Þannig vil ég skila landinu til barna og barnabarna.

 

Nú er komin tími til að fara að gera upp við sig hvað maður á að kjósa nú á laugardaginn. Valið virðist ekki erfitt fyrir þá er aðhyllast þá skoðun að allir séu jafnir og eigi að njóta sömu tækifæra í lífinu. Sama hvað gengur á.

Flokkarnir hafa á undanförnum vikum kynnt okkur stefnuskrár sína. Flestir hafa staðið fast á þeim málefnum er landfundir þeirra hafa samþykkt , á meðan einn flokkana Sjálfstæðisflokkurinn  hefur blaktað eins og fáni í vindi og ekki vitað hvað hann vill.

Einn daginn voru aðilsviðræður við ESB ekki á dagskrá, það hentaði ekki hagsmunum flokksins eins og einn þingmanna hans sagði. Næsta dag var skynsamlegt að láta Alþjóðagjaldeyrissjóðin semja fyrir okkar hönd um þá aðild til þess að þjóðin sem málið snertir þó mest fengi ekki tækifæri til að segja sína skoðun.

Einn daginn voru samdar reglur um styrkveitingar til flokka, en næsta dag hringdi sá sem með var í að semja út til stórfyrirtækja til að fá miklu hærri styrk en samþykkt hafði verið fyrir sinn flokk og þóttist síðan hvergi nærri hafa komið. Bað svo ríkisendurskoðun um að staðfesta að hann væri heiðarlegur stjórnmálamaður.

Það skyldi spara í rekstri ríkis og bæja og einkavæða allt það sem of kostnaðarsamt er fyrir ríkið að gera þar á meðal byggðasöfn  og listasetur. En ríki og bæir halda áfram að borga, nú til einkaaðilana sem ekki hyggjast græða á dæminu. Á ég að túa því ?

Þeir halda því  fram að ef  auðlindir þjóðarinnar fari í þjóðareign þá syndi fiskurinn í burtu og jarðhitinn kólni, og ljóst sé að hér muni enginn gera eitt eða neitt framar verði þetta látið gerast.

Þeir vilja alls ekki að þjóðin hafi nokkuð með breytingar á stjórnarskrá sinni að gera og það sé hreinlega ógn við lýðræðið í landinu nái slikar tillögur fram að ganga.

Þeir vilja að eftir 18 ára samfellda stjórnar tíð sína treystum við þeim áfram til að fara með stjórnina eftir hrun hugmyndafræði þeirra með tilheyrandi hörmungum fyrir þjóðina. Að það versta sem geti gerst fyrir þjóðina er að hugmyndafræði annara sem byggir á jöfnuði og félagshyggju nái hér fram að ganga. Að lengi geti vont versnað.

Nú eru tveir dagar til kosninga og ég veit hvað ég vil. Ég vil jöfnuð og félagshyggju, þar sem öllum er gert jafnhátt undir höfði og hver einstaklingur fái að njóta sín, óháð stjórnmálaskoðun eða ættartengslum. Þannig vil ég skila landinu mínu til barna og barnabarna. Þá held ég að þau eigi möguleika eftir hrun Íslands, sem varð í boði Sjálfstæðisflokksins

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Sjálfstæðisflokkurinn hefur einn flokka lagt fram skýra stefnu um hvernig vinna megi okkur út úr efnahagsvandanum og lagt drögin að endurreisn. Margir aðrar flokkar hafa sömuleiðis komið með ágætis hugmyndir en stefna Sjálfstæðisflokksins er skýr. Ég er þó ekki sammála einarðri afstöðu flokksins gegn ESB og tel að þar eigi þjóðaratkvæðagreiðsla að vera um sambandið.

Guðlaugur Þór þáði löglega styrki, hámarksstyrki reyndar en vegið hefur verið ómaklega að æru hans fyrir vikið. Ég hef nokkuð fjallað um kröfu hans að Ríkisendurskoðun skoði störf hans sem stjórnformaður Orkuveitunnar. Þar er fyrst og fremst um heiðarlega ákvörðun Guðlaugs að ræða og sýnir svart á hvítu að hann hefur ekkert að fela.

Eins og þú ættir að vita er bundið í stjórnarskrá að ekki megi mismuna fólki eftir stjórnmálaskoðunum eða ætterni. Það hefur enginn flokkur talað um að breyta því. Sjálfstæðisflokkurinn hefur reyndar einn staðið vörð um stjórnarskránna á meðan aðrir flokkar hafa viljað breyta henni. Því er verulega ólíklegt að þeir vilji fjarlægja ákvæðið um bann við mismunun vegna stjórnmálaskoðana og ætternis. 

Hilmar Gunnlaugsson, 23.4.2009 kl. 18:34

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta er góður pistill Hannes og nú sýnist mér skoðanakannair sýna að þarna hafir þú talað fyrir munn fjölmargra.

