Það er ekki sama Jón eða séra Jón

 

Einhvern veginn fannst mér nú Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir leggjast lágt í þegar hún hneykslunartón gerði listamannalaun Þráins Bertelsonar tortryggileg í sjónvarpsþætti nú um daginn, og lét eins og eitthvað væri að siðferði hans að þiggja þau áfram þó að hann hefði nú tekið sæti á þingi. Ekkert hefur hún við það að athuga að faðir hennar sjálfrar taki við þeim launum þó á sama tíma sé hann í vinnu við Þjóðleikhúsið í sýningunni Hart í bak. Enda ekkert við það að athuga frekar en hjá Þránni Bertelsyni.

Þráin Bertelsson og Gunnar Eyjólfsson eru báðir listamenn sem vel eru að þessum starfslaunum komnir eftit langt og gott starf á sínum sviðum. Það hins vegar að Þorgerður Katrín velji að gera Þráinn Bertelsson tortryggilegan  er í anda þeirrar siðfræði sem þeir beittu nú í aðdraganda kosninganna. Að rægja og gera lítið úr andstæðingnum í stað þess að tala um það er máli skipti.Og búa til sögur væri það eitthvað sem bætt gæti stöðuna.

Þetta fengu íbúar í Suðurkjördæmi að reyna hvað eftir annað, ófrægingarherferð var sett í gang um fjármál Björgvin, sögur voru sagðar af kosningasmölum flokksins á Selfossi, Menn fóru í símann á Reykjanesi og létu unga kjósendur vita að kysu þeir Samfylkingu eða Vinstri Græna yrðu álversframkvæmdir stöðvaðar. Um það hafði verið samið. Ef menn féllust ekki á þau rök var mönnum bent á að kjósa þann flokk er þeir vildu en jafnframt að strika út nafn Árna Johnsen, en ekki var nú tekið fram þar með yrði kjörseðillinn ógildur.

Vonandi læara þeir af því að þetta er ekki aðferðarfræði sem gildir, það fundu þeir vonandi á árangrinum. Þorgerður væri nú manneskja að meiru bæði hún þann afsökunar sem ekkert hefur af sér gert annað en að hafa unnið til viðurkenningar og jafnframt komist skoðana sinna vegna inn á Alþingi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Þráinn Bertelsson hefur sýnt það með framgöngu sinni í aðdraganda kosninganna að hann getur svarað fyrir sig sjálfur. Sem sjálfskipaður baráttumaður fyrir siðvæðingu stjórnmálanna og hreinsunarmaður hins spillta andrúmslofts á Alþingi, þá er hann í ferlega neyðarlegri stöðu núna.

Það bætir hans hlut ekki hætishót að draga öndvegismanninn Gunnar Eyjólfsson inn í þessa umræðu. Hann er þvílíkur úrvalsleikari að Þorgerður Katrín hefði ekki einu sinni getað beitt áhrifum sínum GEGN því að hann fengi hlutverk í Hart í bak.  Þú telur það Þorgerði Katrínu til lasts að hún skuli "rægja og gera lítið úr andstæðingum sínum" í næstu línu eftir að þú sjálfur gerir nákvæmlega það. 

Í Kraganum er víst ekki sama hvort menn eru Séra Hannes að bara Þorgerður Katrín .

Flosi Kristjánsson, 28.4.2009 kl. 22:05

2 identicon

Sæll ég veit nú ekki hvernig þú færir af hérna á bloggheiminum ef þú hefðir ekki Sjálfstæðisflokkinn til að drulla yfir. Mér finnst alveg með ólíkindum hversu óábyrgur þú hefur verið hérna á sama tíma og þú varst kosningastjóri Samfylkingarinnar. Það gladdi mitt litla hjarta að fá fólk sem áður kaus Samfylkinguna koma við hjá vegna þess að þeim ofbauð vælið í þér hérna. Hannes ég hlýt að hafa fullann rétt á því að finnast þú ómálefnalegur hérna á blogginu þínu og rætinn á köflum. ég lít ekki sömu augum á það að vera sitjandi þingmaður á listamannalaunum eða vera leikari á sviði Þjóðleikhúsins ! Sérstaklega þar sem ákvarðanir um listamannalaun eru tekin á þingi, en ekki í þjóðleikhúsinu.

Árni Árna (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 22:10

3 Smámynd: Hannes Friðriksson

Flosi: Hvaða stöðu hefði hann verið í hefði hann ekki hlotið kosningu?

Árni: Vantar þig einhvern til að drulla yfir núna. Hvað varðar óábyrgileg heit mín finnst mér að þú ættir nú aðeins að gera betur grein fyrir þeim svo unnt verði að svara því sem til mín er beint. Og til að leiðrétta misskilning þinn þá tók ég nú bara að mér að hella upp á könnuna, svara í síma og þvílík viðvik, en hafði ekki þennan flotta titil kosningastjóra sem þú nú eignar mér, var meira svona svæðisstjóri. Hélt að þú hefðir nú kynnt þér það sem kosningastjóri Sjálfstæðisflokksins. Gott finnst mér að heyra að einhverjir hafi nú heimsótt þig, og ekki verra að það var af  mínum völdum. Þá hafðir þú nú einhvern að tala við. Þráinn var náttúrulega ekki sitjandi þingmaður, heldur nýkjörinn og hafði ekki einu sinni fengið kjörbréf sitt þegar ummælin féllu, án þess þó að það skipti nokkru megin máli. Mér finnst gott að sjá af hvílíkum áhuga þú lest bloggið mitt, og hve djúpan skilning þú leggur í það, jafnvel dýpri en  sá sem skrifar.

Hannes Friðriksson , 28.4.2009 kl. 23:08

4 identicon

Alveg sammála Hannes. Mér fannst hún þjást af heilmiklum hroka og pirring þegar hún sletti þessu fram. Sjálfstæðismenn þurfa að átta sig á því að þau eiga ekki sviðið lengur. Það er búið að steypa þeim af stóli og henni hefði verið hollt að hugsa um ofurstyrkina sem FLokkurinn hennar fékk um árið. Sýna auðmýkt. En það geta sjálfstæðismenn auðvitað ekki. Þau vita ekki hvað orðið þýðir einu sinni.

Ína (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 01:23

5 Smámynd: Guðrún Indriðadóttir

ég held líka að hún sé á biðlaunum vegna ráðherra embætis hún gleymdi því víst.

Guðrún Indriðadóttir, 29.4.2009 kl. 12:06

6 identicon

Þorgerður Katrín hefur ekki staðið á kassa og hrópað á siðferði !!!

hver er nú að beita smjörklípuaðferðinni ???? ja það kom vel á vondan,segi ég nú bara....

Borgarahreyfingin þarf semsagt ekki að standa  við stóru orðin...afþví að einhverjir aðrir gerðu eitthvað annað..

Það er allt eins liðið hans Sveins !!! eins og segir í máltækinu !!

Mér er skemmt !!!

Helga (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 14:43

7 Smámynd: TARA

Þráinn er eflaust vel að sínum heiðurslaunum kominn, en engu að síður er það ekkert álitamál að halda þeim á sama tíma og hann talar um spillingu á alþingi og telur ekki siðferðislega rétt að þiggja fleiri en ein laun, þingmönnum til handa.

Þar er ég alveg sammála...mér finnst heldur ekki rétt né sanngjarnt gagnvart þeim sem svelta eða eiga lítið milli handanna að hann þiggji tvöföld laun...og enginn alþingismaður heldur. Þarf ekki að vera samræmi í hlutunum ?

Eða er öllum leyfilegt að blása og kasta rýrð á andstæðinginn á meðan þeir eru að komast inn á alþingi ? Þurfa menn þá ekki lengur að standa við orð sín ?

TARA, 29.4.2009 kl. 19:42

8 identicon

Það er rétt sem þú segir um Þorgerði.  Hins vegar sé ég ekki hvað menn hafa við fleiri hundruð þúsund að gera annað en að borga undir lúxus hjá sjálfum sér á meðan öðrum vantar fyrir nausynjum.  Maður er svo fljótur að gleyma hvernig það er að bera lítið úr býtum.

Ef við vindum ekki ofan af þessari vitleysu og þá allri vitleysunni og byrjum á réttum enda þá á ég ekki við Þráinn þá leggjum við grunn fyrir þjóðfélagslegum vandamálum sem aðrar þjóðir eiga við að stríða.

Guðmundur (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 20:46

9 identicon

Þráinn er skammarlegur, tvöfaldur í roðinu og mikill hrokagikkur.  Þorgerður er ekki mikið marktæk eftir hrun enda "óhrein" en þarna gerði hún rétt og benti réttilega á siðleysi manns sem kann sig ekki.  Siðleysi er í gangi hjá öllum flokkum því miður.  Samfylkingin er spilltasti flokkurinn það sanna dæmin og Sjálfstæðismenn eru ekki langt undan samt þurfa þeir að þola þyngri högg.  Borgarahreyfingin var þarft innlegg í þessa baráttu en því miður er bara svo mikið rusl á listum flokksins, eins og Þráinn.  Þjóðin er í vanda, hverjum skal treysta er erfitt að segja til um.  Vinstri menn vilja kenna okkur að lifa með kreppu en ekki komast út úr henni og hægri menn hafa ekkert lært af öfga frálsræði.  Hver getur bundið þjóðina saman?  Af tvennu illu vill enginn fara vinstri leiðina, leið ríkisafskifta af öllum fjanda.  Fara menn uppá eiginkonuna án þess að gangast undir umhverfismat og verður hægt að fá atvinnu hjá öðrum en ríkinu?  Slæmir tímar hjá LEIÐTOGALAUSRI þjóð, fullt af litlum fiskum sem ekkert gagnlegt gera.  Þakka mínum sæla fyrir að búa erlendis, kom mínu í verð fyrir kreppu og skelli mér nu heim á klaka endrum og eins til þess að versla.  Finn til með þjóð sem er án leiðtoga, manna sem geta hjálpað.  Þessar kosningar voru peningasóun, tímasóun.

Guð blessi Ísland....sá frasi á vel við.

HelgiS (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband