum íhaldsins, um að framundan sé algert hrun og sjávarútvegnum verði rústað nái yfirleitt einhverjar hugmyndir fram að ganga um að kvótinn gangi til þjóðarinnar. Að hér verði ekki veitt framar og og allt fari á annan endann. Þetta er hræðsluáróður.
Hvernig var þetta fyrir tíma kvótans? Voru ekki hér blómlegar fiskvinnslur í nánast hverjum firði, og fjörugt mannlíf í hverjum bæ. Þeir tímar eru liðnir og byggðir og útgerðarmenn berjast fyrir hverju grammi af kvóta með tilheyrandi skuldsetningu.
Nú vita þeir hræðslubandalagsmenn vel að út í aðgerðir eins innköllun kvótans verður ekki farið nema í samráði við aðila markaðarins, og það er þeirra að að taka þátt í því samráði og mótun lausnar sé verður viðunandi fyrir alla aðila. Í stað þess að reka hér hræðsluáróður um allt muni fara á hvolf verði það ekki sömu menn sem veiða fiskinn. Málið er þeir eru ekki ómissandi og margir sem veitt geta þennan fisk með samskonar veiðifærum. Og jafnvel gert það á arðbærari hátt en nú er.
Nú er ég í eðli mínu maður sátta, og sú hugsun að flest mál sem unnin eru í sameiningu þeirra aðila er að koma fái besta lausn. Kvótaeigendur og þeir sem hæst láta núna eru ekki að boða lausn heldur vaða áfram í frekjukasti og segja að engin önnur lausn en eign þeirra og einkaveiðiréttur á kvótanum geti bjargað hér sjávarútvegi til framtíðar. Og vilja ekki sjá sjávarútveginn rekinn á nokkurn annan hátt. Og telja stafsfólki sínu sem þó vinna störfin og veiða fiskinn að þeir séu þeir einu réttu.
Auðvitað er þetta þvílíkt endemis kjaftæði að það tekur því varla að eyða orðum að því. Fiskurinn mun hér áfram synda í sjónum, nema útgerðarmenn haldi að einhver kjafti frá neðansjávar og fiskurinn syndi allur á ný mið, þar sem einhverjir eiginhagsmunaseggir fái einir að veiða. Á samt bágt með að trúa því hafandi undanfarin 25.ár kynnt mér tjáningarmáta þorska.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er búið að standa nógu lengi að þessi auðfélög, sem eru flest með höfuðstöðvar á einhverjum krummaskuðum á landsbyggðinni hafi einkarétt á fisknum í sjónum. Kominn tími til að þjóðin njóti arðsins af veiðunum. Þjóðin er einfaldlega ekki búsett á einhverjum krummaskuðum, hún er búsett hér í höfuðborginni og í nágrenni hennar. Það þarf hinsvegar að gera fleira en leggja kvótakerfið niður. Það þarf að rjúfa með lagaboði tengslin milli veiða og vinnslu. Allur fiskur á að fara á markað, svo fiskimenn njóti markaðsverðsins. Stóru útgerðarfyrirtækin, sem eiga ísfisktogara, hafa skammtað þeim togurum verðin og lagt það svo inn í sín eigin vinnslufyrirtæki. Láta gróðann koma fram í landvinnslunni, vegna þess að þar er ekkert hlutaskiptakerfi. Það er líka ljóst, að þessi svokallaða landvinnsla úti á landi, er einhver lakasta aðferð sem hægt er að hugsa sér við að gera verðmæti úr aflanum. Evrópa er okkar mikilvægasti markaður og þar er frystur matur álitinn, ja, kannski ekki beinlínis skemmdur matur, en allavega annars flokks matur. Það er því brýnt að aflinn fari í sölu með þeim hætti, að hann komist ferskur til neytenda. Það þýðir líka, að hann þarf að fara á land þar sem auðveldast og fljótlegast er að koma honum á markað. Það þýðir hæstu mögulegar tekjur fyrir þjóðarbúið og okkur sjómenn þar með.
Róninn (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 18:23
dúndur fyrirsögn.
Margrét Sigurðardóttir, 22.4.2009 kl. 21:46
Þjóðin á ekki neitt í eignarréttarlegum skilningi, og hefur aldrei átt.Einhverra hluta vegna þá segja menn eins og þú Hannes aldrei að þú viljir að ríkið verði skrifað fyrir aflahlutdeildinni.Eða viltu það.Bull þitt um að,,þjóðin eigi kvótann,, er ekkert annað en útúrsnúningur.Annaðhvort á ríkið eitthvað eða einhverjir aðrir.Um leið og aflahlutdeildin verður færð á ríkið til nýtingar verða allar aflaheimildir að fara á uppboð, annað hvort til leigu eða fullrar eignar.Það munhafa þær afleiðingar að skipum,trúlegast einhverjum brotajárnsskipum mun fjölga upp úr öllu valdi, með kauplausa útlendinga innanborðs frá einhverju Afríku eða Asíuríki.Trúlegast verður svo útgerðin skráð í einhverju ESB landi eftir að menn eins og þú verða búnir að koma okkur inn í ESB.Fljótlega mun svo allt fara á hausinn, þú trúlaga líka ef þú ert það ekki nú þegar, sveitarfélögin og landið allt.
Sigurgeir Jónsson, 23.4.2009 kl. 07:57
Þar fyrir utan hafa 90% aflaheimildanna verið keyptar og vandséð er hvernig ríkið getur greitt þær til baka nema skattpína almenning.Róninn gefur í skyn að hann sé sjómaður.Þá ætti hann að bera saman kaup sjómanna á þeim skipum sem eingöngu eru á leigukvóta og á skipum sem eru með aflahlutdeild.Ef róninn er nú þegar á skipi sem leigir til sín þá þarf hann ekki að búast við að kaup hans hækki ef aflahlutdeildin fer til ríkisins. Líklegra er að hann verði að hætta að drekka brennivín og verði að láta sér kogara nægja.
Sigurgeir Jónsson, 23.4.2009 kl. 08:10
Blessaður Sigurgeir og gleðilegt sumar
Nú er ég náttúrulega ekki maðurinn til að fara út í rökræður um "eignarréttarlegan skilning" eins og þú nefnir svo flott, en ég er alveg tilbúin til að ræða við þig um hugtakið þjóðareign sem flest sex ára börn skilja, en flokksmeðlimir ákveðins flokks sem ekki má nefna sökum þess að þá er maður sakaður um einelti vilja ekki skilja.
Það að auðlindirnar verði þjóðareign og þjóðin það er ég og þú njótum afgjalds af nýtingu auðlindarinnar finnst mér nú bara sanngjarnt. Aðvitað eru margar leiðir sem hægt er að fara til að leysa kvótann til þjóðarinnar, þær á allar eftir að ræða nánar, en það er alveg ljóst að hvað leið sem farin verður þá syndir fiskurinn ekki í burtu frá okkur bara af þeim sökum að þjóðin eigi kvótann. Þeim er nefnilega alveg sama um það og eru ekkert að skipta sér af því. Þeir fylgja hafstraumum og öðru sem þeir telja mikilvægara, en skipta sér ekkert af hræðslupólitík.
Vona nú að þú eigir góðan dag og njótir sumarsins
Hannes Friðriksson , 23.4.2009 kl. 10:51
Þakka þér fyrir Hannes.Ég óska þér þess sama í framtíðinni, en því miður er ég svartsýnn fyrir þína hönd að sú spá rætist ef þú gengur að kjörborðinu á laugardaginn með því hugarfari sem birtist í skrifum þínum.Kv.
Sigurgeir Jónsson, 23.4.2009 kl. 12:55
Líka ættir þú og róninn að huga að því að það er hægt að reka sjávarútveg þannig að allir tapi, jafnvel þótt þorskurinn hafi ekki synt burt.Það ættu að vera hæg heimatökin hjá þér og skoðanabræðrum þínum í Samfylkingunni að sannreyna það hjá ykkar draumalandi ESB.
Sigurgeir Jónsson, 23.4.2009 kl. 13:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.