Hilmar. Hún er dálítið fjarlæg raunveruleikanum þessi predikun þín um kærleika þíns flokks til stjórnarskrárinnar. Það er enginn ágreiningur um mikilvægi stjórnarskrár okkar í tilliti mannréttinda og lýðræðis. En kannski er ágreiningur um leiðir til aukins lýðræðis. En sporin hræða. Það var eftir langa reynslu þjóðarinnar af stjórnsýslu Sjálfstæðisflokksins sem það rann upp fyrir fólki að skilyrðislaust umboð kjósenda til fjögurra ára væri lýðræðinu í þessu landi hættulegt. Og að það væri mikilvægt að skapa fulltrúnum á Alþingi nokkurt aðhald með ákvæði um þjóðaratkvæði. Það er nefnilega alveg ægilegur munur á lýðræðislegri stjórnun og ofbeldi í skjóli þess fulltrúalýðræðis sem við höfum valið okkur.

Og skýr ákvæði um eignarhald þjóðarinnar á sameiginlegum auðlindum eru meiri nauðsyn en svo að um það þurfi að gera ágreining.

Gríma Sjálfstæðisflokksins var orðin gisin og flestir gátu greint þar svip græðginnar svona nokkurn veginn gleraugnalaust. En í umræðunum á Alþingi um stjórnarskrárbreytingarnar féll það sem eftir var af henni.

Ég greindi hvergi í umræðunni neina breytingu í átt til þess að mismuna fólki eftir ætterni og stjórnmálaskoðunum. En kannski er nú þörf á að styrkja þessi ákvæði enn frekar. Hefði það verið búið þá hefði kannski verið staðið öðruvísi að sölunni á eignunum á Keflavíkurflugvelli og hlut ríkisins í 'IAV. svo eitthvað sé nú nefnt. 

Árni Gunnarsson, 23.4.2009 kl. 20:12

3 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Ég treysti Sjálfstæðisflokknum síst af öllum að geta og vilja slökkva þann gríðarlegan sinubruna sem þeir hafa á sínu samvisku.

Úrsúla Jünemann, 23.4.2009 kl. 22:13

4 identicon

Já Hannes nú fer það að koma í ljós hvað fólk vill. 
Margt má eflaust gera betur og á það við um marga flokka og þeirra frambjóðendur.

Mér finnst þú nú vera að kasta grjóti úr glerhúsi með pistli þínum hér að ofan, en þetta er þín skoðun og ég virði hana.

Talandi um að sjálfstæðisflokkurinn blakti eins og fáni í vindi þá vil ég minna þig á að Össur var nú að svara spurningum fréttamann og svar hans var nú eins og fáni í fellibil svo oft breyttist nú hans skoðun :-)

Svo verð ég nú ð minnast á styrkja-umræðuna, er ekki samfylkingin jafn flækt í þann vef og margur sjálfstæðismaðurinn, mér sýnist það nú!!

Og kæri Hannes, ég get nú ekki hætt án þess að ræða stefnu ykkar, ég á þar við ESB sem öllu á að bjarga.
Þið setjið það sem aðaláherslu að við göngum í ESB. Sagði ekki Björgvin að það yrði skilyrði fyrir samstarfi!!
Og með hverjum ætlið þið svo að starfa? Jú þeim flokk sem er á móti því að ganga í ESB??? Hvernig á þetta að ganga upp??

En Hannes ég ætla mér ekki reyna að hafa áhrif á þig eða skoðun þína því ég virði hana.

Ég hef haft gaman að lesa pistla þína á síðunni og mun halda því áfram, óháð því hver niðurstaða kosninganna verður, og þó skoðanir okkar séu ekki þær sömu.

Eigðu góðan dag, og skemmtilega helgi ;-)

Einar (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 11:50

5 Smámynd: Hannes Friðriksson

Blessaður Einar og gleðilegt sumar

Eitt hef ég lært, maður flaggar ekki í fellibyli því þá annað hvort brotnar stöngin, eða flaggið rifnar, en það getum við farið betur yfir í góðu tómi

Mér finnst nú ekki galið að athuga hvað ESB hefur upp á að bjóða frekar en mér finnst galið að athuga hvort skórnir meiði mig áður en ég kaupi skóna.

Báðir munum við hafa góða helgi ef við leyfum okkur að hafa sól í hjarta og söng á vörum.

Gleðilegt sumar

Hannes Friðriksson , 24.4.2009 kl. 12:08

6 identicon

Skemmtilegt svar hjá þér Hannes , en ég veit að þú skilur hvað ég á við.

Ég get verið sammála um að skoða hvað er í boði hjá ESB en það mun ekki leysa öll mál eins og Samfylkingin hefur gefið í ljós. Ég verð þó að segja að ég tel ekki að kostir við inngöngu í ESB vigti meira en gallarnir og því er ég á móti inngöngu.

 Enn og aftur, hafðu það gott um helgina og gleðilegt sumar Hannes  

Einar (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband